Enn vantar eftirlit Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. mars 2013 06:00 Við fáum smám saman skýrari mynd af símahlerunum í þágu rannsóknar sakamála á Íslandi. Undanfarin ár hefur þeim verið beitt í ríkum mæli. Símahleranir eru hins vegar gríðarlega íþyngjandi rannsóknarúrræði, sem felur í sér mikla skerðingu á friðhelgi einkalífs hlutaðeigandi. Það á því ekki að nota það af neinni léttúð og öflugt eftirlit verður að vera með beitingu þess. Fyrir rúmu ári kom í ljós að upp á það vantaði verulega. Róbert Spanó lagaprófessor skrifaði þá harðorða grein hér í blaðið og benti á að ríkissaksóknari, sem lögum samkvæmt á að hafa eftirlit með hlerununum, sinnti því lítið sem ekkert. Þess vegna væri til dæmis ekkert eftirlit haft með að lögreglustjórar tilkynntu grunuðum mönnum um hleranirnar eftir að þeim væri lokið. Róbert benti líka á að ekkert lægi fyrir um hve mörgum hleranabeiðnum dómstólar höfnuðu og að full þörf væri á að skipa þeim sem væri hleraður sérstakan talsmann. Vegna þess að enginn gætir hagsmuna hins grunaða eru úrskurðir dómstóla um hleranir aldrei kærðir til Hæstaréttar. Eftir að ýmsir málsmetandi menn höfðu tekið undir gagnrýnina tók ríkissaksóknari sig saman í andlitinu, herti eftirlitið og setti verklagsreglur. Það hafði meðal annars í för með sér að sérstakur saksóknari sendi tugum manna bréf um að símar þeirra hefðu verið hleraðir. Í sumum tilvikum kom bréfið hálfu öðru ári eftir að hlerunarheimildin fékkst. Í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um framkvæmd hlerana síðustu fimm ár vekja nokkur atriði sérstaka athygli. Í fyrsta lagi staðfestir svarið að dómstólar hafna nánast aldrei beiðni um heimild til símhlerana. Þetta rennir stoðum undir málflutning þeirra sem telja að hlerunum sé beitt of frjálslega. Tölurnar ættu sömuleiðis að verða Alþingi hvatning til að breyta lögum og skipa hinum grunuðu talsmann. Í öðru lagi vekur athygli hvað svörin, ekki sízt frá einstökum lögregluembættum, eru götótt og ófullkomin. Það er auðvitað forsenda þess að hægt sé að hafa eftirlit með hlerununum að upplýsingar um þær séu almennilega og ýtarlega skráðar. Í þriðja lagi hlýtur fólk að staldra við að ríkissaksóknari treysti sér ekki til að svara því hve oft samskipti grunaðs manns og lögmanns hans hafi verið hleruð. Saksóknari segir að það sé ekki skráð og vísar til þess að lögum samkvæmt eigi að eyða strax gögnum um samskipti sakbornings og verjanda. Þetta eru ekki boðleg svör. Samskipti grunaðra manna við verjendur sína njóta sérstaks trúnaðar og lögreglan má ekki notfæra sér upplýsingar sem þar koma fram. Eins og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður benti á í Fréttablaðinu í fyrradag, hlýtur að eiga að skrásetja hvernig staðið er að eyðingu þessara samtala og hversu mörg tilvikin eru. „Ef ríkissaksóknari er ekki að fylgjast með því að þessum trúnaðarsamtölum sé eytt hver er þá að fylgjast með því? Enginn?" spyr Vilhjálmur. Enn kemur á daginn að þótt eftirlit með notkun símahlerana hafi verið eflt, þarf að gera betur ef vel á að vera. Svarið við fyrirspurn Bjarna sýnir hins vegar að eftirlit þingsins með framkvæmdavaldinu er virkt og þarft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Við fáum smám saman skýrari mynd af símahlerunum í þágu rannsóknar sakamála á Íslandi. Undanfarin ár hefur þeim verið beitt í ríkum mæli. Símahleranir eru hins vegar gríðarlega íþyngjandi rannsóknarúrræði, sem felur í sér mikla skerðingu á friðhelgi einkalífs hlutaðeigandi. Það á því ekki að nota það af neinni léttúð og öflugt eftirlit verður að vera með beitingu þess. Fyrir rúmu ári kom í ljós að upp á það vantaði verulega. Róbert Spanó lagaprófessor skrifaði þá harðorða grein hér í blaðið og benti á að ríkissaksóknari, sem lögum samkvæmt á að hafa eftirlit með hlerununum, sinnti því lítið sem ekkert. Þess vegna væri til dæmis ekkert eftirlit haft með að lögreglustjórar tilkynntu grunuðum mönnum um hleranirnar eftir að þeim væri lokið. Róbert benti líka á að ekkert lægi fyrir um hve mörgum hleranabeiðnum dómstólar höfnuðu og að full þörf væri á að skipa þeim sem væri hleraður sérstakan talsmann. Vegna þess að enginn gætir hagsmuna hins grunaða eru úrskurðir dómstóla um hleranir aldrei kærðir til Hæstaréttar. Eftir að ýmsir málsmetandi menn höfðu tekið undir gagnrýnina tók ríkissaksóknari sig saman í andlitinu, herti eftirlitið og setti verklagsreglur. Það hafði meðal annars í för með sér að sérstakur saksóknari sendi tugum manna bréf um að símar þeirra hefðu verið hleraðir. Í sumum tilvikum kom bréfið hálfu öðru ári eftir að hlerunarheimildin fékkst. Í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um framkvæmd hlerana síðustu fimm ár vekja nokkur atriði sérstaka athygli. Í fyrsta lagi staðfestir svarið að dómstólar hafna nánast aldrei beiðni um heimild til símhlerana. Þetta rennir stoðum undir málflutning þeirra sem telja að hlerunum sé beitt of frjálslega. Tölurnar ættu sömuleiðis að verða Alþingi hvatning til að breyta lögum og skipa hinum grunuðu talsmann. Í öðru lagi vekur athygli hvað svörin, ekki sízt frá einstökum lögregluembættum, eru götótt og ófullkomin. Það er auðvitað forsenda þess að hægt sé að hafa eftirlit með hlerununum að upplýsingar um þær séu almennilega og ýtarlega skráðar. Í þriðja lagi hlýtur fólk að staldra við að ríkissaksóknari treysti sér ekki til að svara því hve oft samskipti grunaðs manns og lögmanns hans hafi verið hleruð. Saksóknari segir að það sé ekki skráð og vísar til þess að lögum samkvæmt eigi að eyða strax gögnum um samskipti sakbornings og verjanda. Þetta eru ekki boðleg svör. Samskipti grunaðra manna við verjendur sína njóta sérstaks trúnaðar og lögreglan má ekki notfæra sér upplýsingar sem þar koma fram. Eins og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður benti á í Fréttablaðinu í fyrradag, hlýtur að eiga að skrásetja hvernig staðið er að eyðingu þessara samtala og hversu mörg tilvikin eru. „Ef ríkissaksóknari er ekki að fylgjast með því að þessum trúnaðarsamtölum sé eytt hver er þá að fylgjast með því? Enginn?" spyr Vilhjálmur. Enn kemur á daginn að þótt eftirlit með notkun símahlerana hafi verið eflt, þarf að gera betur ef vel á að vera. Svarið við fyrirspurn Bjarna sýnir hins vegar að eftirlit þingsins með framkvæmdavaldinu er virkt og þarft.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun