Fótbolti

Ráðist á Boateng á Jóladag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kevin-Prince í búningi AC Milan. Þaðan gekk hann í raðir Schalke.
Kevin-Prince í búningi AC Milan. Þaðan gekk hann í raðir Schalke. Nordicphotos/Getty
Kevin-Prince Boateng varð fyrir líkamsárás á götum Kaarst í Þýskalandi á Jóladag. Þetta staðfestir lögregla við staðarblaðið Rheinische Post.

Boateng, sem spilar með liði Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, var að yfirgefa hús fyrrverandi eiginkonu sinnar og barnsmóður þegar ráðist var á hann. Var hann kýldur áður en hann féll á vasa. Boateng var færður á sjúkrahús síðar um daginn vegna meiðsla á rifbeini, baki og hálsi.

Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar enn sem komið er. Leitað er að vitnum sem gætu gefið nánari upplýsingar. Ástæður árásarinnar eru ókunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×