Að trúa á ritskoðun Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 2. mars 2013 06:00 Þetta snýst ekki um klám. Þetta snýst um ritskoðun. Fyrir erlendar ríkisstjórnir lítur umræðan út eins og Ísland sé alvarlega að íhuga ritskoðun á internetinu. Við höfum heimildir fyrir því að þessi umræða hafi verið þess valdandi að ríkisstjórnir alræðisríkja hafa tekið upp á því að vitna í að í ljósi þess að Ísland sé að ritskoða sitt internet, þá hljóti nú að vera í lagi að þær ritskoði sitt aðeins meira. Ekkert bendir til þess að íslensk yfirvöld séu hæfari nú en nokkru sinni fyrr til að fara með slíkt ofurvald. Fjörutíu og tveir einstaklingar og stofnanir víðs vegar að úr heiminum skrifuðu undir opið bréf til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra þar sem hann var hvattur til þess að endurskoða hugmyndir sínar um ritskoðun á netinu. Þar segir meðal annars að með þessum aðgerðum væri íslenska ríkisstjórnin að standa í vegi fyrir aðgengi að upplýsingum, sem væri ekkert annað en alvarleg ritskoðun. „Á internetinu hefur ritskoðun fengið á sig nýja mynd. Það kemur ekki eingöngu í veg fyrir útgáfu, heldur einnig takmarkar það aðgengi fólks að upplýsingum sem það leitast eftir. Í stað þess að þagga niður rödd, þá er niðurstaðan að skerða hvaða upplýsingum fólk hefur aðgang að.“ Þetta hefur vakið athygli erlendis, og meðal annars fjallar The Guardian um bréfið á vef sínum. Þó það virðist vera einföld og aðgengileg leið að ritskoða internetið með miðstýrðum síum er sú hugmynd ýmsum vandkvæðum bundin. Er þar með talið að auðvelt er að komast fram hjá öllum slíkum hindrunum þar sem það er í eðli netsins að upplýsingar geti flætt með margvíslegum hætti milli staða. Einnig á það að vera einn af hornsteinum lýðræðis að almenningur fái að sjá heiminn eins og hann er, án þess að yfirvöld reyni að hafa áhrif þar á. Málið hefur vakið gríðarlega athygli meðal mannréttindafrömuða og tæknigúrúa víðs vegar um heim. Richard Stallman fylgist vel með þróun mála, en hann er einn virtasti frumkvöðull frjáls hugbúnaðar, sem er það sem Google og fleiri tölvurisar byggja sín kerfi á. Einnig má nefna Sunil Abraham, indverskan frumkvöðul sem fór úr tæknigeiranum í mannréttindageirann til að berjast gegn ritskoðun og takmörkunum á internetinu á Indlandi vegna áhyggja af spillingu þar, en Indland er stærsta lýðræðisríki heims. Meðal þeirra sem hafa skrifað undir bréfið má nefna Jillian C. York, sem er yfir tjáningarfrelsismálum hjá Electronic Frontier Foundation, og Laurie Penny, feminíska blaðakonu sem er einn ritstjóra tímaritsins New Statesman. Einnig er Ezra Zuckerman meðal undirskrifenda, en hann er prófessor í fjölmiðla- og félagsfræði við MIT og einn stofnandi Global Voices, sem er netsamfélag sem starfar í þróunarríkjum og alræðisríkjum með það að markmiði að auka tjáningarfrelsi. Rétt er að benda á að klámumræðan er ekki eina ritskoðunarumræðan sem er í gangi á Íslandi. Frumvarp liggur fyrir Alþingi um að banna fjárhættuspil á netinu, bæði með því að koma upp netritskoðun og með því að búa til svartan lista yfir lögaðila sem er óheimilt að stunda viðskipti við – sem er ritskoðun á hagkerfinu og brot á viðskiptafrelsi einstaklinga. Samkvæmt íslensku stjórnarskránni má ritskoðun aldrei í lög leiða, en mælandi þarf hins vegar að bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum fyrir laganna dóm. Þar með er komið í veg fyrir að ríkið geti stundað ritskoðun á efni sem þykir óæskilegt heldur felist úrskurðavaldið hjá dómstólum. Það sem hins vegar er verið að leggja til nú er að ríkið, með hjálp tölvutækninnar, leggi mat á allt upplýsingaflæði um netið og skeri úr um hvað Íslendingar megi sjá og heyra og hvað ekki. Það samræmist hvorki íslenskum lagahefðum né lýðræðislegu lagaumhverfi, þar sem takmörkunin mun ekki fara fyrir dómstóla Íslands. Tjáningarfrelsi í þessu samhengi snýst enn fremur ekki bara um réttinn til að tjá sig, heldur einnig réttinn til að hlusta á aðra og sjá heiminn eins og hann er, hvort sem hann er fallegur eða ljótur eða bara stórfurðulegur. Með því að hindra aðgang að efni á Internetinu er verið að dæma fólk fyrir fram og skerða þessi grunnréttindi. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvað felst í því að koma hömlum á internetið og hvaða áhrif það hefur í alþjóðasamhengi. Þegar á hólminn er komið er vert að velta fyrir sér hinni klassísku spurningu, hver á að fylgjast með vaktmönnunum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þetta snýst ekki um klám. Þetta snýst um ritskoðun. Fyrir erlendar ríkisstjórnir lítur umræðan út eins og Ísland sé alvarlega að íhuga ritskoðun á internetinu. Við höfum heimildir fyrir því að þessi umræða hafi verið þess valdandi að ríkisstjórnir alræðisríkja hafa tekið upp á því að vitna í að í ljósi þess að Ísland sé að ritskoða sitt internet, þá hljóti nú að vera í lagi að þær ritskoði sitt aðeins meira. Ekkert bendir til þess að íslensk yfirvöld séu hæfari nú en nokkru sinni fyrr til að fara með slíkt ofurvald. Fjörutíu og tveir einstaklingar og stofnanir víðs vegar að úr heiminum skrifuðu undir opið bréf til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra þar sem hann var hvattur til þess að endurskoða hugmyndir sínar um ritskoðun á netinu. Þar segir meðal annars að með þessum aðgerðum væri íslenska ríkisstjórnin að standa í vegi fyrir aðgengi að upplýsingum, sem væri ekkert annað en alvarleg ritskoðun. „Á internetinu hefur ritskoðun fengið á sig nýja mynd. Það kemur ekki eingöngu í veg fyrir útgáfu, heldur einnig takmarkar það aðgengi fólks að upplýsingum sem það leitast eftir. Í stað þess að þagga niður rödd, þá er niðurstaðan að skerða hvaða upplýsingum fólk hefur aðgang að.“ Þetta hefur vakið athygli erlendis, og meðal annars fjallar The Guardian um bréfið á vef sínum. Þó það virðist vera einföld og aðgengileg leið að ritskoða internetið með miðstýrðum síum er sú hugmynd ýmsum vandkvæðum bundin. Er þar með talið að auðvelt er að komast fram hjá öllum slíkum hindrunum þar sem það er í eðli netsins að upplýsingar geti flætt með margvíslegum hætti milli staða. Einnig á það að vera einn af hornsteinum lýðræðis að almenningur fái að sjá heiminn eins og hann er, án þess að yfirvöld reyni að hafa áhrif þar á. Málið hefur vakið gríðarlega athygli meðal mannréttindafrömuða og tæknigúrúa víðs vegar um heim. Richard Stallman fylgist vel með þróun mála, en hann er einn virtasti frumkvöðull frjáls hugbúnaðar, sem er það sem Google og fleiri tölvurisar byggja sín kerfi á. Einnig má nefna Sunil Abraham, indverskan frumkvöðul sem fór úr tæknigeiranum í mannréttindageirann til að berjast gegn ritskoðun og takmörkunum á internetinu á Indlandi vegna áhyggja af spillingu þar, en Indland er stærsta lýðræðisríki heims. Meðal þeirra sem hafa skrifað undir bréfið má nefna Jillian C. York, sem er yfir tjáningarfrelsismálum hjá Electronic Frontier Foundation, og Laurie Penny, feminíska blaðakonu sem er einn ritstjóra tímaritsins New Statesman. Einnig er Ezra Zuckerman meðal undirskrifenda, en hann er prófessor í fjölmiðla- og félagsfræði við MIT og einn stofnandi Global Voices, sem er netsamfélag sem starfar í þróunarríkjum og alræðisríkjum með það að markmiði að auka tjáningarfrelsi. Rétt er að benda á að klámumræðan er ekki eina ritskoðunarumræðan sem er í gangi á Íslandi. Frumvarp liggur fyrir Alþingi um að banna fjárhættuspil á netinu, bæði með því að koma upp netritskoðun og með því að búa til svartan lista yfir lögaðila sem er óheimilt að stunda viðskipti við – sem er ritskoðun á hagkerfinu og brot á viðskiptafrelsi einstaklinga. Samkvæmt íslensku stjórnarskránni má ritskoðun aldrei í lög leiða, en mælandi þarf hins vegar að bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum fyrir laganna dóm. Þar með er komið í veg fyrir að ríkið geti stundað ritskoðun á efni sem þykir óæskilegt heldur felist úrskurðavaldið hjá dómstólum. Það sem hins vegar er verið að leggja til nú er að ríkið, með hjálp tölvutækninnar, leggi mat á allt upplýsingaflæði um netið og skeri úr um hvað Íslendingar megi sjá og heyra og hvað ekki. Það samræmist hvorki íslenskum lagahefðum né lýðræðislegu lagaumhverfi, þar sem takmörkunin mun ekki fara fyrir dómstóla Íslands. Tjáningarfrelsi í þessu samhengi snýst enn fremur ekki bara um réttinn til að tjá sig, heldur einnig réttinn til að hlusta á aðra og sjá heiminn eins og hann er, hvort sem hann er fallegur eða ljótur eða bara stórfurðulegur. Með því að hindra aðgang að efni á Internetinu er verið að dæma fólk fyrir fram og skerða þessi grunnréttindi. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvað felst í því að koma hömlum á internetið og hvaða áhrif það hefur í alþjóðasamhengi. Þegar á hólminn er komið er vert að velta fyrir sér hinni klassísku spurningu, hver á að fylgjast með vaktmönnunum?
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun