Hannaði Herra Tré í minningu afa síns Álfrún Pálsdóttir skrifar 26. febrúar 2013 13:00 Heiðdís Inga Hilmarsdóttir hefur hannað herðatréð, Herra Tré, í tilefni af Mottumars en allur ágóðinn af sölunni rennur til Krabbameinsfélaginu. Verkefnið er til heiðurs afa Heiðdísar sem lést fyrir ári síðan. Fréttablaðið/valli Hönnunarneminn Heiðdís Inga Hilmarsdóttir hefur hannað herðatré, Herra Tré, sem er eins og yfirvaraskegg í laginu, til styrktar Krabbameinsfélaginu í tilefni af Mottumars. Trén eru gerð í minningu afa Heiðdísar sem lést fyrir ári síðan. „Við pabbi höfum verið föst úti í bílskúr síðustu daga að slípa, pússa og lakka en þetta er smá handavinna," segir hönnunarneminn Heiðdís Inga Hilmarsdóttir sem hefur hannað herðatré í laginu eins og yfirvaraskegg. Herðatréð nefnist Herra Tré og er hannað með Mottumars í huga en allur ágóðinn af sölunni rennur beint til Krabbameinsfélagsins. Það er svart að lit með gylltum krók en þetta er fyrsta verkefni Heiðdísar sem hannar undir merkinu Hind. Heiðdís segir hugmyndina hafa skotið upp kollinum fyrir ári síðan er afi hennar, Þórir Þórðarson, lést eftir erfið veikindi. „Herðatrén eru gerð í hans minningu. Þegar hann dó var ég stödd í heimsreisu og náði því ekki að kveðja almennilega. Mig langaði að koma beint heim þegar hann dó en ég veit hann hefði viljað að ég héldi ferðalaginu áfram. Herra Tré er því honum til heiðurs enda var hann mér mjög kær og góður vinur." Heiðdís var tilbúin með prufueintak af herðatrénu í haust og hóf þá ferlið. „Ég teiknaði það upp og Krabbameinsfélagið tók strax mjög vel í hugmyndina. Slippurinn á Akureyri sér um að skera tréð út fyrir mig en ég pússa það til, lakka og skrúfa. Ég er svo heppin að pabbi hefur verið að aðstoða mig upp á síðkastið." Heiðdís stundar nám á hönnunarbraut í Tækniskólanum og segir ferlið í kringum framleiðsluna hafi verið lærdómsríkt fyrir sig. „Þetta er búið að vera mikil reynsla og ómetanlegt á ferilskrána. Margt sem þarf að huga að þegar kemur að framleiðsluhlutanum," segir Heiðdís, sem stefnir á áframhaldandi hönnunarnám hérlendis eða erlendis næsta haust. Herra Tré fer í sölu þann 1. mars næstkomandi og fæst í Hrími hönnunarhúsi á Laugaveginum. Þau kosta 5.000 krónur stykkið en þegar hafa fjölmargir vinir og vandamenn lagt inn pöntun hjá Heiðdísi. „Ég geri mér enga grein fyrir hver viðbrögðin verða og lét gera 50 stykki til að byrja með. Svo hef ég hannað brúnar öskjur sem hvert herðatré kemur í. Miðað við þær pantanir sem ég hef fengið nú þegar þarf ég líklega að gera fleiri fljótlega." Hægt er að finna frekari upplýsingar um Herra Tré á Facebook undir slóðinni Hindisleg. Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Hönnunarneminn Heiðdís Inga Hilmarsdóttir hefur hannað herðatré, Herra Tré, sem er eins og yfirvaraskegg í laginu, til styrktar Krabbameinsfélaginu í tilefni af Mottumars. Trén eru gerð í minningu afa Heiðdísar sem lést fyrir ári síðan. „Við pabbi höfum verið föst úti í bílskúr síðustu daga að slípa, pússa og lakka en þetta er smá handavinna," segir hönnunarneminn Heiðdís Inga Hilmarsdóttir sem hefur hannað herðatré í laginu eins og yfirvaraskegg. Herðatréð nefnist Herra Tré og er hannað með Mottumars í huga en allur ágóðinn af sölunni rennur beint til Krabbameinsfélagsins. Það er svart að lit með gylltum krók en þetta er fyrsta verkefni Heiðdísar sem hannar undir merkinu Hind. Heiðdís segir hugmyndina hafa skotið upp kollinum fyrir ári síðan er afi hennar, Þórir Þórðarson, lést eftir erfið veikindi. „Herðatrén eru gerð í hans minningu. Þegar hann dó var ég stödd í heimsreisu og náði því ekki að kveðja almennilega. Mig langaði að koma beint heim þegar hann dó en ég veit hann hefði viljað að ég héldi ferðalaginu áfram. Herra Tré er því honum til heiðurs enda var hann mér mjög kær og góður vinur." Heiðdís var tilbúin með prufueintak af herðatrénu í haust og hóf þá ferlið. „Ég teiknaði það upp og Krabbameinsfélagið tók strax mjög vel í hugmyndina. Slippurinn á Akureyri sér um að skera tréð út fyrir mig en ég pússa það til, lakka og skrúfa. Ég er svo heppin að pabbi hefur verið að aðstoða mig upp á síðkastið." Heiðdís stundar nám á hönnunarbraut í Tækniskólanum og segir ferlið í kringum framleiðsluna hafi verið lærdómsríkt fyrir sig. „Þetta er búið að vera mikil reynsla og ómetanlegt á ferilskrána. Margt sem þarf að huga að þegar kemur að framleiðsluhlutanum," segir Heiðdís, sem stefnir á áframhaldandi hönnunarnám hérlendis eða erlendis næsta haust. Herra Tré fer í sölu þann 1. mars næstkomandi og fæst í Hrími hönnunarhúsi á Laugaveginum. Þau kosta 5.000 krónur stykkið en þegar hafa fjölmargir vinir og vandamenn lagt inn pöntun hjá Heiðdísi. „Ég geri mér enga grein fyrir hver viðbrögðin verða og lét gera 50 stykki til að byrja með. Svo hef ég hannað brúnar öskjur sem hvert herðatré kemur í. Miðað við þær pantanir sem ég hef fengið nú þegar þarf ég líklega að gera fleiri fljótlega." Hægt er að finna frekari upplýsingar um Herra Tré á Facebook undir slóðinni Hindisleg.
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira