Brjálað að gera í bíó í dag Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. desember 2013 14:28 Starfsmenn kvikmyndahúsanna segja annan í jólum einn mesta bíódag ársins. Dagurinn í dag, annar í jólum, er að sögn starfsmanna kvikmyndahúsanna einn stærsti dagur ársins þegar kemur að bíóaðsókn hér á landi. Kvikmyndin The Hobbit: The Desolation of Smaug er frumsýnd í dag og er uppselt á margar sýningar myndarinnar í dag og í kvöld. „Það er uppselt klukkan 19 og 22 hjá okkur,“ segir Davíð Hjálmarsson, vaktstjóri í Sambíóunum, Egilshöll. Hann segir örfáa miða eftir á sýninguna klukkan 15:40 og segir annan í jólum og nýársdag þá stærstu á bíóárinu. Lítið var eftir af miðum á Hobbitann klukkan 14 í Sambíóunum, Álfabakka og segir Kolbrún Ýr Hjartardóttir vaktstjóri. „Svo er líka nóg að gera á Frozen,“ segir Kolbrún um nýjustu teiknimynd Disney. Í Smárabíói er uppselt á Hobbitann í lúxussal og mikið búið að selja á kvöldsýningarnar. „Hobbitinn er að einoka þetta svolítið í dag,“ segir Birna Guðbrandsdóttir vaktstjóri en bætir því við að einnig sé nóg að gera í barnamyndunum í dag. Aðspurð hvers vegna annar í jólum sé svona mikill bíódagur segir hún að fólk sé auðvitað bara í fríi og því gott að koma í bíó. „Það er mikið stuð í vinnunni í dag og nóg að gera.“ Sandra Sif Guðbrandsdóttir í Laugarásbíó sagði rétt fyrir klukkan 14 að lítið væri eftir af miðum á 14-sýningu Hobbitans. Hún segir að Íslendingar hafi alltaf sótt mikið í bíó í jólafríinu, en sérstaklega núna eftir að myndirnar um Hobbitann og Hringadróttinssögu náðu vinsældum. „Þetta er gott frí og fólk hefur ekkert annað að gera en að koma í bíó,“ segir Sandra. Auk Hobbitans er nýjasta kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, einnig frumsýnd í dag. Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Dagurinn í dag, annar í jólum, er að sögn starfsmanna kvikmyndahúsanna einn stærsti dagur ársins þegar kemur að bíóaðsókn hér á landi. Kvikmyndin The Hobbit: The Desolation of Smaug er frumsýnd í dag og er uppselt á margar sýningar myndarinnar í dag og í kvöld. „Það er uppselt klukkan 19 og 22 hjá okkur,“ segir Davíð Hjálmarsson, vaktstjóri í Sambíóunum, Egilshöll. Hann segir örfáa miða eftir á sýninguna klukkan 15:40 og segir annan í jólum og nýársdag þá stærstu á bíóárinu. Lítið var eftir af miðum á Hobbitann klukkan 14 í Sambíóunum, Álfabakka og segir Kolbrún Ýr Hjartardóttir vaktstjóri. „Svo er líka nóg að gera á Frozen,“ segir Kolbrún um nýjustu teiknimynd Disney. Í Smárabíói er uppselt á Hobbitann í lúxussal og mikið búið að selja á kvöldsýningarnar. „Hobbitinn er að einoka þetta svolítið í dag,“ segir Birna Guðbrandsdóttir vaktstjóri en bætir því við að einnig sé nóg að gera í barnamyndunum í dag. Aðspurð hvers vegna annar í jólum sé svona mikill bíódagur segir hún að fólk sé auðvitað bara í fríi og því gott að koma í bíó. „Það er mikið stuð í vinnunni í dag og nóg að gera.“ Sandra Sif Guðbrandsdóttir í Laugarásbíó sagði rétt fyrir klukkan 14 að lítið væri eftir af miðum á 14-sýningu Hobbitans. Hún segir að Íslendingar hafi alltaf sótt mikið í bíó í jólafríinu, en sérstaklega núna eftir að myndirnar um Hobbitann og Hringadróttinssögu náðu vinsældum. „Þetta er gott frí og fólk hefur ekkert annað að gera en að koma í bíó,“ segir Sandra. Auk Hobbitans er nýjasta kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, einnig frumsýnd í dag.
Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira