
Gróðavegur – 3,5% afnotagjald
Stjórnarflokkarnir komust til valda 1. febrúar 2009. Eitt stærsta baráttumál þeirra var að breyta tekjuskiptingunni þannig að aukinn hluti þess sem þegar er greitt fyrir veiðiréttinn á Íslandsmiðum rynni til þjóðarinnar og minna til handhafa kvótans. Síðan eru liðin þrjú metár í sjávarútvegi 2009-2011. Svonefnd EBITDA, hagnaður af rekstri í veiðum og vinnslu til þess að standa undir afskriftum og fjármagnskostnaði, varð samtals 207 milljarðar króna.
Hagnaður þessara þriggja ára er fáheyrður og jafngildir helmingi af öllum skuldum greinarinnar. Samanlögð gjaldtaka fyrir afnotin af fiskimiðunum, veiðigjaldið, var „hófleg", 7 milljarðar króna á þessum gróðaárum. Ríkisstjórnin lét gróðaveg útgerðarinnar ósnertan, þar til nú undir blálok kjörtímabilsins. Hún afhenti nánast ókeypis aðgang að veiðum á nýjum fisktegundum. Gjaldið fyrir aðganginn að fiskimiðunum var 3,5% en gjaldið fyrir aðganginn að heilbrigðiskerfinu er komið upp í 20%.
Áfram verður útgerð á Íslandsmiðum gróðavegur. Það er m.a. vegna þess að útgerðarmenn og sjómenn eru harðduglegir, útsjónarsamir og framfarasinnaðir. En það er líka vegna þess að fiskimiðin eru auðnýtanleg og einstaklega gjöful af verðmætum fisktegundum. Góðar tekjur fást með tiltölulega litlum stofnkostnaði.
Heildartekjur útgerðarinnar einnar eru um 160 milljarðar króna en vátryggingarverðmæti flotans aðeins um 120 milljarðar króna. Árlegar afskriftir eru aðeins 8 milljarðar króna. Þetta er ástæðan fyrir því að kvótinn, veiðirétturinn, er svo hár í verði sem raun ber vitni; það er svo mikil hagnaðarvon. Útgerð er gróðavegur.
Skoðun

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar

Janus og jakkalakkarnir
Óskar Guðmundsson skrifar

Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr
Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi
Ingrid Kuhlman skrifar

Sköpum störf við hæfi!
Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar

Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day
Maru Alemán skrifar

Tikkað í skipulagsboxin
Samúel Torfi Pétursson skrifar

Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri
Þóra Sigurðardóttir skrifar

Sjúklingur settur í fangaklefa
Arnar Þór Jónsson skrifar

Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar
Íris Róbertsdóttir skrifar

Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind
Björgmundur Guðmundsson skrifar

Hvað er „furry“ annars?
Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar

Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan
Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar

Hljóð og mynd íslenskra varna
Arnór Sigurjónsson skrifar

Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi
Davíð Már Sigurðsson skrifar