Í myrkvuðu herbergi í marga daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2013 07:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir var ein af fjórum bestu markvörðum sænsku deildarinnar á síðasta tímabili. Mynd/Nordic Photos/Getty Algarve-mótið skiptir landsliðsmarkvörðinn Guðbjörgu Gunnarsdóttur miklu máli enda hennar aðalvettvangur til að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfaranum. Guðbjörg hefur verið með undanfarin sex ár og spilað þrettán af 21 landsleik sínum í Algarve-bikarnum. Nú er hins vegar ekki öruggt að hún geti verið með í næsta mánuði eftir að hún veiktist skyndilega í byrjun síðustu viku. „Ég er búin að vera á sjúkrahúsi síðan að ég veiktist á miðvikudaginn í síðustu viku. Ég er búin að vera ælandi í myrkvuðu herbergi síðustu daga," segir Guðbjörg sem fékk loksins að vita meira í gær. „Ég fór í alls konar rannsóknir á miðvikudaginn og það komu niðurstöður í dag. Það er einhver sýking í heilanum á mér. Þetta er einhver veira sem læknast af sjálfu sér og ég mátti því fara heim. Ég á að taka því rólega," segir Guðbjörg. „Ég er öll að hressast og það stefnir í það að ég fari með. Ég þarf líka að tala við félagsþjálfara minn um hvort þeir hreinlega leyfi mér að fara. Ég vona innilega að ég verði orðin frísk því það er líka ósanngjarnt gagnvart landsliðsþjálfaranum ef ég mæti og er ógeðslega slöpp. Þá er ég líka að skemma fyrir. Ég vil ekki mæta og vera eins og einhver sjúklingur," segir Guðbjörg en það er líka erfitt að sjá eina alvöru tækifæri sitt renna út í sandinn. „Það yrði mjög svekkjandi ef ég myndi missa af þessu því þetta er eina ferðin þar sem ég fæ almennilegt tækifæri til að sýna mig. Ég fæ aldrei tækifæri í þessum stuttu ferðum þar sem við hittumst tveimur dögum fyrir leik. Þetta er eina ferðin þar sem maður fær æfingar og svo fæ ég yfirleitt tvo leiki þótt það hafi ekki verið svoleiðis í fyrra," segir Guðbjörg en hún er farin að spila með norska úrvalsdeildarliðinu Avaldsnes eftir fjögur flott tímabil í Svíþjóð.Finnst ég eiga meira skilið „Það skipti engu máli hvort ég ætti frábæra leiki með Djurgården eða glataða því það hafði ekki mikil áhrif á veru mína í landsliðinu. Ég veit sjálf að ég átti frábært tímabil á síðasta ári og mér finnst ég eiga miklu meira skilið. Það er svekkjandi að hann sér mig spila svo lítið," segir Guðbjörg. Hún hefur verið í kringum landsliðið frá 2004 er samt aðeins búin að spila 21 landsleik og hefur setið á bekknum í 29 leikjum frá og með árinu 2009. „Ég get alveg viðurkennt það að ég hef verið nokkrum sinnum nálægt því að hætta í landsliðinu. Ég er náttúrulega keppnismanneskja og þetta er ekki auðvelt. Á endanum hlýt ég að uppskera því ég finn sjálf hvað ég er orðin miklu betri leikmaður en þegar ég kom fyrst út. Hann hlýtur að sjá það," segir Guðbjörg, en stærsta málið í dag er samt að hún verði nógu heilsuhraust til að fara með til Portúgals í byrjun næsta mánaðar.Orðin miklu hressari „Ég verð að vera skynsöm og gera enga vitleysu. Þetta er heilinn í mér og ég er með einhvern vírus. Ég er orðin miklu hressari og býst við því að þetta verði í lagi. Ég tek enga óþarfa áhættu því það er mjög mikið fram undan og ég ætla ekki að gera neitt heimskulegt," sagði Guðbjörg að lokum. Það er hægt að sjá allan landsliðshópinn inni á Vísir.is. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Algarve-mótið skiptir landsliðsmarkvörðinn Guðbjörgu Gunnarsdóttur miklu máli enda hennar aðalvettvangur til að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfaranum. Guðbjörg hefur verið með undanfarin sex ár og spilað þrettán af 21 landsleik sínum í Algarve-bikarnum. Nú er hins vegar ekki öruggt að hún geti verið með í næsta mánuði eftir að hún veiktist skyndilega í byrjun síðustu viku. „Ég er búin að vera á sjúkrahúsi síðan að ég veiktist á miðvikudaginn í síðustu viku. Ég er búin að vera ælandi í myrkvuðu herbergi síðustu daga," segir Guðbjörg sem fékk loksins að vita meira í gær. „Ég fór í alls konar rannsóknir á miðvikudaginn og það komu niðurstöður í dag. Það er einhver sýking í heilanum á mér. Þetta er einhver veira sem læknast af sjálfu sér og ég mátti því fara heim. Ég á að taka því rólega," segir Guðbjörg. „Ég er öll að hressast og það stefnir í það að ég fari með. Ég þarf líka að tala við félagsþjálfara minn um hvort þeir hreinlega leyfi mér að fara. Ég vona innilega að ég verði orðin frísk því það er líka ósanngjarnt gagnvart landsliðsþjálfaranum ef ég mæti og er ógeðslega slöpp. Þá er ég líka að skemma fyrir. Ég vil ekki mæta og vera eins og einhver sjúklingur," segir Guðbjörg en það er líka erfitt að sjá eina alvöru tækifæri sitt renna út í sandinn. „Það yrði mjög svekkjandi ef ég myndi missa af þessu því þetta er eina ferðin þar sem ég fæ almennilegt tækifæri til að sýna mig. Ég fæ aldrei tækifæri í þessum stuttu ferðum þar sem við hittumst tveimur dögum fyrir leik. Þetta er eina ferðin þar sem maður fær æfingar og svo fæ ég yfirleitt tvo leiki þótt það hafi ekki verið svoleiðis í fyrra," segir Guðbjörg en hún er farin að spila með norska úrvalsdeildarliðinu Avaldsnes eftir fjögur flott tímabil í Svíþjóð.Finnst ég eiga meira skilið „Það skipti engu máli hvort ég ætti frábæra leiki með Djurgården eða glataða því það hafði ekki mikil áhrif á veru mína í landsliðinu. Ég veit sjálf að ég átti frábært tímabil á síðasta ári og mér finnst ég eiga miklu meira skilið. Það er svekkjandi að hann sér mig spila svo lítið," segir Guðbjörg. Hún hefur verið í kringum landsliðið frá 2004 er samt aðeins búin að spila 21 landsleik og hefur setið á bekknum í 29 leikjum frá og með árinu 2009. „Ég get alveg viðurkennt það að ég hef verið nokkrum sinnum nálægt því að hætta í landsliðinu. Ég er náttúrulega keppnismanneskja og þetta er ekki auðvelt. Á endanum hlýt ég að uppskera því ég finn sjálf hvað ég er orðin miklu betri leikmaður en þegar ég kom fyrst út. Hann hlýtur að sjá það," segir Guðbjörg, en stærsta málið í dag er samt að hún verði nógu heilsuhraust til að fara með til Portúgals í byrjun næsta mánaðar.Orðin miklu hressari „Ég verð að vera skynsöm og gera enga vitleysu. Þetta er heilinn í mér og ég er með einhvern vírus. Ég er orðin miklu hressari og býst við því að þetta verði í lagi. Ég tek enga óþarfa áhættu því það er mjög mikið fram undan og ég ætla ekki að gera neitt heimskulegt," sagði Guðbjörg að lokum. Það er hægt að sjá allan landsliðshópinn inni á Vísir.is.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira