Fjaðurvigt fjórða valdsins Þorsteinn Pálsson skrifar 26. janúar 2013 06:00 Við hátíðleg tækifæri er fjölmiðlum oft skipað í flokk með þremur stoðum ríkisvaldsins. Á þá er litið sem fjórða valdið. Víst er að lýðræðið þrífst misjafnlega án þeirra. Vert er í þessu samhengi að skoða fréttaumfjöllun um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem forsætisráðherra ber ábyrgð á lögum samkvæmt. Spurningin er: Hafa fjölmiðlar risið undir lýðræðislegum skyldum við miðlun frétta af rökum og gagnrökum þess sem ábyrgðina ber? Þegar að er gáð kemur í ljós að fjölmiðlar hafa aldrei spurt forsætisráðherra um annað en hvenær næsta umræðulota byrji og hvenær henni eigi að ljúka. Þeir gefa þá falsmynd af stjórnskipulegum skyldum forsætisráðherra að hann hafi ekki annað hlutverk en að ákveða klukkan hvað umræða hefjist og hvað gefa eigi henni langan tíma. Segja verður forsætisráðherra til hróss að hann hefur alltaf haft svör á reiðum höndum um tímasetningar. Fjölmiðlar hafa fylgt þeim eftir með einni spurningu um álit ráðherrans á málþófinu sem staðið hefur með hléum. Henni hefur forsætisráðherra nú svarað nokkur hundruð sinnum á þann veg að með engu móti sé líðandi að íhaldið stöðvi þessa miklu réttarbót vegna sérhagsmunagæslu sinnar. Þetta er það eina sem fréttamönnum hefur þótt þess virði að inna þann ráðherra eftir sem ber stjórnskipulega ábyrgð á málinu. Aldrei ein aukatekin spurning um efnislega afstöðu til þeirra fjölmörgu einstöku álitaefna sem tillögurnar gefa tilefni til. Ef notuð er sama þyngdarflokkun og í hnefaleikum er þetta fjaðurvigt í fréttamennsku.Meiri spilling Fræðasamfélagið hefur frá upphafi brotið ýmis álitaefni tengd stjórnarskrárendurskoðuninni til mergjar og með vaxandi þunga þegar dró að því að málið yrði lagt fram á Alþingi. Fjölmiðlar sinntu þessari umræðu lítið þar til fræðimennirnir fóru að nota sterkari orð. Það er líka merki um fjaðurvigt. Núverandi kjördæmaskipun er meingölluð. Breytingatillögur stjórnlagaráðs eru um margt áhugaverðar. Markmið þeirra er að jafna atkvæðisréttinn, gera persónukjör að ríkari þætti og draga úr áhrifavaldi flokksforingja. Lítill ágreiningur virðist vera um jöfnun kosningaréttar. Ýmis önnur atriði hafa vakið spurningar. Bent hefur verið á að eftir því sem flokkakerfið veikist eigi sterkir leiðtogar auðveldara með að deila og drottna og tefla þingmönnum sundur og saman vegna mismunandi skoðana og hagsmuna. Hvers vegna hefur forsætisráðherra aldrei verið spurður út í þennan mögulega öfugsnúning við markmiðið? Fræðimenn hafa vakið athygli á að rannsóknir sýni að hætta geti verið á meiri spillingu eftir því sem persónukjör verður fyrirferðarmeira. Þetta þarf ekki að vera algilt en er eigi að síður ásækin spurning. Forsætisráðherra var áður helsti óvinur spillingarinnar. Hvaða sérhagsmunir búa að baki kröfunni um að skoða þetta álitaefni betur að ráði fræðimanna? Þá hefur forsætisráðherra aldrei verið spurður hví ekki megi auka áhrif kjósenda á val ríkisstjórna. Hverjir eiga sérhagsmuna að gæta í því efni? Ríkisstjórnin hefur ekki getað samið ný kosningalög er samræmast nýju stjórnarskrártillögunum í þá nítján mánuði sem hún hefur haft til þess. Reynist það nýrri ríkisstjórn jafn erfitt verður ekki unnt að rjúfa Alþingi eftir tvö ár því þá verða engin kosningalög í gildi. Hvers vegna er forsætisráðherra ekki krafinn svara um hvaða sérhagsmunir séu fólgnir í því að gera kröfu um að ný kosningalög séu tilbúin samtímis stjórnarskránni þannig að stjórnskipunin geti virkað? Annað er ævintýramennska sem leitt getur til stjórnskipulegs öngþveitis.Minni ábyrgð Tillögur ríkisstjórnarflokkanna miða að því að draga verulega úr valdi Alþingis og auka hlut þjóðarinnar í beinu löggjafarstarfi. Enginn spyr í því samhengi hvers vegna samtímis á að fjölga þeim sem sitja á þingi en ekki fækka í réttu hlutfalli við minna hlutverk þeirra. Hvaða sérhagsmunir eru að baki kröfunni um fækkun þingmanna? Fræðimenn hafa vakið athygli á að ekkert þingræðisríki hafi gengið jafn langt í að veikja fulltrúalýðræðið og stefnt er að. Þeir hafa með rökum sýnt fram á að það muni draga verulega úr pólitískri ábyrgð. Í umræðunni hefur krafan um aukna ábyrgð þó verið fyrirferðarmikil. Forsætisráðherra var einu sinni helsti talsmaður aukinnar pólitískrar ábyrgðar. Nú krefst hann breytinga fyrir tiltekinn dag sem flest bendir til að dragi úr pólitískri ábyrgð. Hvers vegna spyr enginn út í þessa þverstæðu og hvaða sérhagsmuni sé verið að verja með því að skoða þetta efni betur? Þetta eru aðeins örfáar af þeim fjölmörgu efnislegu spurningum sem fréttamenn spyrja ekki þann sem ábyrgðina ber. Slík fjaðurvigt fjórða valdsins bætir ekki lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Við hátíðleg tækifæri er fjölmiðlum oft skipað í flokk með þremur stoðum ríkisvaldsins. Á þá er litið sem fjórða valdið. Víst er að lýðræðið þrífst misjafnlega án þeirra. Vert er í þessu samhengi að skoða fréttaumfjöllun um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem forsætisráðherra ber ábyrgð á lögum samkvæmt. Spurningin er: Hafa fjölmiðlar risið undir lýðræðislegum skyldum við miðlun frétta af rökum og gagnrökum þess sem ábyrgðina ber? Þegar að er gáð kemur í ljós að fjölmiðlar hafa aldrei spurt forsætisráðherra um annað en hvenær næsta umræðulota byrji og hvenær henni eigi að ljúka. Þeir gefa þá falsmynd af stjórnskipulegum skyldum forsætisráðherra að hann hafi ekki annað hlutverk en að ákveða klukkan hvað umræða hefjist og hvað gefa eigi henni langan tíma. Segja verður forsætisráðherra til hróss að hann hefur alltaf haft svör á reiðum höndum um tímasetningar. Fjölmiðlar hafa fylgt þeim eftir með einni spurningu um álit ráðherrans á málþófinu sem staðið hefur með hléum. Henni hefur forsætisráðherra nú svarað nokkur hundruð sinnum á þann veg að með engu móti sé líðandi að íhaldið stöðvi þessa miklu réttarbót vegna sérhagsmunagæslu sinnar. Þetta er það eina sem fréttamönnum hefur þótt þess virði að inna þann ráðherra eftir sem ber stjórnskipulega ábyrgð á málinu. Aldrei ein aukatekin spurning um efnislega afstöðu til þeirra fjölmörgu einstöku álitaefna sem tillögurnar gefa tilefni til. Ef notuð er sama þyngdarflokkun og í hnefaleikum er þetta fjaðurvigt í fréttamennsku.Meiri spilling Fræðasamfélagið hefur frá upphafi brotið ýmis álitaefni tengd stjórnarskrárendurskoðuninni til mergjar og með vaxandi þunga þegar dró að því að málið yrði lagt fram á Alþingi. Fjölmiðlar sinntu þessari umræðu lítið þar til fræðimennirnir fóru að nota sterkari orð. Það er líka merki um fjaðurvigt. Núverandi kjördæmaskipun er meingölluð. Breytingatillögur stjórnlagaráðs eru um margt áhugaverðar. Markmið þeirra er að jafna atkvæðisréttinn, gera persónukjör að ríkari þætti og draga úr áhrifavaldi flokksforingja. Lítill ágreiningur virðist vera um jöfnun kosningaréttar. Ýmis önnur atriði hafa vakið spurningar. Bent hefur verið á að eftir því sem flokkakerfið veikist eigi sterkir leiðtogar auðveldara með að deila og drottna og tefla þingmönnum sundur og saman vegna mismunandi skoðana og hagsmuna. Hvers vegna hefur forsætisráðherra aldrei verið spurður út í þennan mögulega öfugsnúning við markmiðið? Fræðimenn hafa vakið athygli á að rannsóknir sýni að hætta geti verið á meiri spillingu eftir því sem persónukjör verður fyrirferðarmeira. Þetta þarf ekki að vera algilt en er eigi að síður ásækin spurning. Forsætisráðherra var áður helsti óvinur spillingarinnar. Hvaða sérhagsmunir búa að baki kröfunni um að skoða þetta álitaefni betur að ráði fræðimanna? Þá hefur forsætisráðherra aldrei verið spurður hví ekki megi auka áhrif kjósenda á val ríkisstjórna. Hverjir eiga sérhagsmuna að gæta í því efni? Ríkisstjórnin hefur ekki getað samið ný kosningalög er samræmast nýju stjórnarskrártillögunum í þá nítján mánuði sem hún hefur haft til þess. Reynist það nýrri ríkisstjórn jafn erfitt verður ekki unnt að rjúfa Alþingi eftir tvö ár því þá verða engin kosningalög í gildi. Hvers vegna er forsætisráðherra ekki krafinn svara um hvaða sérhagsmunir séu fólgnir í því að gera kröfu um að ný kosningalög séu tilbúin samtímis stjórnarskránni þannig að stjórnskipunin geti virkað? Annað er ævintýramennska sem leitt getur til stjórnskipulegs öngþveitis.Minni ábyrgð Tillögur ríkisstjórnarflokkanna miða að því að draga verulega úr valdi Alþingis og auka hlut þjóðarinnar í beinu löggjafarstarfi. Enginn spyr í því samhengi hvers vegna samtímis á að fjölga þeim sem sitja á þingi en ekki fækka í réttu hlutfalli við minna hlutverk þeirra. Hvaða sérhagsmunir eru að baki kröfunni um fækkun þingmanna? Fræðimenn hafa vakið athygli á að ekkert þingræðisríki hafi gengið jafn langt í að veikja fulltrúalýðræðið og stefnt er að. Þeir hafa með rökum sýnt fram á að það muni draga verulega úr pólitískri ábyrgð. Í umræðunni hefur krafan um aukna ábyrgð þó verið fyrirferðarmikil. Forsætisráðherra var einu sinni helsti talsmaður aukinnar pólitískrar ábyrgðar. Nú krefst hann breytinga fyrir tiltekinn dag sem flest bendir til að dragi úr pólitískri ábyrgð. Hvers vegna spyr enginn út í þessa þverstæðu og hvaða sérhagsmuni sé verið að verja með því að skoða þetta efni betur? Þetta eru aðeins örfáar af þeim fjölmörgu efnislegu spurningum sem fréttamenn spyrja ekki þann sem ábyrgðina ber. Slík fjaðurvigt fjórða valdsins bætir ekki lýðræðið.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun