Vandi sem er ekki til Ögmundur Jónasson skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri segir í leiðara Fréttablaðsins 30. janúar mig vilja smíða lög utan um vanda sem ekki sé til. Þar vísar hann í lagafrumvarp sem ég hef látið gera með það fyrir augum að takmarka landakaup útlendinga á Íslandi og er það í samræmi við þá stefnu sem ég hef margoft gert grein fyrir að halda beri eignarhaldi á landi innan íslensks samfélags. Slíkt sé enn mikilvægara nú en áður en auðlindalöggjöfin var samþykkt illu heilli árið 1998 þar sem eignarhald á auðlindum, þar með vatni, var bundið eignarhaldi á landi. Með öðum orðum, sala á landi er sala á grunnvatni. Af þessu hefur Ólafur engar áhyggjur og segir lagabreytingar mínar mundu auk þess stuðla „að lækkun á verði fasteigna með því að minnka hóp hugsanlegra kaupenda. Það er ekki núverandi eigendum í hag". Ólafur vitnar í ummæli mín í fjölmiðlum um að landakaup auðmanna geti valdið héraðsbresti. Hið sama gerir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur í grein á leiðaraopnu í sama blaði: „Ögmundur Jónasson hefur síðustu daga farið mikinn í tilraunum sínum til að selja frumvarp sem hann vinnur nú að og á að banna erlendum ríkisborgurum að kaupa jarðir á Íslandi. Hann segist vera að bregðast við þróun sem sé að eiga sér stað hér á landi. „Það sem er að gerast er að erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum – kaupa jarðir – og leggja byggðarlögin í rúst." Sannleikurinn er hins vegar sá að útlendingar eiga aðeins hluti í 101 jörð á Íslandi af þeim ríflega 7.600 sem skráðar eru í fasteignaskrá. Sveitarstjórar sem fréttamenn Sjónvarpsins ræddu við í kvöldfréttum í fyrrakvöld könnuðust jafnframt ekki við lýsingar innanríkisráðherra um afleiðingar jarðakaupa þessara fáu útlendinga."Gull 21. aldar Ég verð að játa að ég varð svolítið hissa að heyra afdráttarlausar yfirlýsingar sumra sveitarstjórnarmanna um þessi efni því orð mín voru ekki úr lausu lofti gripin. Ég hef setið fundi þar sem sveitarstjórnarmenn lýstu því yfir að þar sem auðmenn keyptu jarðir þar sem áður var búskapur, en til þess eins að eiga þær, þá vildi brenna við að dofnaði svo mjög yfir samfélaginu að til mikilla vandræða horfði. Minnist ég þess að á einum slíkum fundi var orðalagið viðhaft sem ég notaði í fréttum. Ég lét þess hins vegar getið í fréttatímum að hér væri fyrst og fremst um að ræða vísbendingar í þessa átt. Þann vanda sem Ólafur telur engan vera, verður að skoða með hliðsjón af langtímaþróun. Við þurfum nefnilega að fara að líkt að og Kínverjar, að temja okkur að hugsa langt fram í tímann, ekki síst þegar gull 21. aldarinnar, drykkjarvatnið, er annars vegar.Verðsprenging ekki til góðs Varðandi ábendingar ritstjórans um fasteignaverð. Ég leyfi mér að fullyrða að fjárfestingar auðmanna í bújörðum hafi verið til ills, þrýst verðinu upp fyrir kaupgetu venjulegra Íslendinga. Þess eru ófá dæmi um að afkomandi bónda sem er að bregða búi vilji kaupa systkini sín út en ráði ekki við það vegna söluverðsins eða þá að auðkýfingar setji verðið upp. Að sjálfsögðu eru þeir ekki síður innlendir en erlendir. En mér finnst ástæða til að geta þessa í ljósi framangreindra ummæla ritstjórans um ágæti verðsprengingar á fasteignamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Ef keisarinn er ekki í neinum fötum… Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft. 30. janúar 2013 06:00 Lög gegn vanda sem er ekki til Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi. 30. janúar 2013 06:00 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri segir í leiðara Fréttablaðsins 30. janúar mig vilja smíða lög utan um vanda sem ekki sé til. Þar vísar hann í lagafrumvarp sem ég hef látið gera með það fyrir augum að takmarka landakaup útlendinga á Íslandi og er það í samræmi við þá stefnu sem ég hef margoft gert grein fyrir að halda beri eignarhaldi á landi innan íslensks samfélags. Slíkt sé enn mikilvægara nú en áður en auðlindalöggjöfin var samþykkt illu heilli árið 1998 þar sem eignarhald á auðlindum, þar með vatni, var bundið eignarhaldi á landi. Með öðum orðum, sala á landi er sala á grunnvatni. Af þessu hefur Ólafur engar áhyggjur og segir lagabreytingar mínar mundu auk þess stuðla „að lækkun á verði fasteigna með því að minnka hóp hugsanlegra kaupenda. Það er ekki núverandi eigendum í hag". Ólafur vitnar í ummæli mín í fjölmiðlum um að landakaup auðmanna geti valdið héraðsbresti. Hið sama gerir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur í grein á leiðaraopnu í sama blaði: „Ögmundur Jónasson hefur síðustu daga farið mikinn í tilraunum sínum til að selja frumvarp sem hann vinnur nú að og á að banna erlendum ríkisborgurum að kaupa jarðir á Íslandi. Hann segist vera að bregðast við þróun sem sé að eiga sér stað hér á landi. „Það sem er að gerast er að erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum – kaupa jarðir – og leggja byggðarlögin í rúst." Sannleikurinn er hins vegar sá að útlendingar eiga aðeins hluti í 101 jörð á Íslandi af þeim ríflega 7.600 sem skráðar eru í fasteignaskrá. Sveitarstjórar sem fréttamenn Sjónvarpsins ræddu við í kvöldfréttum í fyrrakvöld könnuðust jafnframt ekki við lýsingar innanríkisráðherra um afleiðingar jarðakaupa þessara fáu útlendinga."Gull 21. aldar Ég verð að játa að ég varð svolítið hissa að heyra afdráttarlausar yfirlýsingar sumra sveitarstjórnarmanna um þessi efni því orð mín voru ekki úr lausu lofti gripin. Ég hef setið fundi þar sem sveitarstjórnarmenn lýstu því yfir að þar sem auðmenn keyptu jarðir þar sem áður var búskapur, en til þess eins að eiga þær, þá vildi brenna við að dofnaði svo mjög yfir samfélaginu að til mikilla vandræða horfði. Minnist ég þess að á einum slíkum fundi var orðalagið viðhaft sem ég notaði í fréttum. Ég lét þess hins vegar getið í fréttatímum að hér væri fyrst og fremst um að ræða vísbendingar í þessa átt. Þann vanda sem Ólafur telur engan vera, verður að skoða með hliðsjón af langtímaþróun. Við þurfum nefnilega að fara að líkt að og Kínverjar, að temja okkur að hugsa langt fram í tímann, ekki síst þegar gull 21. aldarinnar, drykkjarvatnið, er annars vegar.Verðsprenging ekki til góðs Varðandi ábendingar ritstjórans um fasteignaverð. Ég leyfi mér að fullyrða að fjárfestingar auðmanna í bújörðum hafi verið til ills, þrýst verðinu upp fyrir kaupgetu venjulegra Íslendinga. Þess eru ófá dæmi um að afkomandi bónda sem er að bregða búi vilji kaupa systkini sín út en ráði ekki við það vegna söluverðsins eða þá að auðkýfingar setji verðið upp. Að sjálfsögðu eru þeir ekki síður innlendir en erlendir. En mér finnst ástæða til að geta þessa í ljósi framangreindra ummæla ritstjórans um ágæti verðsprengingar á fasteignamarkaði.
Ef keisarinn er ekki í neinum fötum… Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft. 30. janúar 2013 06:00
Lög gegn vanda sem er ekki til Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi. 30. janúar 2013 06:00
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun