„Já, hiklaust“ – Carl Bildt Össur Skarphéðinsson skrifar 26. mars 2013 06:00 Eitt þarf ég að leiðrétta í grein minni um góðan gest – Carl Bildt. Ég sagði þar tvennt standa upp úr Íslandsheimsókn hans: Annars vegar lýsing hans á hvernig aðild að ESB hefði styrkt sænskt efnahagslíf. Hins vegar að þrátt fyrir ágreining í upphafi væru nú velflestir Svíar hlynntir aðild – utan öfgamenn til hægri og vinstri. Ég steingleymdi hins vegar að minnast á þriðja grundvallaratriðið hjá honum – sjálft fullveldið. Í Silfrinu lýsti Bildt nöturlega göllum EES-samningsins fyrir Ísland og Noreg, sem verða möglunarlaust að taka við ákvörðunum ESB og innleiða án þess að hafa nokkur áhrif. Bildt var spurður af Silfur-Agli hvort hann teldi fullveldi þjóða meira innan ESB en utan. „Já, hiklaust“ svaraði hann einbeittur. Bildt útskýrði í framhaldinu hvernig Svíþjóð hefur haft áhrif og gætt hagsmuna sinna með því að eiga sæti við borðið með hinum 26 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Sömu reynslu höfum við heyrt frá öðrum gestum, eins og forseta Litháen og utanríkisráðherra Eistlands. Bæði, líkt og Carl Bildt, sögðu skýrt: „Fullveldi eykst með þátttöku, ekki einangrun.”Kjarnaatriði Þessi reynsla góðra vinaþjóða leggur til hvílu kjarnaatriði í neikvæðum málflutningi Evrópuandstæðinga – að Ísland glati sjálfstæði sínu og fullveldi með því að ganga í ESB. Reynsla þeirra af inngöngu í ESB segir þvert á móti að fullveldi Íslands muni aukast með því að eiga þátt í sameiginlegum ákvörðunum um sameiginleg hagsmunamál. Í dag húkum við frammi á gangi þegar Evrópusambandið tekur ákvarðanir og fáum svo löggjöfina senda í tölvupósti. Halló, var einhver að tala um aðlögun? Öll þekkjum við hvernig krónuhagkerfið grefur í dag stöðugt undan dugnaði og útsjónarsemi fólks, Ísland dregst aftur úr, og fullveldi okkar sem einstaklinga minnkar. Þess vegna mun efnahagslegur stöðugleiki sem fylgir aðild með lægri vöxtum, lægri verðbólgu og þar með lægri skuldum – auka fullveldi okkar sem einstaklinga. Carl Bildt hitti því naglann á höfuðið betur en hann kannski gerði sér grein fyrir. Fullveldisrökin eru því tvímælalaust já-megin í Evrópuumræðunni. Nema góðir Íslendingar trúi Birni Bjarnasyni og Hjörleifi Guttormssyni betur en Carl Bildt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Eitt þarf ég að leiðrétta í grein minni um góðan gest – Carl Bildt. Ég sagði þar tvennt standa upp úr Íslandsheimsókn hans: Annars vegar lýsing hans á hvernig aðild að ESB hefði styrkt sænskt efnahagslíf. Hins vegar að þrátt fyrir ágreining í upphafi væru nú velflestir Svíar hlynntir aðild – utan öfgamenn til hægri og vinstri. Ég steingleymdi hins vegar að minnast á þriðja grundvallaratriðið hjá honum – sjálft fullveldið. Í Silfrinu lýsti Bildt nöturlega göllum EES-samningsins fyrir Ísland og Noreg, sem verða möglunarlaust að taka við ákvörðunum ESB og innleiða án þess að hafa nokkur áhrif. Bildt var spurður af Silfur-Agli hvort hann teldi fullveldi þjóða meira innan ESB en utan. „Já, hiklaust“ svaraði hann einbeittur. Bildt útskýrði í framhaldinu hvernig Svíþjóð hefur haft áhrif og gætt hagsmuna sinna með því að eiga sæti við borðið með hinum 26 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Sömu reynslu höfum við heyrt frá öðrum gestum, eins og forseta Litháen og utanríkisráðherra Eistlands. Bæði, líkt og Carl Bildt, sögðu skýrt: „Fullveldi eykst með þátttöku, ekki einangrun.”Kjarnaatriði Þessi reynsla góðra vinaþjóða leggur til hvílu kjarnaatriði í neikvæðum málflutningi Evrópuandstæðinga – að Ísland glati sjálfstæði sínu og fullveldi með því að ganga í ESB. Reynsla þeirra af inngöngu í ESB segir þvert á móti að fullveldi Íslands muni aukast með því að eiga þátt í sameiginlegum ákvörðunum um sameiginleg hagsmunamál. Í dag húkum við frammi á gangi þegar Evrópusambandið tekur ákvarðanir og fáum svo löggjöfina senda í tölvupósti. Halló, var einhver að tala um aðlögun? Öll þekkjum við hvernig krónuhagkerfið grefur í dag stöðugt undan dugnaði og útsjónarsemi fólks, Ísland dregst aftur úr, og fullveldi okkar sem einstaklinga minnkar. Þess vegna mun efnahagslegur stöðugleiki sem fylgir aðild með lægri vöxtum, lægri verðbólgu og þar með lægri skuldum – auka fullveldi okkar sem einstaklinga. Carl Bildt hitti því naglann á höfuðið betur en hann kannski gerði sér grein fyrir. Fullveldisrökin eru því tvímælalaust já-megin í Evrópuumræðunni. Nema góðir Íslendingar trúi Birni Bjarnasyni og Hjörleifi Guttormssyni betur en Carl Bildt.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun