Óskilgreind fegurð Freyr Bjarnason skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Fimmtánda hljóðversplata Nick Cave & the Bad Seeds, Push the Sky Away, kemur út 18. febrúar. Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar án stofnmeðlimsins Micks Harvey, sem sagði skilið við Cave og félaga fyrir þremur árum. Þar með er forsprakkinn Nick Cave orðinn eini upphaflegi meðlimur The Bad Seeds sem er enn í bandinu en á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá stofnun þess. Eftir að hafa fylgt eftir síðustu plötu, Dig Lazarus, Dig!!! sem kom út 2008, lagðist hljómsveitin í híði á meðan Cave sneri sér að öðrum hugðarefnum. Önnur plata hliðarsveitar hans, Grinderman, kom út 2010 og í fyrra kom út glæpamyndin Lawless sem Cave samdi handritið að og bjó einnig til tónlistina við í samstarfi við Warren Ellis, félaga sinn úr The Bad Seeds og Grinderman. Push the Sky Away þykir rólegri og hlýlegri en Dig Lazarus, Dig!!! en á þeirri plötu var rokkið áberandi. Smáskífulögin tvö, We No Who U R og Jubilee Street bera vott um það og minna á plöturnar Boatman's Call og No More Shall We Part. Upptökur fóru fram í hljóðverinu La Fabrique á gömlum herragarði í suðurhluta Frakklands og annaðist Nick Launay, sem hefur unnið með Cave í mörg ár, upptökustjórn. "Ég mæti inn í hljóðverið með slatta af ómótuðum hugmyndum. Það eru The Bad Seeds sem breyta þeim í eitthvað töfrandi," sagði hinn 55 ára Cave, sem segir nýju plötuna hafa yfir óskilgreindri fegurð að ráða. "Við erum búnir að gera einhverjar fimmtán plötur og við ættum eiginlega ekki að vera að gera áhugaverðar eða merkilegar plötur svona seint á ferlinum. Þess vegna erum við frekar stoltir," sagði hann við tímaritið Uncut. Push the Sky Away kemur út í viðhafnarútgáfu, meðfram hinum hefðbundnu, eða í harðspjaldabók með 32 blaðsíðum með handskrifuðum textum og myndum. Mynddiskur fylgir einnig útgáfunni með myndefni frá listamönnunum Iain Forysth og Jane Pollard. Nick Cave & the Bad Seeds ætla að fylgja Push the Sky Away eftir á heldur óhefðbundinn hátt. Auk þess að fara í tónleikaferð um heiminn spilar sveitin á fjórum tónleikum í fjórum mismunandi borgum, London, París, Berlín og Los Angeles, dagana 10. til 18. febrúar. Á hverjum tónleikum spilar sveitin ásamt strengjasveit og kór, auk þess sem sýnd verður stuttmynd um gerð plötunnar. Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fimmtánda hljóðversplata Nick Cave & the Bad Seeds, Push the Sky Away, kemur út 18. febrúar. Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar án stofnmeðlimsins Micks Harvey, sem sagði skilið við Cave og félaga fyrir þremur árum. Þar með er forsprakkinn Nick Cave orðinn eini upphaflegi meðlimur The Bad Seeds sem er enn í bandinu en á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá stofnun þess. Eftir að hafa fylgt eftir síðustu plötu, Dig Lazarus, Dig!!! sem kom út 2008, lagðist hljómsveitin í híði á meðan Cave sneri sér að öðrum hugðarefnum. Önnur plata hliðarsveitar hans, Grinderman, kom út 2010 og í fyrra kom út glæpamyndin Lawless sem Cave samdi handritið að og bjó einnig til tónlistina við í samstarfi við Warren Ellis, félaga sinn úr The Bad Seeds og Grinderman. Push the Sky Away þykir rólegri og hlýlegri en Dig Lazarus, Dig!!! en á þeirri plötu var rokkið áberandi. Smáskífulögin tvö, We No Who U R og Jubilee Street bera vott um það og minna á plöturnar Boatman's Call og No More Shall We Part. Upptökur fóru fram í hljóðverinu La Fabrique á gömlum herragarði í suðurhluta Frakklands og annaðist Nick Launay, sem hefur unnið með Cave í mörg ár, upptökustjórn. "Ég mæti inn í hljóðverið með slatta af ómótuðum hugmyndum. Það eru The Bad Seeds sem breyta þeim í eitthvað töfrandi," sagði hinn 55 ára Cave, sem segir nýju plötuna hafa yfir óskilgreindri fegurð að ráða. "Við erum búnir að gera einhverjar fimmtán plötur og við ættum eiginlega ekki að vera að gera áhugaverðar eða merkilegar plötur svona seint á ferlinum. Þess vegna erum við frekar stoltir," sagði hann við tímaritið Uncut. Push the Sky Away kemur út í viðhafnarútgáfu, meðfram hinum hefðbundnu, eða í harðspjaldabók með 32 blaðsíðum með handskrifuðum textum og myndum. Mynddiskur fylgir einnig útgáfunni með myndefni frá listamönnunum Iain Forysth og Jane Pollard. Nick Cave & the Bad Seeds ætla að fylgja Push the Sky Away eftir á heldur óhefðbundinn hátt. Auk þess að fara í tónleikaferð um heiminn spilar sveitin á fjórum tónleikum í fjórum mismunandi borgum, London, París, Berlín og Los Angeles, dagana 10. til 18. febrúar. Á hverjum tónleikum spilar sveitin ásamt strengjasveit og kór, auk þess sem sýnd verður stuttmynd um gerð plötunnar.
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp