Hjördís Svan afhent dönskum yfirvöldum - Hafa kært úrskurðinn Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. desember 2013 13:46 Lögmenn Hjördísar Svan, forsjárlausrar móður þriggja barna sem fór með þau frá Danmörku til Íslands í haust, hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli handtökuskipunar. Þetta kemur fram í fréttum RÚV. Á fimmtudag kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð þar sem fram kemur að til staðar séu skilyrði til þess að Hjördís verði flutt til Danmerkur og afhent dönskum yfirvöldum. Hjördís hefur verið í farbanni undanfarna mánuði. Kim Gram Laursen, faðir barnanna, fer með forsjá þeirra og börnin bjuggu hjá honum í Danmörku. Hjördís hefur umgengisrétt og hafði hún börnin í umgengni síðasta sumar. Hún átti að skila þeim til Kim í ágúst en það gerði hún ekki og fór þess í stað með börnin heim til Íslands. Dönsk yfirvöld telja að flutningur með börnin til Íslandi brjóti í bága við dönsk lög og dönsk yfirvöld gáfu því út handtökubeiðni á hendur Hjördísar. Beiðnin var afturkölluð á grundvelli mannúðarástæðna en hún var síðar endurútgefin. Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði þess að fjalla um málið á meðan tekist var á um lögmæti beiðninnar í Danmörku. Hjördís og Kim hafa átt í áralangri forsjárdeilu og danskur dómstóll dæmdir Kim fulla forsjá í september á síðasta ári. Með fréttinni er sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um málið frá því í október. Hjördís Svan Tengdar fréttir Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18 Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag. 4. október 2013 18:30 Handtöku Hjördísar Svan frestað Beðið er úrskurðar um lögmæti dönsku handtökubeiðnarinnar fyrir dönskum dómstólum. 15. nóvember 2013 11:32 Stúlkurnar komnar í skóla Stúlkurnar sem fluttar voru með einkaflugvél frá Danmörku til Íslands í forræðisdeilu á milli föður og móður eru allar komnar í skóla hér á landi. 27. september 2013 16:01 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Lögmenn Hjördísar Svan, forsjárlausrar móður þriggja barna sem fór með þau frá Danmörku til Íslands í haust, hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli handtökuskipunar. Þetta kemur fram í fréttum RÚV. Á fimmtudag kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð þar sem fram kemur að til staðar séu skilyrði til þess að Hjördís verði flutt til Danmerkur og afhent dönskum yfirvöldum. Hjördís hefur verið í farbanni undanfarna mánuði. Kim Gram Laursen, faðir barnanna, fer með forsjá þeirra og börnin bjuggu hjá honum í Danmörku. Hjördís hefur umgengisrétt og hafði hún börnin í umgengni síðasta sumar. Hún átti að skila þeim til Kim í ágúst en það gerði hún ekki og fór þess í stað með börnin heim til Íslands. Dönsk yfirvöld telja að flutningur með börnin til Íslandi brjóti í bága við dönsk lög og dönsk yfirvöld gáfu því út handtökubeiðni á hendur Hjördísar. Beiðnin var afturkölluð á grundvelli mannúðarástæðna en hún var síðar endurútgefin. Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði þess að fjalla um málið á meðan tekist var á um lögmæti beiðninnar í Danmörku. Hjördís og Kim hafa átt í áralangri forsjárdeilu og danskur dómstóll dæmdir Kim fulla forsjá í september á síðasta ári. Með fréttinni er sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um málið frá því í október.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18 Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag. 4. október 2013 18:30 Handtöku Hjördísar Svan frestað Beðið er úrskurðar um lögmæti dönsku handtökubeiðnarinnar fyrir dönskum dómstólum. 15. nóvember 2013 11:32 Stúlkurnar komnar í skóla Stúlkurnar sem fluttar voru með einkaflugvél frá Danmörku til Íslands í forræðisdeilu á milli föður og móður eru allar komnar í skóla hér á landi. 27. september 2013 16:01 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18
Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag. 4. október 2013 18:30
Handtöku Hjördísar Svan frestað Beðið er úrskurðar um lögmæti dönsku handtökubeiðnarinnar fyrir dönskum dómstólum. 15. nóvember 2013 11:32
Stúlkurnar komnar í skóla Stúlkurnar sem fluttar voru með einkaflugvél frá Danmörku til Íslands í forræðisdeilu á milli föður og móður eru allar komnar í skóla hér á landi. 27. september 2013 16:01