Margt óunnið enn Elín Björg Jónsdóttir og formaður BSRB skrifa 8. mars 2013 06:00 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag. Uppruna dagsins er að rekja til ársins 1910 er fjölmargar konur frá ólíkum löndum söfnuðust saman og ákváðu að haldinn skyldi árlega alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Fyrstu árin voru baráttumálefnin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Þótt margt hafi áunnist í baráttunni fyrir jöfnum rétti frá því baráttudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur er enn fyllsta ástæða fyrir áframhaldandi baráttu kvenna. Baráttu kvenna fyrir auknu jafnrétti, á vinnumarkaði, innan menntastofnana sem og á heimilunum. Því er mikilvægt að halda heiðri þessa dags áfram á lofti, sýna samstöðu um vilja til breytinga og leggja okkar af mörkum til að breyta hugsunarhætti til að stuðla að frekari jöfnuði í framtíðinni. Í tilefni dagsins verður í dag sem fyrri ár haldinn hádegisverðarfundur á Grand Hóteli en í ár verður áhersla lögð á vakningu umræðu um kynskiptan vinnumarkað. Yfirskrift fundarins er: Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður – ný kynslóð, nýjar hugmyndir? Á Íslandi búum við enn við nokkuð kynskiptan vinnumarkað sem birtist skýrt í hugmyndum fólks um „hefðbundin kvennastörf“ og „hefðbundin karlastörf“. Mikilvægt er komast að því hvað veldur þeirri kynjaskiptingu sem virðist vera innbyggð í íslenskan vinnumarkað. BSRB hefur margsinnis lýst þeim vilja sínum að farið verði ofan í kjölinn á því hvað veldur svo mikilli kynskiptingu á vinnumarkaði sem raunin er. Bandalagið hefur lýst þeirri skoðun sinni að hið opinbera verði að koma að því verkefni, enda þarf að greina á hverju starfsval ungs fólks byggir. Öðruvísi erum við ófær um að brjóta upp núverandi mynstur og auka fjölbreytni. Viðfangsefni okkar hlýtur að vera að búa þannig í haginn að komandi kynslóðir líti ekki á ákveðin störf sem annaðhvort störf fyrir karla eða konur. Um leið og ég óska öllum til hamingju með daginn hvet ég alla til að kynna sér þá viðburði sem fram fara í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna og taka þátt. Samstaða okkar allra er það eina sem getur breytt hugmyndum okkar um kynhlutverk á vinnumarkaði, stuðlað að frekara jafnrétti og gefið komandi kynslóðum meira val og meiri fjölbreytni, samfélaginu öllu til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag. Uppruna dagsins er að rekja til ársins 1910 er fjölmargar konur frá ólíkum löndum söfnuðust saman og ákváðu að haldinn skyldi árlega alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Fyrstu árin voru baráttumálefnin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Þótt margt hafi áunnist í baráttunni fyrir jöfnum rétti frá því baráttudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur er enn fyllsta ástæða fyrir áframhaldandi baráttu kvenna. Baráttu kvenna fyrir auknu jafnrétti, á vinnumarkaði, innan menntastofnana sem og á heimilunum. Því er mikilvægt að halda heiðri þessa dags áfram á lofti, sýna samstöðu um vilja til breytinga og leggja okkar af mörkum til að breyta hugsunarhætti til að stuðla að frekari jöfnuði í framtíðinni. Í tilefni dagsins verður í dag sem fyrri ár haldinn hádegisverðarfundur á Grand Hóteli en í ár verður áhersla lögð á vakningu umræðu um kynskiptan vinnumarkað. Yfirskrift fundarins er: Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður – ný kynslóð, nýjar hugmyndir? Á Íslandi búum við enn við nokkuð kynskiptan vinnumarkað sem birtist skýrt í hugmyndum fólks um „hefðbundin kvennastörf“ og „hefðbundin karlastörf“. Mikilvægt er komast að því hvað veldur þeirri kynjaskiptingu sem virðist vera innbyggð í íslenskan vinnumarkað. BSRB hefur margsinnis lýst þeim vilja sínum að farið verði ofan í kjölinn á því hvað veldur svo mikilli kynskiptingu á vinnumarkaði sem raunin er. Bandalagið hefur lýst þeirri skoðun sinni að hið opinbera verði að koma að því verkefni, enda þarf að greina á hverju starfsval ungs fólks byggir. Öðruvísi erum við ófær um að brjóta upp núverandi mynstur og auka fjölbreytni. Viðfangsefni okkar hlýtur að vera að búa þannig í haginn að komandi kynslóðir líti ekki á ákveðin störf sem annaðhvort störf fyrir karla eða konur. Um leið og ég óska öllum til hamingju með daginn hvet ég alla til að kynna sér þá viðburði sem fram fara í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna og taka þátt. Samstaða okkar allra er það eina sem getur breytt hugmyndum okkar um kynhlutverk á vinnumarkaði, stuðlað að frekara jafnrétti og gefið komandi kynslóðum meira val og meiri fjölbreytni, samfélaginu öllu til góða.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun