Fer Landsnet að eigin tillögum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Nefnd um lagningu raflína í jörð hefur skilað skýrslu sinni með nokkrum megintillögum sem nefndarfólk var einhuga um, auk sértillagna nokkurra nefndarmanna. Í fréttum Ríkisútvarpsins var því slegið upp að engin niðurstaða hefði náðst hjá nefndinni. Það er ekki rétt, og ráðherra er í lófa lagið að vinna hratt og örugglega úr þeim tillögum sem þarna koma fram. Einnig er hér bent á ítarlegar tillögur Landverndar og fulltrúa landeigenda í viðauka við skýrslu nefndarinnar. Ein sameiginleg tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir að nú þegar verði ákveðin viðmið og grundvallarreglur höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Í þessu felst að á ákveðnum svæðum skal flutningsfyrirtæki ávallt bera saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarðstrengur sé umtalsvert dýrari en loftlína. Þessi svæði eru m.a. náttúruverndarsvæði og svæði sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, við flugvelli þar sem sýnt er að loftlína getur haft áhrif á flugöryggi og svæði þar sem veðurálag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Þá leggur nefndin til að leggja skuli jarðstrengi svo sem kostur er meðfram núliggjandi vegum. Fulltrúi Landsnets stóð að þessari tillögu og því ekkert eðlilegra en að fyrirtækið fari nú þegar að vinna eftir henni. Sveitarstjórnir á svæðum þar sem framkvæmdir eru komnar á leyfisveitingastig, t.d. við Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3, geta einnig litið til þessara viðmiða og grundvallarreglna við ákvarðanatöku sína. Í ljósi niðurstöðu nefndarinnar, sem Landsnet stóð að, ætti fyrirtækið að vera fylgjandi því að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagnvart jarðstrengslögn á slíkum viðmiðunarsvæðum á línuleið þessara tveggja lína, m.a. á náttúruverndarsvæðum, við flugvelli og þar sem veðurálag er mikið. Krafa Landsnets um eignarnám á landi við fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 á Reykjanesskaga vekur því óneitanlega ugg í brjósti, sama dag og tillögur nefndarinnar eru gerðar opinberar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Suðurnesjalína 2 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Nefnd um lagningu raflína í jörð hefur skilað skýrslu sinni með nokkrum megintillögum sem nefndarfólk var einhuga um, auk sértillagna nokkurra nefndarmanna. Í fréttum Ríkisútvarpsins var því slegið upp að engin niðurstaða hefði náðst hjá nefndinni. Það er ekki rétt, og ráðherra er í lófa lagið að vinna hratt og örugglega úr þeim tillögum sem þarna koma fram. Einnig er hér bent á ítarlegar tillögur Landverndar og fulltrúa landeigenda í viðauka við skýrslu nefndarinnar. Ein sameiginleg tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir að nú þegar verði ákveðin viðmið og grundvallarreglur höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Í þessu felst að á ákveðnum svæðum skal flutningsfyrirtæki ávallt bera saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarðstrengur sé umtalsvert dýrari en loftlína. Þessi svæði eru m.a. náttúruverndarsvæði og svæði sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, við flugvelli þar sem sýnt er að loftlína getur haft áhrif á flugöryggi og svæði þar sem veðurálag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Þá leggur nefndin til að leggja skuli jarðstrengi svo sem kostur er meðfram núliggjandi vegum. Fulltrúi Landsnets stóð að þessari tillögu og því ekkert eðlilegra en að fyrirtækið fari nú þegar að vinna eftir henni. Sveitarstjórnir á svæðum þar sem framkvæmdir eru komnar á leyfisveitingastig, t.d. við Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3, geta einnig litið til þessara viðmiða og grundvallarreglna við ákvarðanatöku sína. Í ljósi niðurstöðu nefndarinnar, sem Landsnet stóð að, ætti fyrirtækið að vera fylgjandi því að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagnvart jarðstrengslögn á slíkum viðmiðunarsvæðum á línuleið þessara tveggja lína, m.a. á náttúruverndarsvæðum, við flugvelli og þar sem veðurálag er mikið. Krafa Landsnets um eignarnám á landi við fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 á Reykjanesskaga vekur því óneitanlega ugg í brjósti, sama dag og tillögur nefndarinnar eru gerðar opinberar.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar