Ekki týpískur blús frá Helga Freyr Bjarnason skrifar 14. mars 2013 06:00 Fjórða plata Helga Júlíusar hefur að geyma auðmelta tónlist Fréttablaðið/Valli "Þetta er auðmelt tónlist og ekki týpískur blús. Það er fullt af melódískum og fallegum lögum á plötunni," segir lagahöfundurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson. Hann hefur sent frá sér sína fjórðu sólóplötu, Í blús. Hún fylgir eftir reggíplötunni Kominn heim sem hafði að geyma hin vinsælu lög Stöndum saman og Þú ert mín, sem Valdimar Guðmundsson söng. Valdimar syngur einnig á nýju plötunni, hið rólega Æviskeið. "Hann syngur það eins og engill," segir Helgi Júlíus. Aðrir söngvarar á plötunni eru Sigríður Thorlacius, KK, Magni Ásgeirsson, Svavar Knútur og hinn efnilegi Elvar Örn. Textarnir eru bæði eftir Helga og konu hans, Bjarngerði Björnsdóttur, sem átti marga texta á annarri plötu hans, Haustlauf. Vinur hans, læknirinn Sigurður Albertsson, á einnig texta á plötunni. Í blús var öll tekin upp lifandi, fyrir utan sönginn. Upptökustjóri var Ómar Guðjónsson. Dóttir Helga, Unnur Ýr, hannaði umslagið eins og hún hefur gert fyrir allar plötur föður síns. Spurður hvort eitthvert laganna sé líklegt til vinsælda eins og lögin af Kominn heim segist Helgi Júlíus halda það. "Það eru fjögur til fimm lög sem hafa allt til að bera til að slá í gegn en það þýðir ekki að þau geri það." Rás 2 hefur ákveðið að setja fyrst í spilun lagið Draumavon sem Sigríður syngur. "Hún er algjör undramanneskja. Maður er bara dolfallinn þegar maður heyrir hana syngja," segir Helgi Júlíus, sem er þegar byrjaður að undirbúa næstu plötu sem verður í þjóðlagastíl. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
"Þetta er auðmelt tónlist og ekki týpískur blús. Það er fullt af melódískum og fallegum lögum á plötunni," segir lagahöfundurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson. Hann hefur sent frá sér sína fjórðu sólóplötu, Í blús. Hún fylgir eftir reggíplötunni Kominn heim sem hafði að geyma hin vinsælu lög Stöndum saman og Þú ert mín, sem Valdimar Guðmundsson söng. Valdimar syngur einnig á nýju plötunni, hið rólega Æviskeið. "Hann syngur það eins og engill," segir Helgi Júlíus. Aðrir söngvarar á plötunni eru Sigríður Thorlacius, KK, Magni Ásgeirsson, Svavar Knútur og hinn efnilegi Elvar Örn. Textarnir eru bæði eftir Helga og konu hans, Bjarngerði Björnsdóttur, sem átti marga texta á annarri plötu hans, Haustlauf. Vinur hans, læknirinn Sigurður Albertsson, á einnig texta á plötunni. Í blús var öll tekin upp lifandi, fyrir utan sönginn. Upptökustjóri var Ómar Guðjónsson. Dóttir Helga, Unnur Ýr, hannaði umslagið eins og hún hefur gert fyrir allar plötur föður síns. Spurður hvort eitthvert laganna sé líklegt til vinsælda eins og lögin af Kominn heim segist Helgi Júlíus halda það. "Það eru fjögur til fimm lög sem hafa allt til að bera til að slá í gegn en það þýðir ekki að þau geri það." Rás 2 hefur ákveðið að setja fyrst í spilun lagið Draumavon sem Sigríður syngur. "Hún er algjör undramanneskja. Maður er bara dolfallinn þegar maður heyrir hana syngja," segir Helgi Júlíus, sem er þegar byrjaður að undirbúa næstu plötu sem verður í þjóðlagastíl.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira