Ég og frændi minn Kristófer Sigurðsson skrifar 10. janúar 2013 06:00 Um daginn heyrði ég af ungum strák í fjölskyldunni. Hann var að klára grunnskólann og fékk strax flotta vinnu. Lyftaramaður í fiskiðju. Fær 200 þúsund kall á mánuði. Nú er ég dyggur lesandi Stefáns Ólafssonar og svipaðra stórmenna og hnýt því strax um ójöfnuð þegar ég sé hann. Ég sé langar leiðir að launin mín eru hærri en þessa unga, duglega manns. Slíkur ójöfnuður stingur í augun. Ég var nefnilega að útskrifast sem læknir. Miðað við að farin sé hefðbundin leið að því marki þýðir það fjögur ár í menntaskóla og síðan sex ár í háskóla. Að því loknu er svo kandídatsár, sem er launuð starfsþjálfun á heilbrigðisstofnunum, og síðan starfsþjálfun í 5-10 ár í þeirri grein læknisfræðinnar sem maður hyggst stunda. Sem stendur er ég búinn með stúdentspróf (4 ár), læknadeild (6 ár) og langt kominn með kandídatsárið mitt. Launin mín eru 330.009 krónur á mánuði. Ég er sáttur við það, því að þegar ég lýk þessu öllu, eftir 7-8 ár, hækka þau í 513.856 kr. á mánuði. Það verða laun mín sem sérfræðilæknir eftir alls 16-18 ár af námi á bakinu eftir grunnskólann. Nærtækasta spurningin er auðvitað þessi: Hvað er það sem gerir mig, eftir 8 ár, svona fjandi merkilegan að ég eigi skilið næstum þreföld laun á við frænda?Tvöföld laun Einhverjir gætu reyndar sagt að þetta skipti engu máli, því að frændi borgar minni skatt (29.680 kr.), en ég mun borga 155.106 krónur í skatt, verandi einn af þessum skítugu hátekjumönnum. Ég mun því enda með 358.750 kr. eftir skatt, en hann 170.320 kr. Ég anda vissulega eilítið léttar eftir þessa útreikninga, ég enda með tvöföld laun á við frænda, ekki þreföld. Hjúkk. Hann fær öðru hverju yfirvinnu í fiskiðjunni og svo eru uppgrip þegar þarf að landa úr bátunum, gjarnan seint á kvöldin. Auk þess tekur hann að sér dyravörslu um helgar. Ég tek að mér lækningar á vöktum allan sólarhringinn, um helgar og á stórhátíðum. Báðir hækkum við kaupið töluvert á þessu, en til að einfalda útreikningana skulum við sleppa þeim sálmum – enda hlutfallslega svipaðir. Það sem ég hef fram yfir frænda í launum frá því að ég útskrifast úr læknadeild og þar til ég klára sérnámið dugar ekki fyrir námslánunum mínum. En við skulum í þykjó hafa það þannig. Til að einfalda. Þá skulum við segja að ég byrji á núlli (I wish) eftir sérnámið. Þá hefur frændi verið að þéna sinn 170.320 á mánuði, en ég núll, í 10 ár (menntaskóli+læknadeild), en við verið jafnir síðan ég kláraði læknadeild. Hann hefur því þénað um tuttugu og hálfri milljón meira en ég (20.438.400). En nú er ég hátekjubísi. Nú verður þetta jafnað. Á níu árum næ ég honum. Níu stutt ár. Þá verðum við 43 ára. Aftur örvænti ég. Eftir 43 ár sigli ég jafnt og þétt fram úr frænda… eins og arðrænandi auðvald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Um daginn heyrði ég af ungum strák í fjölskyldunni. Hann var að klára grunnskólann og fékk strax flotta vinnu. Lyftaramaður í fiskiðju. Fær 200 þúsund kall á mánuði. Nú er ég dyggur lesandi Stefáns Ólafssonar og svipaðra stórmenna og hnýt því strax um ójöfnuð þegar ég sé hann. Ég sé langar leiðir að launin mín eru hærri en þessa unga, duglega manns. Slíkur ójöfnuður stingur í augun. Ég var nefnilega að útskrifast sem læknir. Miðað við að farin sé hefðbundin leið að því marki þýðir það fjögur ár í menntaskóla og síðan sex ár í háskóla. Að því loknu er svo kandídatsár, sem er launuð starfsþjálfun á heilbrigðisstofnunum, og síðan starfsþjálfun í 5-10 ár í þeirri grein læknisfræðinnar sem maður hyggst stunda. Sem stendur er ég búinn með stúdentspróf (4 ár), læknadeild (6 ár) og langt kominn með kandídatsárið mitt. Launin mín eru 330.009 krónur á mánuði. Ég er sáttur við það, því að þegar ég lýk þessu öllu, eftir 7-8 ár, hækka þau í 513.856 kr. á mánuði. Það verða laun mín sem sérfræðilæknir eftir alls 16-18 ár af námi á bakinu eftir grunnskólann. Nærtækasta spurningin er auðvitað þessi: Hvað er það sem gerir mig, eftir 8 ár, svona fjandi merkilegan að ég eigi skilið næstum þreföld laun á við frænda?Tvöföld laun Einhverjir gætu reyndar sagt að þetta skipti engu máli, því að frændi borgar minni skatt (29.680 kr.), en ég mun borga 155.106 krónur í skatt, verandi einn af þessum skítugu hátekjumönnum. Ég mun því enda með 358.750 kr. eftir skatt, en hann 170.320 kr. Ég anda vissulega eilítið léttar eftir þessa útreikninga, ég enda með tvöföld laun á við frænda, ekki þreföld. Hjúkk. Hann fær öðru hverju yfirvinnu í fiskiðjunni og svo eru uppgrip þegar þarf að landa úr bátunum, gjarnan seint á kvöldin. Auk þess tekur hann að sér dyravörslu um helgar. Ég tek að mér lækningar á vöktum allan sólarhringinn, um helgar og á stórhátíðum. Báðir hækkum við kaupið töluvert á þessu, en til að einfalda útreikningana skulum við sleppa þeim sálmum – enda hlutfallslega svipaðir. Það sem ég hef fram yfir frænda í launum frá því að ég útskrifast úr læknadeild og þar til ég klára sérnámið dugar ekki fyrir námslánunum mínum. En við skulum í þykjó hafa það þannig. Til að einfalda. Þá skulum við segja að ég byrji á núlli (I wish) eftir sérnámið. Þá hefur frændi verið að þéna sinn 170.320 á mánuði, en ég núll, í 10 ár (menntaskóli+læknadeild), en við verið jafnir síðan ég kláraði læknadeild. Hann hefur því þénað um tuttugu og hálfri milljón meira en ég (20.438.400). En nú er ég hátekjubísi. Nú verður þetta jafnað. Á níu árum næ ég honum. Níu stutt ár. Þá verðum við 43 ára. Aftur örvænti ég. Eftir 43 ár sigli ég jafnt og þétt fram úr frænda… eins og arðrænandi auðvald.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun