Aníta: Stefni á bætingu í Gautaborg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2013 06:00 Aníta Hinriksdóttir hefur bætt sig mikið á stuttum tíma. Mynd/ÓskarÓ Anítu Hinriksdóttur virðast fá takmörk sett þessa dagana en um helgina setti hún nýtt Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss þegar hún hljóp á 2:03,27 mínútum á Meistaramóti Íslands fyrir 15-22 ára um helgina. Gamla metið setti hún á Reykjavíkurleikunum tveimur vikum áður en bætingin er upp á rúma eina og hálfa sekúndu. Metið er rétt við Íslandsmet Anítu í 800 m hlaupi utanhúss, 2:03,15 mínútur, sem hún setti á HM unglinga í Barcelona í sumar. „Mér hefur gengið mjög vel að undanförnu," sagði Aníta hógvær í samtali við Fréttablaðið. „Ég veit ekki af hverju það stafar. Ég ætlaði mér fyrst og fremst fyrir þetta hlaup að hlaupa á jafnari millitímum heldur en síðast. Þá var ég orðin mjög þreytt á síðasta hringnum en núna átti ég aðeins meira inni. Ég var mjög kát með þennan tíma," bætti hún við. Árangurinn er ekki síst athyglisverður í ljósi þess að Aníta er aðeins sextán ára gömul. Hún undirbýr sig nú af kappi undir EM fullorðinna í Gautaborg í mars. Þangað til eru tvö mót á dagskrá hér á landi. „Meistaramót Íslands er um næstu helgi og svo bikarmót helgina eftir. Það er því nóg að gera og ég held að það sé fínn undirbúningur fyrir mig," sagði hún. Aníta keppti í flokki 16-17 ára og fékk litla samkeppni, eins og gefur að skilja, þó svo að fleiri hafi verið í hennar flokki. „Ég held að ég eigi örlítið meira inni með samkeppni og ég stefni á að bæta mig aftur í Gautaborg." Aníta á spennandi ár í vændum en meðal annars keppir hún á HM 17 ára og yngri í sumar. Síðastliðið sumar varð hún fjórða sæti í 800 m hlaupi á HM 19 ára og yngri. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
Anítu Hinriksdóttur virðast fá takmörk sett þessa dagana en um helgina setti hún nýtt Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss þegar hún hljóp á 2:03,27 mínútum á Meistaramóti Íslands fyrir 15-22 ára um helgina. Gamla metið setti hún á Reykjavíkurleikunum tveimur vikum áður en bætingin er upp á rúma eina og hálfa sekúndu. Metið er rétt við Íslandsmet Anítu í 800 m hlaupi utanhúss, 2:03,15 mínútur, sem hún setti á HM unglinga í Barcelona í sumar. „Mér hefur gengið mjög vel að undanförnu," sagði Aníta hógvær í samtali við Fréttablaðið. „Ég veit ekki af hverju það stafar. Ég ætlaði mér fyrst og fremst fyrir þetta hlaup að hlaupa á jafnari millitímum heldur en síðast. Þá var ég orðin mjög þreytt á síðasta hringnum en núna átti ég aðeins meira inni. Ég var mjög kát með þennan tíma," bætti hún við. Árangurinn er ekki síst athyglisverður í ljósi þess að Aníta er aðeins sextán ára gömul. Hún undirbýr sig nú af kappi undir EM fullorðinna í Gautaborg í mars. Þangað til eru tvö mót á dagskrá hér á landi. „Meistaramót Íslands er um næstu helgi og svo bikarmót helgina eftir. Það er því nóg að gera og ég held að það sé fínn undirbúningur fyrir mig," sagði hún. Aníta keppti í flokki 16-17 ára og fékk litla samkeppni, eins og gefur að skilja, þó svo að fleiri hafi verið í hennar flokki. „Ég held að ég eigi örlítið meira inni með samkeppni og ég stefni á að bæta mig aftur í Gautaborg." Aníta á spennandi ár í vændum en meðal annars keppir hún á HM 17 ára og yngri í sumar. Síðastliðið sumar varð hún fjórða sæti í 800 m hlaupi á HM 19 ára og yngri.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira