Tónlistarmaðurinn Morrissey hefur aflýst tveimur tónleikum sínum vegna veikinda. Morrissey átti að koma fram á tónleikum í Las Vegas hinn 9. febrúar og í Phoenix kvöldið eftir.
Talsmaður söngvarans sagði hann vera með blæðandi magasár og frumubreytingar í vélinda og að hann þyrfti að gangast undir aðgerðir vegna þessa. „Morrissey þakkar aðdáendum sínum fyrir heillaóskirnar og vonast til að ná heilsu sem fyrst,“ sagði talsmaðurinn.
Morrissey sló í gegn með hljómsveitinni The Smiths á níunda áratug síðustu aldar.
Morrissey aflýsir tónleikum
