RFF haldið með öðru sniði í ár Sara McMahon skrifar 8. mars 2013 06:00 Með breyttu sniði RFF fer fram með öðru sniði í ár en fyrri ár. Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF, segir RFF í stöðugri þróun. fréttablaðið/Anton „Við vildum breyta til og leggja meiri áherslu á viðskiptahliðina, þess vegna kusum við að hafa sýningarnar fyrr um daginn,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF. Hátíðin fer fram með öðru sniði í ár en fyrri ár og fara allar tískusýningarnar fram á laugardeginum. Alls taka sjö hönnuðir þátt í RFF í ár og hefst fyrsta sýningin klukkan 11.30 og sú síðasta klukkan 17 sama dag. „Við litum til erlendu tískuviknanna þegar kom að skipulaginu. Úti byrja fyrstu sýningarnar mjög snemma á morgnana. Tískuiðnaðurinn er mjög ungur hérna heima, RFF er lifandi verkefni og við erum enn að reyna að finna okkar takt.“ Önnur breyting sem á sér stað er sú að í fyrsta sinn gefst gestum færi á að kaupa miða inn á stakar sýningar eða passa á allar sjö sýningarnar. „Við viljum fá sem flesta á sýningarnar og þess vegna ákváðum við að prófa að selja inn á stakar sýningar. Miðasalan hefur farið ótrúlega vel af stað og það er þegar uppselt á nokkrar sýningar,“ segir Þórey Eva og nefnir sýningu tískumerkisins Ellu í því samhengi. Í ár er RFF haldin í tengslum við Hönnunarmars og því fá gestir hátíðarinnar að upplifa fleira en bara tísku þennan laugardag. „Það verður fullt að gerast í Hörpunni á sama tíma, meðal annars húsgagnasýning, vídeóverk og sýning útskriftarnema úr fatahönnunardeild LHÍ,“ segir Þórey Eva að lokum. HönnunarMars RFF Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
„Við vildum breyta til og leggja meiri áherslu á viðskiptahliðina, þess vegna kusum við að hafa sýningarnar fyrr um daginn,“ segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF. Hátíðin fer fram með öðru sniði í ár en fyrri ár og fara allar tískusýningarnar fram á laugardeginum. Alls taka sjö hönnuðir þátt í RFF í ár og hefst fyrsta sýningin klukkan 11.30 og sú síðasta klukkan 17 sama dag. „Við litum til erlendu tískuviknanna þegar kom að skipulaginu. Úti byrja fyrstu sýningarnar mjög snemma á morgnana. Tískuiðnaðurinn er mjög ungur hérna heima, RFF er lifandi verkefni og við erum enn að reyna að finna okkar takt.“ Önnur breyting sem á sér stað er sú að í fyrsta sinn gefst gestum færi á að kaupa miða inn á stakar sýningar eða passa á allar sjö sýningarnar. „Við viljum fá sem flesta á sýningarnar og þess vegna ákváðum við að prófa að selja inn á stakar sýningar. Miðasalan hefur farið ótrúlega vel af stað og það er þegar uppselt á nokkrar sýningar,“ segir Þórey Eva og nefnir sýningu tískumerkisins Ellu í því samhengi. Í ár er RFF haldin í tengslum við Hönnunarmars og því fá gestir hátíðarinnar að upplifa fleira en bara tísku þennan laugardag. „Það verður fullt að gerast í Hörpunni á sama tíma, meðal annars húsgagnasýning, vídeóverk og sýning útskriftarnema úr fatahönnunardeild LHÍ,“ segir Þórey Eva að lokum.
HönnunarMars RFF Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira