Gengisfelling andans Methúsalem Þórisson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Það er útbreidd skoðun að þau vandamál sem hrjá fólk verði leyst með tilteknu skipulagi, löggjöf, stjórnmálaflokki, ríkisstjórn, leiðtoga eða trúarbrögðum. Frá sjónarmiði okkar í Húmanistaflokknum endurspeglar þjóðfélagið það sem er innra með okkur. Á meðan við sigrumst ekki á óreiðunni, þjáningunni og ofbeldinu innra með okkur, þá munu yfirborðslegar breytingar á þjóðfélagi og hagkerfi, jafnvel þótt nauðsynlegar séu og komi einhverju góðu til leiðar, ekki leiða til einingar heldur skapa meiri óreiðu, þjáningu og ofbeldi í heiminum. Þess vegna leggjum við áherslu á það sem býr innra með okkur en bindum ekki vonir einungis við það sem gerist hið ytra, á félagslegu sviði. Raunveruleg þjóðfélagsbreyting getur aðeins gerst með innri breytingu hjá manneskjunni. Þess vegna viljum við þjóðfélag sem tryggir sérhverri mannveru – aðeins vegna þess að hún hefur fæðst í þennan heim – mannsæmandi lífsafkomu í samræmi við þarfir hennar, næringu, heilbrigðisþjónustu og menntun sem gerir huga hans frjálsan og eflir hans bestu eiginleika. Mannkynið býr nú við skilyrði sem gera því kleift að koma af stað breytingum sem koma því á annað stig. Við erum tæknilega fær um að útrýma hungri og ójöfnuði og það jafnvel á nokkrum vikum. Þetta mun þó aðeins takast með því að við breytum forgangsröð okkar, að við setjum mannveruna sem æðsta gildi og helsta viðfangsefni, í stað þess að setja peninga, völd, stjórnmálaflokka, trúarbrögð eða einhvern guð ofar okkur. Við leggjum til altæka breytingu, jafnt hið innra sem hið ytra, þ.e.a.s. persónulega og félagslega breytingu samhliða. Við getum ekki eftirlátið einhverjum öðrum öflum að skapa mannverunni hamingju og frið, því við erum sjálf mannverur hvert og eitt okkar. Því hvar gæti lausnin verið annars staðar en hjá okkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er útbreidd skoðun að þau vandamál sem hrjá fólk verði leyst með tilteknu skipulagi, löggjöf, stjórnmálaflokki, ríkisstjórn, leiðtoga eða trúarbrögðum. Frá sjónarmiði okkar í Húmanistaflokknum endurspeglar þjóðfélagið það sem er innra með okkur. Á meðan við sigrumst ekki á óreiðunni, þjáningunni og ofbeldinu innra með okkur, þá munu yfirborðslegar breytingar á þjóðfélagi og hagkerfi, jafnvel þótt nauðsynlegar séu og komi einhverju góðu til leiðar, ekki leiða til einingar heldur skapa meiri óreiðu, þjáningu og ofbeldi í heiminum. Þess vegna leggjum við áherslu á það sem býr innra með okkur en bindum ekki vonir einungis við það sem gerist hið ytra, á félagslegu sviði. Raunveruleg þjóðfélagsbreyting getur aðeins gerst með innri breytingu hjá manneskjunni. Þess vegna viljum við þjóðfélag sem tryggir sérhverri mannveru – aðeins vegna þess að hún hefur fæðst í þennan heim – mannsæmandi lífsafkomu í samræmi við þarfir hennar, næringu, heilbrigðisþjónustu og menntun sem gerir huga hans frjálsan og eflir hans bestu eiginleika. Mannkynið býr nú við skilyrði sem gera því kleift að koma af stað breytingum sem koma því á annað stig. Við erum tæknilega fær um að útrýma hungri og ójöfnuði og það jafnvel á nokkrum vikum. Þetta mun þó aðeins takast með því að við breytum forgangsröð okkar, að við setjum mannveruna sem æðsta gildi og helsta viðfangsefni, í stað þess að setja peninga, völd, stjórnmálaflokka, trúarbrögð eða einhvern guð ofar okkur. Við leggjum til altæka breytingu, jafnt hið innra sem hið ytra, þ.e.a.s. persónulega og félagslega breytingu samhliða. Við getum ekki eftirlátið einhverjum öðrum öflum að skapa mannverunni hamingju og frið, því við erum sjálf mannverur hvert og eitt okkar. Því hvar gæti lausnin verið annars staðar en hjá okkur?
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar