Liðsstyrkur Guðbjartur Hannesson skrifar 17. janúar 2013 06:00 Nú um áramót hófst átaksverkefnið Liðsstyrkur sem er samstarfsverkefni velferðarráðuneytisins, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013 til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Öllum í þessum hópi verður boðið tímabundið starf eða starfsendurhæfing á þessu ári skrái þeir sig til þátttöku í átakið á www.lidsstyrkur.is. Megininntak þessa umfangsmesta atvinnuátaksverkefnis sem ráðist hefur verið í er þannig vinna fyrir vinnufæra og vinnufúsa á sama tíma og þeim sem eru óvinnufærir er boðin atvinnutengd starfsendurhæfing. Heildarkostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs við verkefnið er áætlaður 2,7 milljarðar króna. Reiknað er með að um 60% einstaklinga í þessum hópi þiggi starfstilboð svo skapa þarf 2.200 tímabundin ný störf fyrir langtímaatvinnuleitendur á þessu ári. Sveitarfélög munu bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf. Markmið Liðsstyrks er að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá tilboð um starf. Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað atvinnurekenda við ný störf fyrir þennan hóp tímabundið og nemur styrkur með hverri ráðningu grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð, samtals 186.417 kr. á mánuði. Atvinnurekandi gerir síðan hefðbundinn ráðningarsamning við atvinnuleitanda og greiðir honum laun samkvæmt kjarasamningi. Skilyrðin: 1.Ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér fjölgun starfsfólks. 2.Fyrirtæki hafi að minnsta kosti einn starfsmann á launaskrá. 3.Fyrirtæki hafi síðastliðna sex mánuði ekki sagt upp starfsmönnum sem gegnt höfðu starfinu sem ráða á til. 4.Ráðning feli ekki í sér verulega röskun á samkeppni innan atvinnugreinar á viðkomandi svæði. 5.Staðfesting á launagreiðslu til starfsmanns samkvæmt kjarasamningi fylgi með reikningi til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli samnings um Liðsstyrk. Með þessu metnaðarfulla átaki hafa ríkið og hagsmunaaðilar á vinnumarkaði sameinast með einstökum hætti til að tryggja langtímaatvinnulausum tækifæri til að komast inn á vinnumarkaðinn að nýju. Samstarf sem þetta er óþekkt í nágrannalöndum okkar og ljóst að gríðarmikil vinna er fram undan til að ná þessu metnaðarfulla markmiði. Forsenda árangurs er gott samstarf aðilanna sem hrinda hér sameiginlega af stað þjóðarátaki gegn langtímaatvinnuleysi. Ég vil þakka samtökum launafólks, Samtökum atvinnulífsins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir gott samstarf við undirbúning og framkvæmd þessa verkefnis sem sýnir hverju hægt er að áorka þegar unnið er sameiginlega að úrlausn samfélagslegra mála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um áramót hófst átaksverkefnið Liðsstyrkur sem er samstarfsverkefni velferðarráðuneytisins, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013 til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Öllum í þessum hópi verður boðið tímabundið starf eða starfsendurhæfing á þessu ári skrái þeir sig til þátttöku í átakið á www.lidsstyrkur.is. Megininntak þessa umfangsmesta atvinnuátaksverkefnis sem ráðist hefur verið í er þannig vinna fyrir vinnufæra og vinnufúsa á sama tíma og þeim sem eru óvinnufærir er boðin atvinnutengd starfsendurhæfing. Heildarkostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs við verkefnið er áætlaður 2,7 milljarðar króna. Reiknað er með að um 60% einstaklinga í þessum hópi þiggi starfstilboð svo skapa þarf 2.200 tímabundin ný störf fyrir langtímaatvinnuleitendur á þessu ári. Sveitarfélög munu bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf. Markmið Liðsstyrks er að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá tilboð um starf. Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað atvinnurekenda við ný störf fyrir þennan hóp tímabundið og nemur styrkur með hverri ráðningu grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð, samtals 186.417 kr. á mánuði. Atvinnurekandi gerir síðan hefðbundinn ráðningarsamning við atvinnuleitanda og greiðir honum laun samkvæmt kjarasamningi. Skilyrðin: 1.Ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér fjölgun starfsfólks. 2.Fyrirtæki hafi að minnsta kosti einn starfsmann á launaskrá. 3.Fyrirtæki hafi síðastliðna sex mánuði ekki sagt upp starfsmönnum sem gegnt höfðu starfinu sem ráða á til. 4.Ráðning feli ekki í sér verulega röskun á samkeppni innan atvinnugreinar á viðkomandi svæði. 5.Staðfesting á launagreiðslu til starfsmanns samkvæmt kjarasamningi fylgi með reikningi til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli samnings um Liðsstyrk. Með þessu metnaðarfulla átaki hafa ríkið og hagsmunaaðilar á vinnumarkaði sameinast með einstökum hætti til að tryggja langtímaatvinnulausum tækifæri til að komast inn á vinnumarkaðinn að nýju. Samstarf sem þetta er óþekkt í nágrannalöndum okkar og ljóst að gríðarmikil vinna er fram undan til að ná þessu metnaðarfulla markmiði. Forsenda árangurs er gott samstarf aðilanna sem hrinda hér sameiginlega af stað þjóðarátaki gegn langtímaatvinnuleysi. Ég vil þakka samtökum launafólks, Samtökum atvinnulífsins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir gott samstarf við undirbúning og framkvæmd þessa verkefnis sem sýnir hverju hægt er að áorka þegar unnið er sameiginlega að úrlausn samfélagslegra mála.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun