Réttur neytenda til að skila vöru Magnús B. Jóhannesson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Nú um hátíðirnar lentum við fjölskyldan í leiðindamáli. Sjö ára sonur okkar fékk tölvuleik í jólagjöf sem ekki passaði í leikjatölvuna hans. Án þess að átta sig á því hafði hann tekið plastið utan af leiknum. Þegar við svo reyndum að skila leiknum, með kvittunina í hendi, þá var umleitun okkar hafnað af starfsmönnum verslunarinnar með þeim skilaboðum að vegna þess að plastið var ekki lengur utan um leikinn þá væri ekki hægt að taka við honum sem nýjum leik. Þar sem við fjölskyldan erum tiltölulega nýflutt heim aftur frá Kaliforníu fórum við hjónin að bera saman neytendavernd þar úti og hér heima. Mikill munur er þar á. Reglan í Bandaríkjunum er að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Verslanir taka við vörum aftur ef viðskiptavinurinn kemur með kvittunina með sér sem sýnir að varan hafi verið keypt í viðkomandi verslun. Án athugasemda fær neytandinn endurgreitt í sömu mynt og greitt var, eða með peningum. Neytendarétturinn er reyndar svo sterkur þar úti að ekki er nauðsynlegt að varan sé ónotuð svo hægt sé að skila henni án athugasemda. Eftir svörin frá tölvuleikjaversluninni þá kíktum við á íslensk lög sem gilda um kaup neytenda á vörum. Um er að ræða tvenn lög sem taka á þessu, lög um lausafjárkaup nr. 50 frá 2000 og lög um neytendakaup nr. 48 frá 2003. Eftir lestur þessara laga er ljóst að verulega skortir upp á að landslög taki á þessum hluta neytendaréttar. Ágætlega er fjallað um hvað gera skal ef galli kemur upp en þegar kemur að skilarétti eftir afhendingu án galla er einungis ein setning í lögum um neytendakaup sem fjallar um skilarétt eftir afhendingu. Í 42 grein segir orðrétt: „Neytandi getur skipt söluhlut ef samið hefur verið um rétt til skipta eða hann leiðir af almennum réttarreglum." (skáletrun höfundar).Myndi auka verslun Miðað við þær raunir sem við hjónin lentum í þá má framkoma verslanaeigenda gagnvart íslenskum neytendum batna til muna. Ætla má að ávinningur verslananna sé mikill og ekki hvað síst sá að þegar viðskiptavinurinn veit af sterkum skilarétti þá lætur hann fjármuni sína greiðlega af hendi vitandi það að alltaf er hægt að skila vörunni og fá peninginn til baka. Breytt verklag myndi því að öllum líkindum auka verslun ef eitthvað er enda trúlegt að neytendavinalegt viðmót verslanaeigenda í Bandaríkjunum sé þannig tilkomið því þeir sjá sér fjárhagslegan hag í því að koma vel fram við neytendur. Það er því von mín að íslenskir verslanaeigendur sjái sér hag í því að taka upp breytt verklag og líti vonandi til Bandaríkjanna þegar kemur að viðmiðum fyrir slíkar verklagsreglur. Ef frumkvæðið kemur hins vegar ekki frá þeim sjálfum þá er spurning hvort ekki verði að herða lög um neytendakaup svo sjálfsagður réttur neytenda sé styrktur til að skila vöru og fá hana endurgreidda í sömu mynt og greitt var með. Höfundur gefur kost á sér í 3. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 26. janúar næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nú um hátíðirnar lentum við fjölskyldan í leiðindamáli. Sjö ára sonur okkar fékk tölvuleik í jólagjöf sem ekki passaði í leikjatölvuna hans. Án þess að átta sig á því hafði hann tekið plastið utan af leiknum. Þegar við svo reyndum að skila leiknum, með kvittunina í hendi, þá var umleitun okkar hafnað af starfsmönnum verslunarinnar með þeim skilaboðum að vegna þess að plastið var ekki lengur utan um leikinn þá væri ekki hægt að taka við honum sem nýjum leik. Þar sem við fjölskyldan erum tiltölulega nýflutt heim aftur frá Kaliforníu fórum við hjónin að bera saman neytendavernd þar úti og hér heima. Mikill munur er þar á. Reglan í Bandaríkjunum er að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Verslanir taka við vörum aftur ef viðskiptavinurinn kemur með kvittunina með sér sem sýnir að varan hafi verið keypt í viðkomandi verslun. Án athugasemda fær neytandinn endurgreitt í sömu mynt og greitt var, eða með peningum. Neytendarétturinn er reyndar svo sterkur þar úti að ekki er nauðsynlegt að varan sé ónotuð svo hægt sé að skila henni án athugasemda. Eftir svörin frá tölvuleikjaversluninni þá kíktum við á íslensk lög sem gilda um kaup neytenda á vörum. Um er að ræða tvenn lög sem taka á þessu, lög um lausafjárkaup nr. 50 frá 2000 og lög um neytendakaup nr. 48 frá 2003. Eftir lestur þessara laga er ljóst að verulega skortir upp á að landslög taki á þessum hluta neytendaréttar. Ágætlega er fjallað um hvað gera skal ef galli kemur upp en þegar kemur að skilarétti eftir afhendingu án galla er einungis ein setning í lögum um neytendakaup sem fjallar um skilarétt eftir afhendingu. Í 42 grein segir orðrétt: „Neytandi getur skipt söluhlut ef samið hefur verið um rétt til skipta eða hann leiðir af almennum réttarreglum." (skáletrun höfundar).Myndi auka verslun Miðað við þær raunir sem við hjónin lentum í þá má framkoma verslanaeigenda gagnvart íslenskum neytendum batna til muna. Ætla má að ávinningur verslananna sé mikill og ekki hvað síst sá að þegar viðskiptavinurinn veit af sterkum skilarétti þá lætur hann fjármuni sína greiðlega af hendi vitandi það að alltaf er hægt að skila vörunni og fá peninginn til baka. Breytt verklag myndi því að öllum líkindum auka verslun ef eitthvað er enda trúlegt að neytendavinalegt viðmót verslanaeigenda í Bandaríkjunum sé þannig tilkomið því þeir sjá sér fjárhagslegan hag í því að koma vel fram við neytendur. Það er því von mín að íslenskir verslanaeigendur sjái sér hag í því að taka upp breytt verklag og líti vonandi til Bandaríkjanna þegar kemur að viðmiðum fyrir slíkar verklagsreglur. Ef frumkvæðið kemur hins vegar ekki frá þeim sjálfum þá er spurning hvort ekki verði að herða lög um neytendakaup svo sjálfsagður réttur neytenda sé styrktur til að skila vöru og fá hana endurgreidda í sömu mynt og greitt var með. Höfundur gefur kost á sér í 3. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 26. janúar næstkomandi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar