Bildt, Össur, fullveldið og Kýpur Björn Bjarnason skrifar 27. mars 2013 06:00 Á árunum 2004 til 2007 sátum við Össur Skarphéðinsson saman í nefnd sem kannaði tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Meginniðurstaða nefndarinnar var að hagsmunum Íslands væri mjög vel borgið með samningum um evrópska efnahagssvæðið (EES), hann hefði staðist tímans tönn. Íslendingar hefðu hins vegar ekki nýtt aðild að EES sem skyldi. Þeir hefðu mun fleiri tækifæri til áhrifa á löggjöf ESB en nýtt hefðu verið. Af grein Össurar Skarphéðinssonar í Fréttablaðinu 26. mars 2013 má ráða að hann kjósi að gleyma því sem hann lærði í störfum nefndarinnar. EES-samstarfið lifir góðu lífi og tækifærin bíða enn eftir að þau séu nýtt. Össur kýs í grein sinni að vitna í Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, sem á í vök að verjast heima fyrir vegna vaxandi gagnrýni Svía á starfshætti innan ESB og meiri þunga en nokkru sinni fyrr í andstöðu þeirra við upptöku evru. Bildt er talsmaður ESB-sambandsríkis og evru-sinni. Hann veit að andstaða Íslendinga við ESB-aðild hefur áhrif í Svíþjóð. Hann munar ekki um að rægja EES-samstarfið til að fegra eigin málstað. Carl Bildt taldi Össuri trú um í júlí 2009 að Íslendingar væru á hraðferð inn í ESB. Hann hafði ekkert fyrir sér í málinu en Össur beit á öngulinn. Össur hrífst enn af fullyrðingastíl Carls Bildt og sannfærist um að fullveldi Íslendinga aukist við að flytja það til Brussel. Að telja þjóðum trú um að fullveldinu sé betur borgið á evru-svæðinu en utan þess eða ESB verður æ erfiðara. Haustið 2008 höfðu íslensk stjórnvöld til dæmis vald og þrek til að halda bönkum opnum þrátt fyrir hrun fjármálakerfis. Á Kýpur var bönkum lokað 15. mars og hafa ekki verið opnaðir 26. mars. Kýpverjar hröktust úr einu vígi í annað vegna krafna frá Brussel. Hvað segir þetta dæmi um gildi fullveldis á örlagastundu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Á árunum 2004 til 2007 sátum við Össur Skarphéðinsson saman í nefnd sem kannaði tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Meginniðurstaða nefndarinnar var að hagsmunum Íslands væri mjög vel borgið með samningum um evrópska efnahagssvæðið (EES), hann hefði staðist tímans tönn. Íslendingar hefðu hins vegar ekki nýtt aðild að EES sem skyldi. Þeir hefðu mun fleiri tækifæri til áhrifa á löggjöf ESB en nýtt hefðu verið. Af grein Össurar Skarphéðinssonar í Fréttablaðinu 26. mars 2013 má ráða að hann kjósi að gleyma því sem hann lærði í störfum nefndarinnar. EES-samstarfið lifir góðu lífi og tækifærin bíða enn eftir að þau séu nýtt. Össur kýs í grein sinni að vitna í Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, sem á í vök að verjast heima fyrir vegna vaxandi gagnrýni Svía á starfshætti innan ESB og meiri þunga en nokkru sinni fyrr í andstöðu þeirra við upptöku evru. Bildt er talsmaður ESB-sambandsríkis og evru-sinni. Hann veit að andstaða Íslendinga við ESB-aðild hefur áhrif í Svíþjóð. Hann munar ekki um að rægja EES-samstarfið til að fegra eigin málstað. Carl Bildt taldi Össuri trú um í júlí 2009 að Íslendingar væru á hraðferð inn í ESB. Hann hafði ekkert fyrir sér í málinu en Össur beit á öngulinn. Össur hrífst enn af fullyrðingastíl Carls Bildt og sannfærist um að fullveldi Íslendinga aukist við að flytja það til Brussel. Að telja þjóðum trú um að fullveldinu sé betur borgið á evru-svæðinu en utan þess eða ESB verður æ erfiðara. Haustið 2008 höfðu íslensk stjórnvöld til dæmis vald og þrek til að halda bönkum opnum þrátt fyrir hrun fjármálakerfis. Á Kýpur var bönkum lokað 15. mars og hafa ekki verið opnaðir 26. mars. Kýpverjar hröktust úr einu vígi í annað vegna krafna frá Brussel. Hvað segir þetta dæmi um gildi fullveldis á örlagastundu?
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar