
Hin hliðin
Það yrði sannarlega mikill ávinningur ef þessi samstaða yrði til þess að vel tækist til við lausn á þeim vanda sem leiðir af þeim eignum erlendu kröfuhafanna sem mældar eru í íslenskum krónum. Þar með mætti losa einn af þeim fjölmörgu hnútum sem halda krónunni í fjötrum.
En þetta viðfangsefni er líkt teningi að því leyti að á því eru margar hliðar. Þversögnin er sú að styrkleiki Íslands gegn kröfuhöfunum felst í höftunum. Verðmæti eigna kröfuhafanna rýrnar í réttu hlutfalli við hörkuna í haftareglunum. Það leiðir af því að krónan er ekki gjaldgeng mynt. Hún er einfaldlega einskis virði í höndum þeirra sem þurfa að breyta henni í verðmæti utan landsteinanna.
Þetta skilja kröfuhafarnir. Um leið er þetta ánægjulega hliðin á samstöðu stjórnmálaleiðtoganna. Hin hliðin birtist í samstöðu þeirra um að segja fólkinu í landinu ekki frá þeirri staðreynd sem fylgir eins og skugginn sólarljósinu. Hún er sú að bókfært virði eigna Íslendinga í krónum er jafn falskt og útlendinganna. Þær eru einhvers virði í viðskiptum innanlands en lítils virði í stærra samhengi. Sviðsljósinu er alltént ekki varpað á þessa hlið.
Sundurlyndisfjandinn
Að því er varðar þá hlið sem veit beint að almenningi skiptir þetta ekki öllu máli. Tiltölulega fáir vilja selja húsin sín og kaupa önnur erlendis. En þegar kemur að lífeyrissjóðunum og þeim sem skapa eiga verðmætin í milliríkjaverslun kárnar gamanið.
Sterka staðan gagnvart erlendum kröfuhöfum kemur í reynd með sama þunga niður á þessum íslensku undirstöðum lífskjara og velferðar. Fyrirtækin og launamenn eru á vissan hátt í sömu stöðu og kröfuhafarnir. Þegar kemur að því að svara hvernig höggva eigi að rótum þess vanda ræður sundurlyndisfjandinn aftur ríkjum.
Þó svo að eignir erlendu kröfuhafanna sem mældar eru í krónum gufuðu algjörlega upp fer því fjarri að það jafnvægi hafi skapast að unnt verði að aflétta gjaldeyrishöftum. Það er aðeins skref í þá átt. Með innlendri mynt verða höft eða varúðarreglur um alla framtíð ríkari hér en í viðskiptalöndunum. Samkeppnisstaðan heldur því áfram að versna. Það rýrir lífskjörin og veikir velferðarkerfið.
Það sem meira er: Ekkert bendir til að unnt verði að létta átthagafjötrunum af lífeyrissjóðunum. Raunvirði eigna þeirra mun rýrna að sama skapi. Ávöxtunarmöguleikar þeirra þrengjast í réttu hlutfalli. Lífeyririnn mun því skerðast meir en almenn laun. Þetta er sá fórnarkostnaður sem almenningur verður að axla til þess að stjórnmálamennirnir geti sjálfir sagt að þeir haldi fullveldisréttinum yfir gjaldmiðlinum.
Þeir tveir flokkar sem segjast vilja taka upp evru eru í reynd ekki að stefna í þá átt. Ástæðan er sú að þeir eru andvígir því að reka sjávarútveginn á grundvelli markaðslögmála. En það er aftur forsenda fyrir því að hér sé unnt að búa við stöðuga mynt án sífelldra gengisfellinga. Stjórnmálaflokkarnir eru því allir undir sömu sök seldir í þessu efni.
Spuninn
Annað mál er þessu skylt: Morgunblaðið og forseti Íslands náðu sem kunnugt er að sameina þjóðina gegn ríkisstjórninni og forystu Sjálfstæðisflokksins þegar síðasti Icesave-samningurinn var borinn undir þjóðaratkvæði. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að Framsóknarflokkurinn hefur stóraukið fylgi sitt á kostnað Sjálfstæðisflokksins eftir að EFTA-dómurinn féll Íslandi í hag.
Forseti Íslands hefur farið um heiminn og sagt að Íslendingar hafi leyst skuldavanda sinn með lýðræðisbyltingu hans sjálfs. En það er eins með þetta og sterku stöðuna gagnvart erlendu kröfuhöfunum að hliðarnar á teningnum eru fleiri.
Icesave-skuldin féll ekki niður með þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hún féll ekki niður með EFTA-dómnum. Þrotabú gamla Landsbankans þarf að sjálfsögðu að standa skil á þessari skuld. Ein af stærstu eignum þess er skuldabréf sem nýi Landsbankinn þarf að greiða. Hann á ekki gjaldeyri til að borga með og Seðlabankinn ekki heldur. Stór hluti þessa vanda er þannig enn óleystur í banka skattborgaranna.
Spuninn um þetta mál hefur ekki aðeins skekkt málefnalega samkeppnisstöðu stjórnmálaflokkanna. Hann hefur leitt til þess að ekki er unnt að varpa ljósi á allar hliðar skuldavandanns. Fyrir vikið geta stjórnmálamenn ekki rætt eðli hans og dýpt af hreinskilni. Lausnirnar verða í samræmi við það.
Skoðun

Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar

Um sjónarhorn og sannleika
Líf Magneudóttir skrifar

Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við?
Einar G. Harðarson skrifar

Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar?
Henning Arnór Úlfarsson skrifar

Málþóf og/eða lýðræði?
Elín Íris Fanndal skrifar

Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar?
Arnar Þór Ingólfsson skrifar

Ísafjarðarbær í Bestu deild
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar

Þjóðarmorð í beinni
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig
Birgir Dýrfjörð skrifar

Atvinnufrelsi!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Að mása eða fara í golf
Jón Pétur Zimsen skrifar

Leiðréttum kerfisbundið misrétti
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sparnaðarráð fyrir ferðalagið
Svandís Edda Jónudóttir skrifar

Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram
Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar

Samráðsdagar á Kjalarnesi
Ævar Harðarson skrifar

Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að mása sig hása til að tefja
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Sjónarspil í Istanbul
Gunnar Pálsson skrifar

Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar

Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn
Hannes S. Jónsson skrifar

Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Gangast við mistökum
Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar

Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu
Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar

Að apa eða skapa
Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar

Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía?
Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar

Lífsnauðsynlegt aðgengi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hvers vegna var Úlfar rekinn?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar