Betri lánasjóður Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. mars 2013 06:00 Frá því að Lánasjóður íslenskra námsmanna var stofnaður hefur hann gegnt lykilhlutverki í að skapa Íslendingum jöfn tækifæri til náms með því að lána námsmönnum fyrir framfærslu á meðan á námi stendur sem þeir greiða til baka á viðráðanlegum kjörum. Lánasjóðurinn varð til vegna baráttu íslenskra námsmanna. Því er mikilvægt að hlustað sé á áherslur námsmanna þegar kemur að málefnum Lánasjóðsins. Á kjörtímabilinu höfum við lagt okkur fram um að eiga gott samstarf við námsmenn og hefur það leitt til ýmissa úrbóta á sjóðnum. Við höfum afnumið kröfuna um ábyrgðarmenn á nýjum námslánum og þannig brugðist við sjónarmiðum sem námsmenn hafa haldið á lofti í áratugi. Þau sjónarmið byggðust á því að krafa um ábyrgðarmann væri andstæð því markmiði Lánasjóðsins að tryggja jafnrétti til náms, enda ekki sjálfgefið að allir gætu mætt henni og þeir því útilokaðir frá aðstoð sjóðsins. Afnám þessarar kröfu var sérstaklega mikilvægur liður í að tryggja jafnrétti til náms í því efnahagsástandi sem skapaðist í kjölfar hrunsins. Við höfum hækkað grunnframfærslu námslána um 39,8% á kjörtímabilinu eða um 10,7% að raungildi að teknu tilliti til verðlags og hafa kjör námsmanna því batnað að þessu leyti þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Til samanburðar lækkaði grunnframfærslan um 5,5% að raungildi á árunum 1991 til 2009. En þó að tekist hafi að hækka grunnframfærsluna verulega á undanförnum árum er ljóst að hún þarf að hækka enn frekar og að því stefnum við. Og nú liggur fyrir frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Það er unnið í samstarfi við fulltrúa námsmanna og þar eru stigin frekari skref til þess að bæta stöðu þeirra. Þar ber hæst tillaga um að hluti grunnframfærslu námslána falli niður ljúki námsmaður námi sínu á tilsettum tíma. Enn fremur er lagt til að ábyrgðir falli niður á eldri lánum við 67 ára aldur. Að auki er lagt til að tekið verði til skoðunar að endurgreiðslur námslána verði frádráttarbærar frá skatti í þeim tilgangi að skapa hvata fyrir fólk að nýta menntun sína í þágu íslensks samfélags. Verði frumvarpið samþykkt verður Lánasjóðurinn enn betri fyrir íslenska námsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Frá því að Lánasjóður íslenskra námsmanna var stofnaður hefur hann gegnt lykilhlutverki í að skapa Íslendingum jöfn tækifæri til náms með því að lána námsmönnum fyrir framfærslu á meðan á námi stendur sem þeir greiða til baka á viðráðanlegum kjörum. Lánasjóðurinn varð til vegna baráttu íslenskra námsmanna. Því er mikilvægt að hlustað sé á áherslur námsmanna þegar kemur að málefnum Lánasjóðsins. Á kjörtímabilinu höfum við lagt okkur fram um að eiga gott samstarf við námsmenn og hefur það leitt til ýmissa úrbóta á sjóðnum. Við höfum afnumið kröfuna um ábyrgðarmenn á nýjum námslánum og þannig brugðist við sjónarmiðum sem námsmenn hafa haldið á lofti í áratugi. Þau sjónarmið byggðust á því að krafa um ábyrgðarmann væri andstæð því markmiði Lánasjóðsins að tryggja jafnrétti til náms, enda ekki sjálfgefið að allir gætu mætt henni og þeir því útilokaðir frá aðstoð sjóðsins. Afnám þessarar kröfu var sérstaklega mikilvægur liður í að tryggja jafnrétti til náms í því efnahagsástandi sem skapaðist í kjölfar hrunsins. Við höfum hækkað grunnframfærslu námslána um 39,8% á kjörtímabilinu eða um 10,7% að raungildi að teknu tilliti til verðlags og hafa kjör námsmanna því batnað að þessu leyti þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Til samanburðar lækkaði grunnframfærslan um 5,5% að raungildi á árunum 1991 til 2009. En þó að tekist hafi að hækka grunnframfærsluna verulega á undanförnum árum er ljóst að hún þarf að hækka enn frekar og að því stefnum við. Og nú liggur fyrir frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Það er unnið í samstarfi við fulltrúa námsmanna og þar eru stigin frekari skref til þess að bæta stöðu þeirra. Þar ber hæst tillaga um að hluti grunnframfærslu námslána falli niður ljúki námsmaður námi sínu á tilsettum tíma. Enn fremur er lagt til að ábyrgðir falli niður á eldri lánum við 67 ára aldur. Að auki er lagt til að tekið verði til skoðunar að endurgreiðslur námslána verði frádráttarbærar frá skatti í þeim tilgangi að skapa hvata fyrir fólk að nýta menntun sína í þágu íslensks samfélags. Verði frumvarpið samþykkt verður Lánasjóðurinn enn betri fyrir íslenska námsmenn.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun