Aníta: Stefni á bætingu í Gautaborg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2013 06:00 Aníta Hinriksdóttir hefur bætt sig mikið á stuttum tíma. Mynd/ÓskarÓ Anítu Hinriksdóttur virðast fá takmörk sett þessa dagana en um helgina setti hún nýtt Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss þegar hún hljóp á 2:03,27 mínútum á Meistaramóti Íslands fyrir 15-22 ára um helgina. Gamla metið setti hún á Reykjavíkurleikunum tveimur vikum áður en bætingin er upp á rúma eina og hálfa sekúndu. Metið er rétt við Íslandsmet Anítu í 800 m hlaupi utanhúss, 2:03,15 mínútur, sem hún setti á HM unglinga í Barcelona í sumar. „Mér hefur gengið mjög vel að undanförnu," sagði Aníta hógvær í samtali við Fréttablaðið. „Ég veit ekki af hverju það stafar. Ég ætlaði mér fyrst og fremst fyrir þetta hlaup að hlaupa á jafnari millitímum heldur en síðast. Þá var ég orðin mjög þreytt á síðasta hringnum en núna átti ég aðeins meira inni. Ég var mjög kát með þennan tíma," bætti hún við. Árangurinn er ekki síst athyglisverður í ljósi þess að Aníta er aðeins sextán ára gömul. Hún undirbýr sig nú af kappi undir EM fullorðinna í Gautaborg í mars. Þangað til eru tvö mót á dagskrá hér á landi. „Meistaramót Íslands er um næstu helgi og svo bikarmót helgina eftir. Það er því nóg að gera og ég held að það sé fínn undirbúningur fyrir mig," sagði hún. Aníta keppti í flokki 16-17 ára og fékk litla samkeppni, eins og gefur að skilja, þó svo að fleiri hafi verið í hennar flokki. „Ég held að ég eigi örlítið meira inni með samkeppni og ég stefni á að bæta mig aftur í Gautaborg." Aníta á spennandi ár í vændum en meðal annars keppir hún á HM 17 ára og yngri í sumar. Síðastliðið sumar varð hún fjórða sæti í 800 m hlaupi á HM 19 ára og yngri. Frjálsar íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Anítu Hinriksdóttur virðast fá takmörk sett þessa dagana en um helgina setti hún nýtt Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss þegar hún hljóp á 2:03,27 mínútum á Meistaramóti Íslands fyrir 15-22 ára um helgina. Gamla metið setti hún á Reykjavíkurleikunum tveimur vikum áður en bætingin er upp á rúma eina og hálfa sekúndu. Metið er rétt við Íslandsmet Anítu í 800 m hlaupi utanhúss, 2:03,15 mínútur, sem hún setti á HM unglinga í Barcelona í sumar. „Mér hefur gengið mjög vel að undanförnu," sagði Aníta hógvær í samtali við Fréttablaðið. „Ég veit ekki af hverju það stafar. Ég ætlaði mér fyrst og fremst fyrir þetta hlaup að hlaupa á jafnari millitímum heldur en síðast. Þá var ég orðin mjög þreytt á síðasta hringnum en núna átti ég aðeins meira inni. Ég var mjög kát með þennan tíma," bætti hún við. Árangurinn er ekki síst athyglisverður í ljósi þess að Aníta er aðeins sextán ára gömul. Hún undirbýr sig nú af kappi undir EM fullorðinna í Gautaborg í mars. Þangað til eru tvö mót á dagskrá hér á landi. „Meistaramót Íslands er um næstu helgi og svo bikarmót helgina eftir. Það er því nóg að gera og ég held að það sé fínn undirbúningur fyrir mig," sagði hún. Aníta keppti í flokki 16-17 ára og fékk litla samkeppni, eins og gefur að skilja, þó svo að fleiri hafi verið í hennar flokki. „Ég held að ég eigi örlítið meira inni með samkeppni og ég stefni á að bæta mig aftur í Gautaborg." Aníta á spennandi ár í vændum en meðal annars keppir hún á HM 17 ára og yngri í sumar. Síðastliðið sumar varð hún fjórða sæti í 800 m hlaupi á HM 19 ára og yngri.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira