Vongóð um að fá fulla sjón Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2013 09:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir mun beita sér á hliðarlínunni í leikjum Vals í vetur. Mynd/Stefán Í vikunni bárust fregnir af því að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður með Val og íslenska landsliðinu, bæri barn undir belti og myndi því ekki spila meira á yfirstandandi tímabili. Þegar þetta var gert opinbert var Anna Úrsúla nýbúin að slasast á auga á æfingu hjá Val en um tíma var óttast að hún myndi missa hluta sjónarinnar á vinstra auga. „Það var versta mögulega niðurstaðan en það er stutt síðan þetta gerðist og ég er enn að jafna mig," sagði Anna Úrsúla við Fréttablaðið. „Ég er enn með smá ský yfir auganu en læknarnir segja að þetta eigi að jafna sig með tímanum, þó þeir geti ekki lofað því. Ég hef þó fulla trú á að þetta muni ganga til baka og hef ekki of miklar áhyggjur af þessu." Anna fékk fingur samherja í augað á æfingu. Við það rifnaði hornhimna auk þess sem blæddi inn á augnbotninn. Hún segist ætla að vera Valsliðinu innan handar áfram í vetur, þó svo að hún geti ekki spilað með því. „Ég mun mæta á leiki og pirra þær aðeins," sagði hún og hló. „Það er búið að setja mig í hlutverk liðsstjóra en ég held að það þýði bara að ég eigi að láta eins og öskurapi í hliðarlínunni. Við Rebekka munum skipta þessu á milli okkar," sagði Anna en fyrr á tímabilinu var greint frá óléttu Rebekku Rutar Skúladóttur, sem einnig leikur með Val. „Það er gott að geta hjálpað til á þennan hátt enda þarf stundum að kveikja í leikmönnum. Þetta verður gaman," sagði Anna og kvaðst stíga sátt til hliðar nú. „Ég mun sakna þess að vera ekki á æfingum með stelpunum en ég er búin að vera í þessu svo lengi að það gæti verið gott fyrir mig að taka mér smá frí. Nú tekur við nýr kafli í mínu lífi og ég ætla að njóta þess." Anna segist ekki hafa ákveðið hvort hún snúi aftur á handboltavöllinn á næsta tímabili. „Þetta er enn nokkuð nýtt fyrir mér og ég hef ekkert velt því fyrir mér. Ég ætla fyrst og fremst að einbeita mér að þessu verkefni." Valur hefur þegar fyllt í skarð Önnu Úrsúlu en félagið samdi við Sonata Viunajte frá Litháen í síðasta mánuði. Olís-deild kvenna Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Í vikunni bárust fregnir af því að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður með Val og íslenska landsliðinu, bæri barn undir belti og myndi því ekki spila meira á yfirstandandi tímabili. Þegar þetta var gert opinbert var Anna Úrsúla nýbúin að slasast á auga á æfingu hjá Val en um tíma var óttast að hún myndi missa hluta sjónarinnar á vinstra auga. „Það var versta mögulega niðurstaðan en það er stutt síðan þetta gerðist og ég er enn að jafna mig," sagði Anna Úrsúla við Fréttablaðið. „Ég er enn með smá ský yfir auganu en læknarnir segja að þetta eigi að jafna sig með tímanum, þó þeir geti ekki lofað því. Ég hef þó fulla trú á að þetta muni ganga til baka og hef ekki of miklar áhyggjur af þessu." Anna fékk fingur samherja í augað á æfingu. Við það rifnaði hornhimna auk þess sem blæddi inn á augnbotninn. Hún segist ætla að vera Valsliðinu innan handar áfram í vetur, þó svo að hún geti ekki spilað með því. „Ég mun mæta á leiki og pirra þær aðeins," sagði hún og hló. „Það er búið að setja mig í hlutverk liðsstjóra en ég held að það þýði bara að ég eigi að láta eins og öskurapi í hliðarlínunni. Við Rebekka munum skipta þessu á milli okkar," sagði Anna en fyrr á tímabilinu var greint frá óléttu Rebekku Rutar Skúladóttur, sem einnig leikur með Val. „Það er gott að geta hjálpað til á þennan hátt enda þarf stundum að kveikja í leikmönnum. Þetta verður gaman," sagði Anna og kvaðst stíga sátt til hliðar nú. „Ég mun sakna þess að vera ekki á æfingum með stelpunum en ég er búin að vera í þessu svo lengi að það gæti verið gott fyrir mig að taka mér smá frí. Nú tekur við nýr kafli í mínu lífi og ég ætla að njóta þess." Anna segist ekki hafa ákveðið hvort hún snúi aftur á handboltavöllinn á næsta tímabili. „Þetta er enn nokkuð nýtt fyrir mér og ég hef ekkert velt því fyrir mér. Ég ætla fyrst og fremst að einbeita mér að þessu verkefni." Valur hefur þegar fyllt í skarð Önnu Úrsúlu en félagið samdi við Sonata Viunajte frá Litháen í síðasta mánuði.
Olís-deild kvenna Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira