
Einfaldara og réttlátara almannatryggingakerfi
Nú er brotið í blað þar sem fram er komið á Alþingi frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun almannatryggingalaga. Róttækar breytingar eru lagðar til á núverandi kerfi sem gera lagaumhverfið einfaldara, skýrara og gegnsærra. Undirbúningur hófst árið 2007 þegar verkefnisstjórn um endurskoðun almannatrygginga var skipuð. Hún skilaði tillögum sínum í október 2009 og voru í kjölfarið stigin stór skref til úrbóta fyrir lífeyrisþega og einföldunar á löggjöfinni, til dæmis með afnámi makatenginga. Í apríl 2011 var skipaður nýr starfshópur til að ljúka verkinu og semja drög að heildstæðu frumvarpi um málaflokkinn.
Þar sátu fulltrúar þingflokkanna, ýmissa hagsmunaaðila auk starfsmanna velferðarráðuneytisins. Í júní 2012 samþykkti hópurinn tillögur um einföldun bótakerfisins og er frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi byggt á þeim.
Aðgengileg löggjöf
Breytingar samkvæmt nýju frumvarpi eru fjölmargar. Þær stærstu snúa að margvíslegum réttindamálum ellilífeyrisþega sem munu styrkja stöðu þeirra og einfalda kerfið til muna.
Bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót verða sameinaðir. Dregið verður úr tekjutengingum og frítekjumörk verða afnumin. Ekki verður lengur horft til þess hvaðan tekjurnar koma, heldur lækkar lífeyrir nú um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur. Samkvæmt frumvarpinu verður dregið úr þessum áhrifum tekna í áföngum. Hlutfallið lækkar í 80% við gildistöku laganna 1. júlí 2013, verður síðan tug lægra 1. janúar ár hvert til ársins 2016 og lækkar loks í 45% hinn 1. janúar 2017.
Í gildandi löggjöf skortir ákvæði um markmið almannatryggingakerfisins, framsetning laganna er óaðgengileg og vart nema á færi sérfræðinga að skilja og skýra réttindi hvers og eins lífeyrisþega. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að gagnvart lífeyrisþegum sé sérstaklega brýnt að ákvæði laga um réttindi þeirra séu skýr og að fyrir hendi séu almennar, aðgengilegar og skýrar reglur um inntak þeirrar aðstoðar sem fólk á rétt á samkvæmt lögunum. Í frumvarpinu er áhersla lögð á að mæta þessum ábendingum. Skýrt er kveðið á um markmið og tilgang laganna, framsetningin er öll bætt og einfölduð, ítarlega er kveðið á um málsmeðferð og stjórnsýslu og áhersla lögð á leiðbeiningar- og upplýsingaskyldu stjórnvalda.
Orð skulu standa
Mikilvægt er að halda því til haga að lífeyrisþegar eiga rétt á kjarabótum í óbreyttu kerfi sem svarar því að útgjöld ríkisins aukast um 3,7 milljarða króna á næstu tveimur árum. Þetta er vegna samkomulags stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum og vegna bráðabirgðaákvæðis frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar og fellur úr gildi í ársbyrjun 2014. Í kostnaðarumsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarp til almannatryggingalaga er horft fram hjá þessu sem veldur því að ráðuneytið ofmetur aukin útgjöld hins opinbera vegna kerfisbreytingarinnar sem nemur framangreindri fjárhæð. Hvort sem nýtt frumvarp verður að lögum á þessu þingi eða síðar þá eiga orð að standa.
Langþráðum áfanga er náð með frumvarpinu sem hér er til umfjöllunar. Ég treysti því að þrotlaus vinna sem liggur að baki verði virt að verðleikum og frumvarpið nái fram að ganga enda snýst það um mikilvæga réttarbót og úrbætur sem eru löngu tímabærar.
Skoðun

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar