Orð og efndir Ögmundur Jónasson skrifar 24. janúar 2013 07:00 Skilja má á Stíg Helgasyni, blaðamanni á Fréttablaðinu, í skrifum á miðvikudag að honum finnist skjóta skökku við að ég ætli mér að taka málsferð hælisumsókna til skoðunar því nákvæmlega það hafi ég áður sagst vilja gera þegar ég setti á laggirnar starfshóp um málefni útlendinga utan EES í júlí 2011. En aldrei sé góð vísa of oft kveðin! Það er reyndar alveg rétt að endurskoðun á verkferlum í stofnunum hins opinbera á að vera stöðug og sífellt endurtekin eins og góðar vísur. Það er hins vegar misskilningur hjá blaðamanni Fréttablaðsins að yfirlýsingar mínar frá því í júlí 2011 hafi ekki skilað árangri og verið orðin tóm. Fjarri lagi. Á vinnsluborði Alþingis liggur nefnilega frumvarp með heildstæðri endurskoðun á málefnum útlendinga utan EES-svæðisins, meðal annars um skilyrði og verklag við komu fólks til landsins undir mismunandi formerkjum. Ný útlendingalöggjöf er bráðnauðsynleg því núverandi lög eru um margt óskýr og óaðgengileg auk þess að margt þarf að færa í réttlætisátt. Það er reynt að gera í nýju frumvarpi til útlendingalaga sem sumir fréttamenn á Fréttablaðinu hafa sýnt verðskuldaðan áhuga. Hins vegar blasir sú staðreynd við að fjöldi hælisleitenda hefur margfaldast frá því sem var á sama tíma í fyrra og málsmeðferðartími lengist. Verklagið þarfnast því skoðunar, núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Skilja má á Stíg Helgasyni, blaðamanni á Fréttablaðinu, í skrifum á miðvikudag að honum finnist skjóta skökku við að ég ætli mér að taka málsferð hælisumsókna til skoðunar því nákvæmlega það hafi ég áður sagst vilja gera þegar ég setti á laggirnar starfshóp um málefni útlendinga utan EES í júlí 2011. En aldrei sé góð vísa of oft kveðin! Það er reyndar alveg rétt að endurskoðun á verkferlum í stofnunum hins opinbera á að vera stöðug og sífellt endurtekin eins og góðar vísur. Það er hins vegar misskilningur hjá blaðamanni Fréttablaðsins að yfirlýsingar mínar frá því í júlí 2011 hafi ekki skilað árangri og verið orðin tóm. Fjarri lagi. Á vinnsluborði Alþingis liggur nefnilega frumvarp með heildstæðri endurskoðun á málefnum útlendinga utan EES-svæðisins, meðal annars um skilyrði og verklag við komu fólks til landsins undir mismunandi formerkjum. Ný útlendingalöggjöf er bráðnauðsynleg því núverandi lög eru um margt óskýr og óaðgengileg auk þess að margt þarf að færa í réttlætisátt. Það er reynt að gera í nýju frumvarpi til útlendingalaga sem sumir fréttamenn á Fréttablaðinu hafa sýnt verðskuldaðan áhuga. Hins vegar blasir sú staðreynd við að fjöldi hælisleitenda hefur margfaldast frá því sem var á sama tíma í fyrra og málsmeðferðartími lengist. Verklagið þarfnast því skoðunar, núna.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar