Loftslagsbjörgun fyrir 36 milljarða dollara? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 26. janúar 2013 06:00 Flestöllum er ljóst að erfitt getur orðið að ná því marki að halda hlýnun loftslagsins innan við 2°C af meðalhita jarðar (undanfarin hækkun er aðeins 0,8°). Fátt hefur gerst sem miðar að verulegum hömlum á losun gróðurhúsagasa og eyðingu skóga. Samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga þarf græna raforku, samgöngur með stórlega minni koldíoxíðmengun og orkusparnaðartækni til að ná markinu. Í þýska ritinu Wirtschaftswoche (21.01.13) kemur fram að með því að bæta 36 milljörðum Bandaríkjadollara við þá 96 milljarða Bandaríkjadollara sem ríkistjórnir heims eyða í málaflokkana, næðist í mark í kapphlaupinu um framtíð mannkyns. Þetta eru niðurstöður Green Growth Action Alliance, starfsfélags á vegum Alþjóða efnahagsþingsins (WEF) í Davos. Þar ráða alls konar áhrifamenn og minni spámenn ráðum sínum um þessar mundir. Upphæðin er víst mun lægri en sú sem Bandaríkjastjórn lagði fram vegna tjóns af fellibylnum Sandy í október síðastliðnum. Hvernig má þetta vera? GGAA-liðið telur 132 milljarða dollara (samtölu talnanna hér á undan) duga til þess að einkafjármagn að upphæð 570 milljarðar dollara fáist til fjárfestingar í umrædd verkefni. Þar með eru komnir þeir rúmu 700 milljarðar dollara sem standa á verðmiða kapphlaupsins. Þarna er m.a. horft til sex milljarðanna í Loftslags-Tæknisjóði Alþjóðabankans. Hver dollari þar dregur aðra átta úr einkageiranum inn í fjárfestingar á þessu sviði, aðallega til grænnar orku, sjálfbærra innviða samfélaga og áætlana um sjálfbæran vöxt. Sérfræðingarnir benda líka á að ríkisvald getur hvatt fjármagnseigendur til verka með tryggingum, ábyrgðum, hvötum og pólitískum aðgerðum. Loftslagsmálin standa og falla með stjórnmálum og efnahagsstefnum. Það er líka löngu ljóst. Hvernig ætli fundir í Davos 2013 afgreiði þetta álit eigin starfsfélags? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Loftslagsmál Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestöllum er ljóst að erfitt getur orðið að ná því marki að halda hlýnun loftslagsins innan við 2°C af meðalhita jarðar (undanfarin hækkun er aðeins 0,8°). Fátt hefur gerst sem miðar að verulegum hömlum á losun gróðurhúsagasa og eyðingu skóga. Samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga þarf græna raforku, samgöngur með stórlega minni koldíoxíðmengun og orkusparnaðartækni til að ná markinu. Í þýska ritinu Wirtschaftswoche (21.01.13) kemur fram að með því að bæta 36 milljörðum Bandaríkjadollara við þá 96 milljarða Bandaríkjadollara sem ríkistjórnir heims eyða í málaflokkana, næðist í mark í kapphlaupinu um framtíð mannkyns. Þetta eru niðurstöður Green Growth Action Alliance, starfsfélags á vegum Alþjóða efnahagsþingsins (WEF) í Davos. Þar ráða alls konar áhrifamenn og minni spámenn ráðum sínum um þessar mundir. Upphæðin er víst mun lægri en sú sem Bandaríkjastjórn lagði fram vegna tjóns af fellibylnum Sandy í október síðastliðnum. Hvernig má þetta vera? GGAA-liðið telur 132 milljarða dollara (samtölu talnanna hér á undan) duga til þess að einkafjármagn að upphæð 570 milljarðar dollara fáist til fjárfestingar í umrædd verkefni. Þar með eru komnir þeir rúmu 700 milljarðar dollara sem standa á verðmiða kapphlaupsins. Þarna er m.a. horft til sex milljarðanna í Loftslags-Tæknisjóði Alþjóðabankans. Hver dollari þar dregur aðra átta úr einkageiranum inn í fjárfestingar á þessu sviði, aðallega til grænnar orku, sjálfbærra innviða samfélaga og áætlana um sjálfbæran vöxt. Sérfræðingarnir benda líka á að ríkisvald getur hvatt fjármagnseigendur til verka með tryggingum, ábyrgðum, hvötum og pólitískum aðgerðum. Loftslagsmálin standa og falla með stjórnmálum og efnahagsstefnum. Það er líka löngu ljóst. Hvernig ætli fundir í Davos 2013 afgreiði þetta álit eigin starfsfélags?
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar