Tilbury tekur upp nýja plötu 18. febrúar 2013 08:00 Hljómsveitin Tilbury fór í hljóðver um síðustu helgi og tók upp helminginn af nýrri plötu, sem er væntanleg í október. Innan við ár er liðið síðan fyrsta plata Tilbury, Exorcise, kom út. Hún fékk góð viðbrögð og lenti ofarlega á mörgum árslistum. Aðspurður segist forsprakkinn Þormóður Dagsson eiga nóg af lögum í pokahorninu. "Þetta safnaðist upp áður en síðasta plata kom út. Ég var kominn með fínan lager,“ segir hann. Nýja platan hefur að geyma eldri lög sem fóru ekki á þá fyrri og nýtt efni sem hefur orðið til eftir að hljómsveitin byrjaði að fylgja eftir síðustu plötu. Hann viðurkennir að góðu dómarnir sem síðasta plata fékk hafi hvatt þá til dáða. "Algjörlega. Við vinnum líka ágætlega saman og okkur langaði til að halda því áfram og prófa að vinna þetta alveg frá grunni saman.“ Aðrir meðlimir Tilbury eru Örn Eldjárn gítarleikari, Kristinn Evertsson á hljóðgervla, Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Seinni helmingur plötunnar verður tekinn upp í maí vegna þess að Þormóður verður fram að því staddur erlendis að ljúka við lokaverkefni sitt úr háskólanum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Drama af síðustu plötu Tilbury. Tónlist Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin Tilbury fór í hljóðver um síðustu helgi og tók upp helminginn af nýrri plötu, sem er væntanleg í október. Innan við ár er liðið síðan fyrsta plata Tilbury, Exorcise, kom út. Hún fékk góð viðbrögð og lenti ofarlega á mörgum árslistum. Aðspurður segist forsprakkinn Þormóður Dagsson eiga nóg af lögum í pokahorninu. "Þetta safnaðist upp áður en síðasta plata kom út. Ég var kominn með fínan lager,“ segir hann. Nýja platan hefur að geyma eldri lög sem fóru ekki á þá fyrri og nýtt efni sem hefur orðið til eftir að hljómsveitin byrjaði að fylgja eftir síðustu plötu. Hann viðurkennir að góðu dómarnir sem síðasta plata fékk hafi hvatt þá til dáða. "Algjörlega. Við vinnum líka ágætlega saman og okkur langaði til að halda því áfram og prófa að vinna þetta alveg frá grunni saman.“ Aðrir meðlimir Tilbury eru Örn Eldjárn gítarleikari, Kristinn Evertsson á hljóðgervla, Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Seinni helmingur plötunnar verður tekinn upp í maí vegna þess að Þormóður verður fram að því staddur erlendis að ljúka við lokaverkefni sitt úr háskólanum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Drama af síðustu plötu Tilbury.
Tónlist Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira