Fjármögnun Kung fu-myndar fer hratt af stað á Kickstarter Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. desember 2013 14:42 Kynningarstikla Kung fu-myndarinnar Kung Fury fer nú eins og eldur í sinu um netheima en fjármögnun myndarinnar fer fram á vefsíðunni Kickstarter. Leikstjórinn David Sandberg og félagar hans sögðu í upphafi hópfjármögnunarinnar að ef þeir næðu að safna 200 þúsund dölum myndu þeir gera hálftíma útgáfu af myndinni og dreifa henni frítt á internetinu. Ef þeir ná hins vegar að safna einni milljón dala stendur til að finna dreifingaraðila og gera myndina í fullri lengd. Stiklan er mikilfengleg og ljóst er að myndin verður hlaðin spennu og góðu gríni að hætti níunda áratugarins. Segir hún frá ungri löggu sem leggur stund á Kung fu-bardagalistina. Hann verður að ferðast aftur í tímann og sigra mesta Kung fu-bardagamann allra tíma, Adolf Hitler. Söfnunin fer vel af stað og á aðeins fjórum dögum hafa safnast tæplega 350 þúsund dalir. Hefur Sandberg, sem er 28 ára gamall leikstjóri búsettur í Svíþjóð, því náð fyrra markmiði sínu og gott betur.Andi 9. áratugarins svífur yfir vötnum í stiklunni.Ef milljón dalir safnast verður Kung Fury gerð í fullri lengd.Kung fu-löggan ferðast aftur í tímann.Í Kung Fury er Adolf Hitler mesti Kung fu-bardagamaður allra tíma. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kynningarstikla Kung fu-myndarinnar Kung Fury fer nú eins og eldur í sinu um netheima en fjármögnun myndarinnar fer fram á vefsíðunni Kickstarter. Leikstjórinn David Sandberg og félagar hans sögðu í upphafi hópfjármögnunarinnar að ef þeir næðu að safna 200 þúsund dölum myndu þeir gera hálftíma útgáfu af myndinni og dreifa henni frítt á internetinu. Ef þeir ná hins vegar að safna einni milljón dala stendur til að finna dreifingaraðila og gera myndina í fullri lengd. Stiklan er mikilfengleg og ljóst er að myndin verður hlaðin spennu og góðu gríni að hætti níunda áratugarins. Segir hún frá ungri löggu sem leggur stund á Kung fu-bardagalistina. Hann verður að ferðast aftur í tímann og sigra mesta Kung fu-bardagamann allra tíma, Adolf Hitler. Söfnunin fer vel af stað og á aðeins fjórum dögum hafa safnast tæplega 350 þúsund dalir. Hefur Sandberg, sem er 28 ára gamall leikstjóri búsettur í Svíþjóð, því náð fyrra markmiði sínu og gott betur.Andi 9. áratugarins svífur yfir vötnum í stiklunni.Ef milljón dalir safnast verður Kung Fury gerð í fullri lengd.Kung fu-löggan ferðast aftur í tímann.Í Kung Fury er Adolf Hitler mesti Kung fu-bardagamaður allra tíma.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira