Rökþrota prestur Reimar Pétursson skrifar 3. janúar 2013 08:00 Gagnrýni virðist fara í taugarnar á mörgum stjórnlagaráðsliðum. Þeir sem láta gagnrýnina trufla sig mest virðast hins vegar með öllu ófærir um að svara henni efnislega. Ástæðan er einföld; tillögurnar standast einfaldlega ekki. Nú hefur t.d. Háskóli Íslands staðið fyrir fundum þar sem fólk úr fræðasamfélaginu hefur kynnt viðhorf sín til tillagna stjórnlagaráðs. Þar ber allt að sama brunni. Tillögurnar fela í sér mikla hættu fyrir lýðræðið, eru til þess fallnar að valda glundroða og leysa með engum hætti úr þeim vandamálum sem þó eru þekkt á sviði stjórnskipunarinnar. Dæmi um viðbrögð stjórnlagaráðsliða við gagnrýninni er að finna í grein sem séra Örn Bárður Jónsson skrifaði á aðventunni og birtist í Fréttablaðinu 8. desember síðastliðinn undir fyrirsögninni „úrtölufólkið og spýjan". Ekki sparar presturinn merkimiðana á gagnrýnendur tillagnanna úr fræðasamfélaginu: „úrtölufólk", „gungur" og „heimskingjar". Gagnrýnin er borin saman við „spýju" úr hundi. Þessa umsögn telur presturinn fræðafólkið verðskulda fyrir að segja „förum varlega, skoðum þetta betur". Rök prestsins fyrir áframhaldandi óvissuferð á sviði stjórnskipunarinnar eru haldlítil. Tillögur stjórnlagaráðs kallar hann „listaverk" og segir þær varða leiðina til „nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags". Prestinum finnst þó ekki ástæða til að útskýra nánar hvernig „listaverkið" á að skila þessum árangri. Þá ber presturinn störf stjórnlagaráðs saman við störf þeirra sem skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þessi samanburður byggist þó í engu á efni skjalanna, aðdraganda gerðar þeirra og reynslu og þekkingu þeirra sem unnu þau. Samanburður prestsins byggist einvörðungu á því hversu langan tíma tók að semja skjölin. Sá tími skiptir augljóslega engu máli. Til dæmis tók hálft ár að útbúa drögin að Weimar-stjórnarskránni þýsku, en hún kom þó ekki í veg fyrir valdatöku Hitlers. Aftur á móti tók aðeins tvær vikur að gera drög að stjórnarskrá Vestur-Þýskalands, sem var ætluð til bráðabirgða, en stendur þó í öllum aðalatriðum enn fyrir sínu. Svör prestsins fela því ekki í sér nein efnisleg svör við framkominni gagnrýni. Þess í stað afhjúpa þau málefnalega fátækt hans og algjöra blindu fyrir réttmætri gagnrýni. Örn Bárður er rökþrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Sjá meira
Gagnrýni virðist fara í taugarnar á mörgum stjórnlagaráðsliðum. Þeir sem láta gagnrýnina trufla sig mest virðast hins vegar með öllu ófærir um að svara henni efnislega. Ástæðan er einföld; tillögurnar standast einfaldlega ekki. Nú hefur t.d. Háskóli Íslands staðið fyrir fundum þar sem fólk úr fræðasamfélaginu hefur kynnt viðhorf sín til tillagna stjórnlagaráðs. Þar ber allt að sama brunni. Tillögurnar fela í sér mikla hættu fyrir lýðræðið, eru til þess fallnar að valda glundroða og leysa með engum hætti úr þeim vandamálum sem þó eru þekkt á sviði stjórnskipunarinnar. Dæmi um viðbrögð stjórnlagaráðsliða við gagnrýninni er að finna í grein sem séra Örn Bárður Jónsson skrifaði á aðventunni og birtist í Fréttablaðinu 8. desember síðastliðinn undir fyrirsögninni „úrtölufólkið og spýjan". Ekki sparar presturinn merkimiðana á gagnrýnendur tillagnanna úr fræðasamfélaginu: „úrtölufólk", „gungur" og „heimskingjar". Gagnrýnin er borin saman við „spýju" úr hundi. Þessa umsögn telur presturinn fræðafólkið verðskulda fyrir að segja „förum varlega, skoðum þetta betur". Rök prestsins fyrir áframhaldandi óvissuferð á sviði stjórnskipunarinnar eru haldlítil. Tillögur stjórnlagaráðs kallar hann „listaverk" og segir þær varða leiðina til „nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags". Prestinum finnst þó ekki ástæða til að útskýra nánar hvernig „listaverkið" á að skila þessum árangri. Þá ber presturinn störf stjórnlagaráðs saman við störf þeirra sem skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þessi samanburður byggist þó í engu á efni skjalanna, aðdraganda gerðar þeirra og reynslu og þekkingu þeirra sem unnu þau. Samanburður prestsins byggist einvörðungu á því hversu langan tíma tók að semja skjölin. Sá tími skiptir augljóslega engu máli. Til dæmis tók hálft ár að útbúa drögin að Weimar-stjórnarskránni þýsku, en hún kom þó ekki í veg fyrir valdatöku Hitlers. Aftur á móti tók aðeins tvær vikur að gera drög að stjórnarskrá Vestur-Þýskalands, sem var ætluð til bráðabirgða, en stendur þó í öllum aðalatriðum enn fyrir sínu. Svör prestsins fela því ekki í sér nein efnisleg svör við framkominni gagnrýni. Þess í stað afhjúpa þau málefnalega fátækt hans og algjöra blindu fyrir réttmætri gagnrýni. Örn Bárður er rökþrota.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun