Skipulagðir glæpir gætu fylgt siglingum Svavar Hávarðsson skrifar 29. janúar 2013 08:00 Aðmírállinn Haakon Bruun-Hansen, segir nauðsynlegt að öryggis- og viðbragðsaðilar séu upplýstir og vel búnir tækjum. Fréttablaðið/Svavar Meiri áherslu verður að leggja á öryggismál á norðurslóðum í kjölfar bráðnunar íshellunnar og aukinna siglinga á svæðinu. Siglingarnar munu gefa skipulagðri glæpastarfsemi tækifæri sem verður að bregðast við í tíma. Þetta kom meðal annars fram í máli Jevgení Lúkjanov, varaformanns Rússneska öryggisráðsins, á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsö í síðustu viku. Lúkjanov sagði að Rússar, ásamt hinum stofnríkjunum sjö þar sem Ísland er í hópi, ættu að leggja meiri rækt við öryggismálin. „Hlýnun jarðar hefur aukið tækifæri til siglinga umtalsvert og það mun bara aukast. Þessum tækifærum til siglinga mun líklega fylgja smygl, straumur ólöglegra innflytjenda, mansal, fíkniefnamisferli, og annað sem fylgir skipulagðri glæpastarfsemi." Það er mat Lúkjanovs að vegna þessa þurfi Rússar samstarf við önnur norðurskautsríki um að styrkja varnir sínar og eftirlit með skipaumferð. Stofnríkin átta eru, auk Rússa og Íslands; Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Bandaríkin. Annar embættismaður, norski aðmírállinn Haakon Bruun-Hansen, einn æðsti embættismaðurinn innan norska sjóhersins, vék einnig óbeint að þessum þætti í ræðu sinni á ráðstefnunni. Hann lagði áherslu á að öll viðvera herafla á svæðinu snerist um öryggi þeirra sem ættu leið um svæðið – en hann telur að umferð muni stóraukast og þess vegna nauðsyn þess að öryggis- og viðbragðsaðilar séu upplýstir og vel búnir tækjum. Langvíðfeðmustu norðurslóðaríkin, Rússland og Kanada, hafa bæði áður lýst áhyggjum af opnun landsvæða í norðri sem áður voru lokuð fyrir almennri umferð. Bæði ríkin hafa því mótað stefnu sem felur í sér aukinn öryggisviðbúnað og landamæravörslu til að koma í veg fyrir spellvirki, smygl og annan ólöglegan umgang. Í skýrslu utanríkisráðuneytisins um Ísland og norðurslóðir kemur einnig fram að ekki er hægt að útiloka hryðjuverkaárásir á norðurslóðum „og þá kannski helst vegna þess hversu ólíklegar þær eru og hve viðbúnaður stjórnvalda er víða slakur". Þá segir að nauðsynlegt sé því að gæta öryggis umhverfis, viðkvæm mannvirki og í höfnum þar sem olíu- eða gasskip eiga leið um, og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi gegn hópum og einstaklingum sem hugsanlega gætu reynt að „nýta sér andvaraleysi íbúa norðursins". Þess ber að geta að þeir sem gerst þekkja, og hafa tekið til máls á norðurslóðaráðstefnunni, eru sammála um að norðurslóðir séu ekki vettvangur spennu á milli ríkja, enda hafi verið samið um flest þau svæði sem miklar auðlindir er að finna. Hins vegar eru glæpir því taldir líklegri og ástæða til árvekni allra sem hafa eitthvað um málefni norðurslóða að segja. Loftslagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Meiri áherslu verður að leggja á öryggismál á norðurslóðum í kjölfar bráðnunar íshellunnar og aukinna siglinga á svæðinu. Siglingarnar munu gefa skipulagðri glæpastarfsemi tækifæri sem verður að bregðast við í tíma. Þetta kom meðal annars fram í máli Jevgení Lúkjanov, varaformanns Rússneska öryggisráðsins, á norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsö í síðustu viku. Lúkjanov sagði að Rússar, ásamt hinum stofnríkjunum sjö þar sem Ísland er í hópi, ættu að leggja meiri rækt við öryggismálin. „Hlýnun jarðar hefur aukið tækifæri til siglinga umtalsvert og það mun bara aukast. Þessum tækifærum til siglinga mun líklega fylgja smygl, straumur ólöglegra innflytjenda, mansal, fíkniefnamisferli, og annað sem fylgir skipulagðri glæpastarfsemi." Það er mat Lúkjanovs að vegna þessa þurfi Rússar samstarf við önnur norðurskautsríki um að styrkja varnir sínar og eftirlit með skipaumferð. Stofnríkin átta eru, auk Rússa og Íslands; Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Bandaríkin. Annar embættismaður, norski aðmírállinn Haakon Bruun-Hansen, einn æðsti embættismaðurinn innan norska sjóhersins, vék einnig óbeint að þessum þætti í ræðu sinni á ráðstefnunni. Hann lagði áherslu á að öll viðvera herafla á svæðinu snerist um öryggi þeirra sem ættu leið um svæðið – en hann telur að umferð muni stóraukast og þess vegna nauðsyn þess að öryggis- og viðbragðsaðilar séu upplýstir og vel búnir tækjum. Langvíðfeðmustu norðurslóðaríkin, Rússland og Kanada, hafa bæði áður lýst áhyggjum af opnun landsvæða í norðri sem áður voru lokuð fyrir almennri umferð. Bæði ríkin hafa því mótað stefnu sem felur í sér aukinn öryggisviðbúnað og landamæravörslu til að koma í veg fyrir spellvirki, smygl og annan ólöglegan umgang. Í skýrslu utanríkisráðuneytisins um Ísland og norðurslóðir kemur einnig fram að ekki er hægt að útiloka hryðjuverkaárásir á norðurslóðum „og þá kannski helst vegna þess hversu ólíklegar þær eru og hve viðbúnaður stjórnvalda er víða slakur". Þá segir að nauðsynlegt sé því að gæta öryggis umhverfis, viðkvæm mannvirki og í höfnum þar sem olíu- eða gasskip eiga leið um, og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi gegn hópum og einstaklingum sem hugsanlega gætu reynt að „nýta sér andvaraleysi íbúa norðursins". Þess ber að geta að þeir sem gerst þekkja, og hafa tekið til máls á norðurslóðaráðstefnunni, eru sammála um að norðurslóðir séu ekki vettvangur spennu á milli ríkja, enda hafi verið samið um flest þau svæði sem miklar auðlindir er að finna. Hins vegar eru glæpir því taldir líklegri og ástæða til árvekni allra sem hafa eitthvað um málefni norðurslóða að segja.
Loftslagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira