Hverjir ráða lífeyrissjóðunum? Jóhann Páll Símonarson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Eru menn hissa á því að sjóðsfélagar í Lífeyrissjóðnum Gildi hafi spurt sig spurninga þegar ársfundur sjóðsins var haldinn þann 25. apríl sl.? Þeir sjóðsfélagar sem voru mættir til að fylgjast með stöðu sjóðsins urðu fyrir vonbrigðum þegar kom að því að kjósa þyrfti um breytingar á regluverki, taka þátt í að velja um fulltrúa sem voru í framboði og að hækka laun til stjórnarmanna. Lög Gildis gera ekki ráð fyrir því að hinn almenni sjóðsfélagi ráði neinu um það fé sem hann borgar inn í sjóðinn reglulega. Sjóðfélaginn á í raun að þegja meðan kosning fer fram, nema þeir útvöldu aðilar frá verkalýðsfélögum og atvinnurekendum sem fara með völdin í Gildi. Þessir aðilar fá að rétta upp bleika og græna miða á fundinum til samþykktar eða synjunar og sjóðsfélagar mega hafa sig alla til að ráða í hvað kemur út úr bleiku og grænu merkjasendingunum. Þessir sömu aðilar voru síðan boðaðir til fundar sérstaklega á hóteli hér í borg, nokkrum mánuðum fyrir fundinn, en hinn almenni sjóðsfélagi var ekki boðaður. Kannski vegna þess að Gildi lífeyrissjóður hafi ekki átt fyrir skuldbindingum undanfarin 4 ár, þar sem halli sjóðsins var rúmar 36 þúsund milljónir króna árið 2010, eða -8,1%, og miklar skerðingar á útgreiðslum hafa átt sér stað til þeirra sem hafa lokið ævistarfi sínu. Þriðja valdið, Fjármálaeftirlitið, hreyfir ekki andmælum þrátt fyrir bréfaskriftir og enn heldur tapið áfram fjórða árið í röð án þess að FME grípi inn í starfsemi Gildis.Ekki hljómgrunnur Árið 2011 nam tapið rúmum 23 þúsund milljónum króna, -4,9% sem er rétt við skerðingarhlutfallið sem er 5%. Að eiga og reka sjóð með halla undanfarin fjögur ár kallar á aðgerðir sem ég hef bent á. En mínar athugasemdir hafa ekki fengið hljómgrunn fámenns hóps manna sem telur sig hafa rétt til að ráða ríkjum. Þrátt fyrir tapið hækkuðu laun framkvæmdastjóra sjóðsins í rúmar 20 milljónir króna, rekstrarkostnaður hækkar ár frá ári og er nú kominn í rúmar 519 milljónir króna árið 2011. Á þessum tapárum 2008-2012 hefur rekstrarkostnaður numið rúmum 116 þúsundum milljóna króna og laun framkvæmdastjóra rúmum 79 milljónum króna án þess að valdhafar geri athugasemdir við laun framkvæmdastjóra eða hækkandi kostnað við rekstur sjóðsins. Meira að segja nú ætlar hið samþjappaða vald að hækka skylduáskrift greiðanda í 15,5% og sjóðsfélaginn hefur ekkert með það að segja vegna skylduaðildar sjóðsfélaga að borga í sukk- og bruðlsjóð Gildis því valdhafar bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Væri ekki nær að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri færu og athuguðu hvað orðið ábyrgð þýðir í raun? Ef þeir skilja það ekki þá vil ég benda umsjónarmönnum orðabóka á að taka það orð út úr íslenskum orðabókum, setja í staðinn sukk og bruðl.Hækkun iðgjalda Að samþykkja hækkun iðgjalda er ekkert annað en að auka fjármagn til þess að sjóðurinn geti starfað því tapið er það stærsta frá stofnun hans. Það er í lagi að borga en kjósi sjóðsfélagi að yfirgefa sjóðinn eða hætta í honum þá er það ekki hægt því fé verður eftir inni í sjóðnum. Kalla menn þetta lýðræði í lífeyrissjóðunum? Ég kalla þetta nauðung. Hafa stjórnendur sagt af sér? Jú, einn. Það var fyrrverandi sjóðstjóri sem sagði af sér. Einn valdamaðurinn sem enn situr og er ábyrgur fyrir kaupum á skuldabréfi rétt fyrir hrun í Glitnis banka fyrir 3.000 milljónir króna, sem töpuðust nokkrum mánuðum síðan eða strax við fall bankans, situr enn. Ekki er að finna neina frekari bókun stjórnar um ofangreind skuldabréfakaup. Það er ekki einn maður sem ber hér ábyrgð, það voru nefnilega stjórnarmenn, varaformaður stjórnar og formaður stjórnar Gildis eða snillingarnir eins og við sjóðsfélagar köllum þá, Vilhjálmur Egilsson og Sigurður Bessason, sem skiptu formannstímanum á milli sín. Það veldur mönnum áhyggjum að stærsta verkalýðsfélagið, Efling, sem á að verja hag launafólks, skuli ekki einu sinni gera athugasemdir við ofurlaun framkvæmdastjóra. Á sama tíma er samið um smánarlaun fyrir lýðinn, það eitt er í lagi, Sigurður Bessason. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eru menn hissa á því að sjóðsfélagar í Lífeyrissjóðnum Gildi hafi spurt sig spurninga þegar ársfundur sjóðsins var haldinn þann 25. apríl sl.? Þeir sjóðsfélagar sem voru mættir til að fylgjast með stöðu sjóðsins urðu fyrir vonbrigðum þegar kom að því að kjósa þyrfti um breytingar á regluverki, taka þátt í að velja um fulltrúa sem voru í framboði og að hækka laun til stjórnarmanna. Lög Gildis gera ekki ráð fyrir því að hinn almenni sjóðsfélagi ráði neinu um það fé sem hann borgar inn í sjóðinn reglulega. Sjóðfélaginn á í raun að þegja meðan kosning fer fram, nema þeir útvöldu aðilar frá verkalýðsfélögum og atvinnurekendum sem fara með völdin í Gildi. Þessir aðilar fá að rétta upp bleika og græna miða á fundinum til samþykktar eða synjunar og sjóðsfélagar mega hafa sig alla til að ráða í hvað kemur út úr bleiku og grænu merkjasendingunum. Þessir sömu aðilar voru síðan boðaðir til fundar sérstaklega á hóteli hér í borg, nokkrum mánuðum fyrir fundinn, en hinn almenni sjóðsfélagi var ekki boðaður. Kannski vegna þess að Gildi lífeyrissjóður hafi ekki átt fyrir skuldbindingum undanfarin 4 ár, þar sem halli sjóðsins var rúmar 36 þúsund milljónir króna árið 2010, eða -8,1%, og miklar skerðingar á útgreiðslum hafa átt sér stað til þeirra sem hafa lokið ævistarfi sínu. Þriðja valdið, Fjármálaeftirlitið, hreyfir ekki andmælum þrátt fyrir bréfaskriftir og enn heldur tapið áfram fjórða árið í röð án þess að FME grípi inn í starfsemi Gildis.Ekki hljómgrunnur Árið 2011 nam tapið rúmum 23 þúsund milljónum króna, -4,9% sem er rétt við skerðingarhlutfallið sem er 5%. Að eiga og reka sjóð með halla undanfarin fjögur ár kallar á aðgerðir sem ég hef bent á. En mínar athugasemdir hafa ekki fengið hljómgrunn fámenns hóps manna sem telur sig hafa rétt til að ráða ríkjum. Þrátt fyrir tapið hækkuðu laun framkvæmdastjóra sjóðsins í rúmar 20 milljónir króna, rekstrarkostnaður hækkar ár frá ári og er nú kominn í rúmar 519 milljónir króna árið 2011. Á þessum tapárum 2008-2012 hefur rekstrarkostnaður numið rúmum 116 þúsundum milljóna króna og laun framkvæmdastjóra rúmum 79 milljónum króna án þess að valdhafar geri athugasemdir við laun framkvæmdastjóra eða hækkandi kostnað við rekstur sjóðsins. Meira að segja nú ætlar hið samþjappaða vald að hækka skylduáskrift greiðanda í 15,5% og sjóðsfélaginn hefur ekkert með það að segja vegna skylduaðildar sjóðsfélaga að borga í sukk- og bruðlsjóð Gildis því valdhafar bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Væri ekki nær að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri færu og athuguðu hvað orðið ábyrgð þýðir í raun? Ef þeir skilja það ekki þá vil ég benda umsjónarmönnum orðabóka á að taka það orð út úr íslenskum orðabókum, setja í staðinn sukk og bruðl.Hækkun iðgjalda Að samþykkja hækkun iðgjalda er ekkert annað en að auka fjármagn til þess að sjóðurinn geti starfað því tapið er það stærsta frá stofnun hans. Það er í lagi að borga en kjósi sjóðsfélagi að yfirgefa sjóðinn eða hætta í honum þá er það ekki hægt því fé verður eftir inni í sjóðnum. Kalla menn þetta lýðræði í lífeyrissjóðunum? Ég kalla þetta nauðung. Hafa stjórnendur sagt af sér? Jú, einn. Það var fyrrverandi sjóðstjóri sem sagði af sér. Einn valdamaðurinn sem enn situr og er ábyrgur fyrir kaupum á skuldabréfi rétt fyrir hrun í Glitnis banka fyrir 3.000 milljónir króna, sem töpuðust nokkrum mánuðum síðan eða strax við fall bankans, situr enn. Ekki er að finna neina frekari bókun stjórnar um ofangreind skuldabréfakaup. Það er ekki einn maður sem ber hér ábyrgð, það voru nefnilega stjórnarmenn, varaformaður stjórnar og formaður stjórnar Gildis eða snillingarnir eins og við sjóðsfélagar köllum þá, Vilhjálmur Egilsson og Sigurður Bessason, sem skiptu formannstímanum á milli sín. Það veldur mönnum áhyggjum að stærsta verkalýðsfélagið, Efling, sem á að verja hag launafólks, skuli ekki einu sinni gera athugasemdir við ofurlaun framkvæmdastjóra. Á sama tíma er samið um smánarlaun fyrir lýðinn, það eitt er í lagi, Sigurður Bessason.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun