Við erum þjóðin Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 18. mars 2013 06:00 Okkur er tamt að tala um ríkið, sveitarfélögin, atvinnurekendurna og launþegana sem óskylda og andstæða hópa. Það er kannski ekki skrýtið eins og kerfið virkar. Ríkið sker nú niður í öllu kerfinu og leggur auknar álögur á fólk og fyrirtæki til að standa undir skuldbindingum. Sveitarfélögin hafa hækkað fasteignagjöld og ýmis önnur gjöld og lækkað þjónustustig til að standa undir skuldbindingum. Fyrirtæki hækka vöru og þjónustu til að standa undir skuldbindingum. Fólkið í landinu, fjölskyldurnar, sem þurfa líka að standa undir skuldbindingum hafa auk þess þurft að taka á sig óverðskuldaðar fjárhagsbirgðar m.a. í formi skatta til að greiða skuldir sem fjármálafyrirtæki og starfsmenn þeirra komu okkur í.Skuldirnar hækka launin ekki Þrátt fyrir verri þjónustu og hærra vöruverð hafa launin ekki hækkað að sama skapi. Þvert á móti hefur kaupmáttur rýrnað svo um munar og umtalsverð lífskjaraskerðing átt sér stað. Í hvert skipti sem gjöld, þjónusta og vöruverð hækka, hækka verðtryggðu lánin okkar. Peningamaskína tekur peninga sjálfvirkt úr báðum vösunum hjá fólki og fjölskyldum algerlega óháð launahækkunum. Á sama tíma niðurgreiðir ríkið vexti fyrir fjármagnseigendur í formi vaxtabóta. Bankarnir græða sem aldrei fyrr.Dögun fyrir fólkið og samfélagið Dögun vill breyta þessu. Dögun vill vinna fyrir heimilin í landinu og fólkið. Dögun vill m.a.: Afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga og setja lög um raunhæfa lágmarksframfærslu. Leiðrétta stökkbreytt lán heimilanna. Setja þak á vexti húsnæðislána. Aðskilja viðskipta- og fjárfestingabanka. Þannig verða heimilin betur í stakk búin til að greiða í sameiginlegan sjóð ríkisins og að kaupa þjónustu og vörur af fyrirtækjum í landinu. Rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna batnar og álag á félagslega kerfið og ríkiskassann minnkar. Ávinningur til heilla fyrir alla. Dögun fyrir ríkið, sveitarfélögin, fyrirtækin og fólkið. Dögun fyrir þig. xT.isHverjir erum við Við erum fólkið sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum og fyrirtækjum. Við erum alþingismenn. Við erum atvinnurekendur. Við erum launþegar. Við erum fólkið sem stjórnar þjóðfélaginu og höldum því uppi og setjum leikreglurnar. Við erum fólkið sem rekur heilbrigðiskerfið og sækjum þangað þjónustu. Við erum fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Við erum íbúar sveitarfélaganna. Við erum fólkið sem vinnum í menntakerfinu og menntum börnin okkar. Við erum fólkið sem verður gamalt og fer á öldrunarstofnanir. Við erum fólkið sem á lífeyrissjóðina. Við erum líka fólkið sem á fjármálastofnanir. Við erum fjölskyldufólkið í landinu og viljum eiga góð samskipti við hvert annað og allan heiminn.Málið snýst um okkur Málið snýst ekki um aðra. Það snýst um okkur. Það eru ekki einhverjir aðrir. Það erum við. Við erum 321.857 Íslendingar og við erum samábyrg um að snúa dæminu við á braut farsældar fyrir okkur öll en ekki bara fyrir suma. Hverfum frá sérhagsmunapólitík sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Hverfum frá ríkispólitík Samfylkingar og Vinstri Grænna. Setjum hagsmuni heildarinnar og almannaheill í forgang. Þangað stefnir Dögun. Dögun vill breyta áherslunum og kerfinu og jafna lífskjör fólksins. Þannig hagnast allir. Við viljum réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir okkur öll; heimilin, fjölskyldurnar og fólkið. Við erum fólkið og viljum breyta samfélaginu með ykkur. Saman getum við það ef þið standið með okkur. Vertu með. xT.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Okkur er tamt að tala um ríkið, sveitarfélögin, atvinnurekendurna og launþegana sem óskylda og andstæða hópa. Það er kannski ekki skrýtið eins og kerfið virkar. Ríkið sker nú niður í öllu kerfinu og leggur auknar álögur á fólk og fyrirtæki til að standa undir skuldbindingum. Sveitarfélögin hafa hækkað fasteignagjöld og ýmis önnur gjöld og lækkað þjónustustig til að standa undir skuldbindingum. Fyrirtæki hækka vöru og þjónustu til að standa undir skuldbindingum. Fólkið í landinu, fjölskyldurnar, sem þurfa líka að standa undir skuldbindingum hafa auk þess þurft að taka á sig óverðskuldaðar fjárhagsbirgðar m.a. í formi skatta til að greiða skuldir sem fjármálafyrirtæki og starfsmenn þeirra komu okkur í.Skuldirnar hækka launin ekki Þrátt fyrir verri þjónustu og hærra vöruverð hafa launin ekki hækkað að sama skapi. Þvert á móti hefur kaupmáttur rýrnað svo um munar og umtalsverð lífskjaraskerðing átt sér stað. Í hvert skipti sem gjöld, þjónusta og vöruverð hækka, hækka verðtryggðu lánin okkar. Peningamaskína tekur peninga sjálfvirkt úr báðum vösunum hjá fólki og fjölskyldum algerlega óháð launahækkunum. Á sama tíma niðurgreiðir ríkið vexti fyrir fjármagnseigendur í formi vaxtabóta. Bankarnir græða sem aldrei fyrr.Dögun fyrir fólkið og samfélagið Dögun vill breyta þessu. Dögun vill vinna fyrir heimilin í landinu og fólkið. Dögun vill m.a.: Afnema verðtryggingu á lánum til einstaklinga og setja lög um raunhæfa lágmarksframfærslu. Leiðrétta stökkbreytt lán heimilanna. Setja þak á vexti húsnæðislána. Aðskilja viðskipta- og fjárfestingabanka. Þannig verða heimilin betur í stakk búin til að greiða í sameiginlegan sjóð ríkisins og að kaupa þjónustu og vörur af fyrirtækjum í landinu. Rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna batnar og álag á félagslega kerfið og ríkiskassann minnkar. Ávinningur til heilla fyrir alla. Dögun fyrir ríkið, sveitarfélögin, fyrirtækin og fólkið. Dögun fyrir þig. xT.isHverjir erum við Við erum fólkið sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum og fyrirtækjum. Við erum alþingismenn. Við erum atvinnurekendur. Við erum launþegar. Við erum fólkið sem stjórnar þjóðfélaginu og höldum því uppi og setjum leikreglurnar. Við erum fólkið sem rekur heilbrigðiskerfið og sækjum þangað þjónustu. Við erum fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Við erum íbúar sveitarfélaganna. Við erum fólkið sem vinnum í menntakerfinu og menntum börnin okkar. Við erum fólkið sem verður gamalt og fer á öldrunarstofnanir. Við erum fólkið sem á lífeyrissjóðina. Við erum líka fólkið sem á fjármálastofnanir. Við erum fjölskyldufólkið í landinu og viljum eiga góð samskipti við hvert annað og allan heiminn.Málið snýst um okkur Málið snýst ekki um aðra. Það snýst um okkur. Það eru ekki einhverjir aðrir. Það erum við. Við erum 321.857 Íslendingar og við erum samábyrg um að snúa dæminu við á braut farsældar fyrir okkur öll en ekki bara fyrir suma. Hverfum frá sérhagsmunapólitík sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Hverfum frá ríkispólitík Samfylkingar og Vinstri Grænna. Setjum hagsmuni heildarinnar og almannaheill í forgang. Þangað stefnir Dögun. Dögun vill breyta áherslunum og kerfinu og jafna lífskjör fólksins. Þannig hagnast allir. Við viljum réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir okkur öll; heimilin, fjölskyldurnar og fólkið. Við erum fólkið og viljum breyta samfélaginu með ykkur. Saman getum við það ef þið standið með okkur. Vertu með. xT.is
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar