Samningar og sérlausnir Andrés Pétursson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu fara nú hamförum í áróðri sínum gegn aðildarviðræðunum sem nú standa yfir. Af einhverjum ástæðum þykjast sumir þeirra geta túlkað viðræðurnar sem einstefnuakrein þar sem Ísland eigi litla eða enga möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði verður. Maður kippir sér í sjálfu sér ekki upp við að misvel upplýstir bloggarar fari stundum með staðlausa stafi í þessu máli. En þegar aðilar sem eiga að vera ábyrgir, eins og ritstjórar blaða og formenn einstakra stjórnmálaflokka, gera slíkt hið sama er nauðsynlegt að leiðrétta það lýðskrum og afbakaðar staðreyndir sem þessir aðilar hafa borið á borð fyrir landsmenn á undanförnum misserum. Þegar þessir aðilar eru spurðir þeirrar einföldu spurningar hvers vegna Ísland eitt landa sem sótt hafi um aðild að ESB eigi ekki neina möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði er verður lítið um svör. Þessir sömu aðilar eru líka spurðir hvers vegna ESB sendi ekki bara laga- og reglugerðarpakka sinn í heild sinni og umsóknarlöndin segi þá bara já eða nei. Ef það sé raunin þurfi ekki að hefja neinar aðildarviðræður! Að sjálfsögðu verður þá fátt um svör. Ástæðan er einföld; öll aðildarlönd hafa fengið sérlausnir á þeim sviðum þar sem þjóðhagslega miklir hagsmunir eru í húfi.Málamiðlanir Alþingi Íslendinga ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það þýðir að við göngum inn í ákveðið ferli sem ESB hefur þróað undanfarin fjörutíu ár og hefur reynst vel. Varðandi Ísland hefur þetta sjaldnast skapað vandamál því við höfum lagað okkar samfélag að reglugerðarramma ESB undanfarin tuttugu ár í gegnum EES-samninginn. Staðreyndin er sú að báðir samningsaðilar reyna að ná málamiðlunum um umdeild atriði. Engir tveir aðildarsamningar eru eins enda hagsmunir þjóða misjafnir. Samninganefnd ESB ver hagsmuni sambandsins og samninganefnd Íslands í okkar tilfelli ver hagsmuni okkar. Af samningatæknilegum ástæðum ræða menn aldrei um undantekningar heldur um sérlausnir, annaðhvort tímabundnar eða varanlegar. Mörg dæmi eru um varanlegar sérlausnir í aðildarsamningum annarra þjóða. Þar má til dæmis nefna sumarhúsakaup erlendra aðila í Danmörku og kaup útlendinga á landi á Möltu. Það er síðan íslensku þjóðarinnar að ákveða hvort þeir samningar sem íslenska samninganefndin nær séu ásættanlegir fyrir íslenska þjóð. Þrátt fyrir að umræðan verði stundum mjög þvælin verður að hrósa sumum andstæðingum aðildar Íslands þegar þeir reyna að halda þessu máli á þokkalega upplýstu plani. Það á til dæmis við um Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hann hefur viðurkennt að sérlausnir séu í boði fyrir aðildarríkin. Það gerði hann til dæmis í grein nýlega um Ungverjaland. Að vísu dró hann þar ályktanir varðandi sérlausnir Ungverja sem ég er algjörlega ósammála. En það skiptir í sjálfu sér ekki máli í þessu samhengi. Staðreyndir eru nefnilega á hreinu. Það er ekki til neinn „one size fits all" samningur. Hver aðildarsamningur er sérstakur og það er síðan þjóðarinnar að ákveða hvort sá samningur sé ásættanlegur fyrir okkar hagsmuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu fara nú hamförum í áróðri sínum gegn aðildarviðræðunum sem nú standa yfir. Af einhverjum ástæðum þykjast sumir þeirra geta túlkað viðræðurnar sem einstefnuakrein þar sem Ísland eigi litla eða enga möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði verður. Maður kippir sér í sjálfu sér ekki upp við að misvel upplýstir bloggarar fari stundum með staðlausa stafi í þessu máli. En þegar aðilar sem eiga að vera ábyrgir, eins og ritstjórar blaða og formenn einstakra stjórnmálaflokka, gera slíkt hið sama er nauðsynlegt að leiðrétta það lýðskrum og afbakaðar staðreyndir sem þessir aðilar hafa borið á borð fyrir landsmenn á undanförnum misserum. Þegar þessir aðilar eru spurðir þeirrar einföldu spurningar hvers vegna Ísland eitt landa sem sótt hafi um aðild að ESB eigi ekki neina möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði er verður lítið um svör. Þessir sömu aðilar eru líka spurðir hvers vegna ESB sendi ekki bara laga- og reglugerðarpakka sinn í heild sinni og umsóknarlöndin segi þá bara já eða nei. Ef það sé raunin þurfi ekki að hefja neinar aðildarviðræður! Að sjálfsögðu verður þá fátt um svör. Ástæðan er einföld; öll aðildarlönd hafa fengið sérlausnir á þeim sviðum þar sem þjóðhagslega miklir hagsmunir eru í húfi.Málamiðlanir Alþingi Íslendinga ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það þýðir að við göngum inn í ákveðið ferli sem ESB hefur þróað undanfarin fjörutíu ár og hefur reynst vel. Varðandi Ísland hefur þetta sjaldnast skapað vandamál því við höfum lagað okkar samfélag að reglugerðarramma ESB undanfarin tuttugu ár í gegnum EES-samninginn. Staðreyndin er sú að báðir samningsaðilar reyna að ná málamiðlunum um umdeild atriði. Engir tveir aðildarsamningar eru eins enda hagsmunir þjóða misjafnir. Samninganefnd ESB ver hagsmuni sambandsins og samninganefnd Íslands í okkar tilfelli ver hagsmuni okkar. Af samningatæknilegum ástæðum ræða menn aldrei um undantekningar heldur um sérlausnir, annaðhvort tímabundnar eða varanlegar. Mörg dæmi eru um varanlegar sérlausnir í aðildarsamningum annarra þjóða. Þar má til dæmis nefna sumarhúsakaup erlendra aðila í Danmörku og kaup útlendinga á landi á Möltu. Það er síðan íslensku þjóðarinnar að ákveða hvort þeir samningar sem íslenska samninganefndin nær séu ásættanlegir fyrir íslenska þjóð. Þrátt fyrir að umræðan verði stundum mjög þvælin verður að hrósa sumum andstæðingum aðildar Íslands þegar þeir reyna að halda þessu máli á þokkalega upplýstu plani. Það á til dæmis við um Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Hann hefur viðurkennt að sérlausnir séu í boði fyrir aðildarríkin. Það gerði hann til dæmis í grein nýlega um Ungverjaland. Að vísu dró hann þar ályktanir varðandi sérlausnir Ungverja sem ég er algjörlega ósammála. En það skiptir í sjálfu sér ekki máli í þessu samhengi. Staðreyndir eru nefnilega á hreinu. Það er ekki til neinn „one size fits all" samningur. Hver aðildarsamningur er sérstakur og það er síðan þjóðarinnar að ákveða hvort sá samningur sé ásættanlegur fyrir okkar hagsmuni.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun