Litrík saga öskubakka rakin í lokaritgerð 16. janúar 2013 07:00 Ritgerð um öskubakka Hjörtur Matthías Skúlason, nemandi í vöruhönnun, fjallaði um öskubakka í lokaritgerð sinni.fréttablaðið/valli Hjörtur Matthías Skúlason, nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, gerði öskubakka að umfjöllunarefni lokaritgerðar sinnar í faginu. Hann segir fáar heimildir til um þetta þarfaþing reykingamannsins. „Öskubakki er hlutur sem var áður til á flestum stöðum; heimilum, vinnustöðum, samkomuhúsum og opinberum byggingum, en er nú að deyja út. Það sem vakti athygli mína var að mörg af stærstu hönnunarhúsum heims hafa framleitt öskubakka sem síðan hafa orðið „icon“ í hönnunarsögunni. Í dag er enginn að hanna öskubakka lengur, og þeir nánast horfnir úr menningu okkar og stubbahúsin komin í þeirra stað,“ útskýrir Hjörtur, sem reykir ekki sjálfur. Hann viðurkennir að það hafi gengið illa að afla heimilda um þennan húsmun, enda lítið skrifað um hann, sögu hans og þróun. „Það sem kom mér mest á óvart var að í upphafi reyktu aðeins karlar. Á viktoríutímabilinu þótti til dæmis alls ekki fínt að konur reyktu, og í raun byrjuðu þær ekki að reykja fyrr en um og eftir 1920. Það athyglisverða er að um svipað leyti og konur fóru að reykja fór hönnun á öskubökkum af stað.“ Ritgerðin er um fjörutíu síður allt í allt og Hjörtur kemur víða við í henni. Hann tengir efnið meðal annars við menningu, tískustrauma og hönnunarsögu. Spurður út í útskriftarverkefnið, sem Hjörtur er nú í óða önn að undirbúa, segir hann það alveg ótengt ritgerðarefninu. „Það er ekki öskubakki,“ segir hann hlæjandi að lokum.- sm Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Hjörtur Matthías Skúlason, nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, gerði öskubakka að umfjöllunarefni lokaritgerðar sinnar í faginu. Hann segir fáar heimildir til um þetta þarfaþing reykingamannsins. „Öskubakki er hlutur sem var áður til á flestum stöðum; heimilum, vinnustöðum, samkomuhúsum og opinberum byggingum, en er nú að deyja út. Það sem vakti athygli mína var að mörg af stærstu hönnunarhúsum heims hafa framleitt öskubakka sem síðan hafa orðið „icon“ í hönnunarsögunni. Í dag er enginn að hanna öskubakka lengur, og þeir nánast horfnir úr menningu okkar og stubbahúsin komin í þeirra stað,“ útskýrir Hjörtur, sem reykir ekki sjálfur. Hann viðurkennir að það hafi gengið illa að afla heimilda um þennan húsmun, enda lítið skrifað um hann, sögu hans og þróun. „Það sem kom mér mest á óvart var að í upphafi reyktu aðeins karlar. Á viktoríutímabilinu þótti til dæmis alls ekki fínt að konur reyktu, og í raun byrjuðu þær ekki að reykja fyrr en um og eftir 1920. Það athyglisverða er að um svipað leyti og konur fóru að reykja fór hönnun á öskubökkum af stað.“ Ritgerðin er um fjörutíu síður allt í allt og Hjörtur kemur víða við í henni. Hann tengir efnið meðal annars við menningu, tískustrauma og hönnunarsögu. Spurður út í útskriftarverkefnið, sem Hjörtur er nú í óða önn að undirbúa, segir hann það alveg ótengt ritgerðarefninu. „Það er ekki öskubakki,“ segir hann hlæjandi að lokum.- sm
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira