Skapandi stofnanir Katrín Júlíusdóttir skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Íslensk stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum síðastliðin ár að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu. Öflug nýsköpun er forsenda þess að við getum byggt hér upp sterkt, kraftmikið og gott samfélag. Ísland 2020 stefna stjórnvalda um sókn fyrir atvinnulíf og samfélag leggur áherslu á að nýsköpun sé ómissandi grunnur fyrir framþróun atvinnulífsins. Á síðasta ári var sett fram fjárfestingaráætlun 2013-2015. Í henni er að finna metnaðarfull markmið þessarar ríkisstjórnar til að styðja enn frekar við nýsköpun. Má hér nefna aukin framlög í tækniþróunarsjóð, grænar fjárfestingar, vistvæn innkaup og verkefnasjóð fyrir skapandi greinar. Einn viðamikill geiri gleymist oft þegar rætt er um mikilvægi nýsköpunar fyrir samfélagið en það er opinberi geirinn. Ríki og sveitarfélög gegna veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu en hjá þeim starfa þúsundir háskólamenntaðra einstaklinga við ýmis konar störf. Sífellt þarf að bæta og efla þjónustu, verklag og aðferðir í takt við kröfur og þarfir samfélagsins á hverjum tíma. Það krefst hugvits og samstarfs við viðskiptavini og skjólstæðinga sem leiðir ósjaldan til nýsköpunar. Ár hvert kaupa ríki og sveitarfélög vörur, þjónustu, tæki og fleira fyrir yfir 100 milljarða króna. Stór hluti þess fjár rennur til þróunar og nýsköpunar.90% stunda nýsköpun Við höfum þurft að sýna aðhald í rekstri hins opinbera. Engu að síður er markmiðið að veita sífellt meiri og betri þjónustu. Við slíkar aðstæður verður aukin þörf fyrir nýsköpun á sem flestum sviðum. Íslenskar stofnanir og sveitarfélög hafa mætt þessum erfiðu aðstæðum með nýjum lausnum. Rannsóknir styðja það en árið 2010 var gerð norræn rannsókn á þessu viðfangsefni þar sem fram kom að um 90% opinberra stofnana á Íslandi stunda nýsköpun af einhverju tagi, sem er ívið hærra hlutfall en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þá vekur athygli niðurstaða könnunar á viðhorfum forstöðumanna ríkisstofnana árið 2011, sem sýndi að 64% forstöðumanna telja sérstaklega mikilvægt að öðlast meiri færni í aðferðum til nýsköpunar í opinberum rekstri.Verkefni varð útflutningsvöru Í október síðastliðnum voru nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu veitt í annað sinn. Yfir 60 verkefni stofnana og sveitarfélaga voru tilnefnd til verðlaunanna en árið 2011 voru þau 40 talsins. Tilgangurinn með þessum verðlaunum er að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að frekari nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Þessi fjöldi tilnefninga segir okkur að mikil gróska er í starfi hins opinbera þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagslífinu síðastliðin ár. Mörg íslensk verkefni sem þróuð voru hér á landi í samstarfi við viðskiptavini, einkaaðila og fleiri hafa orðið að útflutningsvöru og fyrirmynd erlendis. Gott dæmi um slíkt er Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem hlaut nýsköpunarverðlaunin árið 2012 fyrir verkefnið SignWiki. Það verkefni hefur þegar vakið athygli erlendis og er orðið útflutningsvara. Við reiðum okkur öll á þjónustu hins opinbera, hvort sem það eru menntastofnanir, heilbrigðisstofnanir eða önnur starfsemi. Mikilvægt er að þjónustan standist nútímakröfur og því þarf öflugt og áhugasamt fólk til að starfa hjá hinu opinbera. Það er mikill metnaður innan hins opinbera til að gera betur og því mikilvægt að skapa þannig umhverfi að stofnanir og sveitarfélög geti tekið næstu skref með nýsköpun að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum síðastliðin ár að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu. Öflug nýsköpun er forsenda þess að við getum byggt hér upp sterkt, kraftmikið og gott samfélag. Ísland 2020 stefna stjórnvalda um sókn fyrir atvinnulíf og samfélag leggur áherslu á að nýsköpun sé ómissandi grunnur fyrir framþróun atvinnulífsins. Á síðasta ári var sett fram fjárfestingaráætlun 2013-2015. Í henni er að finna metnaðarfull markmið þessarar ríkisstjórnar til að styðja enn frekar við nýsköpun. Má hér nefna aukin framlög í tækniþróunarsjóð, grænar fjárfestingar, vistvæn innkaup og verkefnasjóð fyrir skapandi greinar. Einn viðamikill geiri gleymist oft þegar rætt er um mikilvægi nýsköpunar fyrir samfélagið en það er opinberi geirinn. Ríki og sveitarfélög gegna veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu en hjá þeim starfa þúsundir háskólamenntaðra einstaklinga við ýmis konar störf. Sífellt þarf að bæta og efla þjónustu, verklag og aðferðir í takt við kröfur og þarfir samfélagsins á hverjum tíma. Það krefst hugvits og samstarfs við viðskiptavini og skjólstæðinga sem leiðir ósjaldan til nýsköpunar. Ár hvert kaupa ríki og sveitarfélög vörur, þjónustu, tæki og fleira fyrir yfir 100 milljarða króna. Stór hluti þess fjár rennur til þróunar og nýsköpunar.90% stunda nýsköpun Við höfum þurft að sýna aðhald í rekstri hins opinbera. Engu að síður er markmiðið að veita sífellt meiri og betri þjónustu. Við slíkar aðstæður verður aukin þörf fyrir nýsköpun á sem flestum sviðum. Íslenskar stofnanir og sveitarfélög hafa mætt þessum erfiðu aðstæðum með nýjum lausnum. Rannsóknir styðja það en árið 2010 var gerð norræn rannsókn á þessu viðfangsefni þar sem fram kom að um 90% opinberra stofnana á Íslandi stunda nýsköpun af einhverju tagi, sem er ívið hærra hlutfall en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þá vekur athygli niðurstaða könnunar á viðhorfum forstöðumanna ríkisstofnana árið 2011, sem sýndi að 64% forstöðumanna telja sérstaklega mikilvægt að öðlast meiri færni í aðferðum til nýsköpunar í opinberum rekstri.Verkefni varð útflutningsvöru Í október síðastliðnum voru nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu veitt í annað sinn. Yfir 60 verkefni stofnana og sveitarfélaga voru tilnefnd til verðlaunanna en árið 2011 voru þau 40 talsins. Tilgangurinn með þessum verðlaunum er að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að frekari nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Þessi fjöldi tilnefninga segir okkur að mikil gróska er í starfi hins opinbera þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagslífinu síðastliðin ár. Mörg íslensk verkefni sem þróuð voru hér á landi í samstarfi við viðskiptavini, einkaaðila og fleiri hafa orðið að útflutningsvöru og fyrirmynd erlendis. Gott dæmi um slíkt er Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem hlaut nýsköpunarverðlaunin árið 2012 fyrir verkefnið SignWiki. Það verkefni hefur þegar vakið athygli erlendis og er orðið útflutningsvara. Við reiðum okkur öll á þjónustu hins opinbera, hvort sem það eru menntastofnanir, heilbrigðisstofnanir eða önnur starfsemi. Mikilvægt er að þjónustan standist nútímakröfur og því þarf öflugt og áhugasamt fólk til að starfa hjá hinu opinbera. Það er mikill metnaður innan hins opinbera til að gera betur og því mikilvægt að skapa þannig umhverfi að stofnanir og sveitarfélög geti tekið næstu skref með nýsköpun að leiðarljósi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun