Gummi Ben ársins: Hunskastu útaf Mandzukic-ið þitt Stefán Árni Pálsson skrifar 28. desember 2013 15:00 Guðmundur Benediktsson. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson hefur einfaldlega farið á kostum í lýsingum sínum á árinu og oft á tíðum gjörsamlega misst vitið í beinum útsendingum. Þá sérstaklega þegar íslenska landsliðið lék í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan var á staðnum. Hér fyrir neðan má lesa og hlusta á það helsta frá einum vinsælasta lýsanda þjóðarinnar.Íslenska landsliðið Guðmundur fór mikinn á lokaspretti íslenska landsliðsins í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan og Vísir var á staðnum þegar Ísland spilaði sinn síðasta leik í riðlinum gegn Norðmönnum og náðu að tryggja sér sæti í umspilinu. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum yfir á upphafsmínútum leiksins og Guðmundur gjörsamlega missti það. Heyra má lýsinguna hér að ofan. Ísland gerði 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik riðilsins og náði liðið þar með að tryggja sér áfram í umspil um sæti á HM í Brasilíu. Guðmundur var að vonum kátur í leikslok þegar ljóst var hver örlög Íslendinga yrðu í riðlinum og heyra má viðbrögð hans hér. Næsta verkefni Íslenska landsliðsins var umspil gegn Króatíu. Fyrri leikurinn fór 0-0 á Laugardalsvellinum og átti íslenska liðið góðan möguleika fyrir síðari leikinn á útivelli. Svo fór að liðið tapaði 2-0 fyrir Króatíu og féll því úr leik. Fróðlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Mario Mandzukic, leikmaður króatíska landsliðsins, braut á Jóhanni Berg Guðmundssyni í stöðunni 1-0 og fékk að líta rauða spjaldið. Þá mátti heyra Guðmund segja eftirfarandi setningu: „Beint í sturtu með hann, ekkert sjampó eða neitt, bara beint í ískalda sturtu. Hunskastu útaf Mandzukic-ið þitt.“ Heyra má í Guðmundi hér. Fyrir leikinn á Laugardalsvelli gegn Króatíu sagði Guðmundur í viðtali við Pressuna að „Íslenska varnarlínan [hafi verið] eins og IKEA skápur sem búið [sé] að setja rétt saman." Einnig lét Guðmundur þessi skemmtilegu orð falla í landsleikjum íslenska landsliðsins: „Þetta gerir Ragnar vel, hann veit ekki hver Mandzukic er en hann veit hvar boltinn er.“ Ragnar sagði í viðtali við Stöð 2 að hann vissi í raun ekki hver Mandzukiz væri fyrir leikina gegn Króötum. „Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er Hannes Halldórsson markmaður KR en hann var einu sinni markmaður Fram, honum hefur samt farið fram.“Mario Mandzukic fær hér rautt spjald.mynd / vilhelmGummi Ben slær á létta strengi „...Og setur hann yfir, ég myndi senda hann bara heim og ekki láta hann keyra sjálfur. Láta frekar skutla honum, upp í rúm og einhver þarf að vaka yfir honum, svæfa hann bara,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Jonathan Walters, leikmaður Stoke, hafði átt skelfilegan leik gegn Chelsea. Walters skoraði tvö sjálfsmörk og klúðraði víti. – 12. janúar 2013. „Það er eins og hann sjái ekki varnarmennina." Guðmundur Benediktsson um Lionel Messi, leikmann Barcelona, í leik gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu þann 13. mars. „Ef ég ætti bara einhver pening, þá myndi ég bjóða persónulega í Luis Suarez. Ég veit ekki hvað ég myndi gera við hann, en ég myndi samt bjóða í hann,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Suarez átti enn einn frábæra leikinn fyrir Liverpool þann 4. desember gegn Norwich. Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2013 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson hefur einfaldlega farið á kostum í lýsingum sínum á árinu og oft á tíðum gjörsamlega misst vitið í beinum útsendingum. Þá sérstaklega þegar íslenska landsliðið lék í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan var á staðnum. Hér fyrir neðan má lesa og hlusta á það helsta frá einum vinsælasta lýsanda þjóðarinnar.Íslenska landsliðið Guðmundur fór mikinn á lokaspretti íslenska landsliðsins í undankeppni HM í knattspyrnu, en Bylgjan og Vísir var á staðnum þegar Ísland spilaði sinn síðasta leik í riðlinum gegn Norðmönnum og náðu að tryggja sér sæti í umspilinu. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum yfir á upphafsmínútum leiksins og Guðmundur gjörsamlega missti það. Heyra má lýsinguna hér að ofan. Ísland gerði 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik riðilsins og náði liðið þar með að tryggja sér áfram í umspil um sæti á HM í Brasilíu. Guðmundur var að vonum kátur í leikslok þegar ljóst var hver örlög Íslendinga yrðu í riðlinum og heyra má viðbrögð hans hér. Næsta verkefni Íslenska landsliðsins var umspil gegn Króatíu. Fyrri leikurinn fór 0-0 á Laugardalsvellinum og átti íslenska liðið góðan möguleika fyrir síðari leikinn á útivelli. Svo fór að liðið tapaði 2-0 fyrir Króatíu og féll því úr leik. Fróðlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Mario Mandzukic, leikmaður króatíska landsliðsins, braut á Jóhanni Berg Guðmundssyni í stöðunni 1-0 og fékk að líta rauða spjaldið. Þá mátti heyra Guðmund segja eftirfarandi setningu: „Beint í sturtu með hann, ekkert sjampó eða neitt, bara beint í ískalda sturtu. Hunskastu útaf Mandzukic-ið þitt.“ Heyra má í Guðmundi hér. Fyrir leikinn á Laugardalsvelli gegn Króatíu sagði Guðmundur í viðtali við Pressuna að „Íslenska varnarlínan [hafi verið] eins og IKEA skápur sem búið [sé] að setja rétt saman." Einnig lét Guðmundur þessi skemmtilegu orð falla í landsleikjum íslenska landsliðsins: „Þetta gerir Ragnar vel, hann veit ekki hver Mandzukic er en hann veit hvar boltinn er.“ Ragnar sagði í viðtali við Stöð 2 að hann vissi í raun ekki hver Mandzukiz væri fyrir leikina gegn Króötum. „Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er Hannes Halldórsson markmaður KR en hann var einu sinni markmaður Fram, honum hefur samt farið fram.“Mario Mandzukic fær hér rautt spjald.mynd / vilhelmGummi Ben slær á létta strengi „...Og setur hann yfir, ég myndi senda hann bara heim og ekki láta hann keyra sjálfur. Láta frekar skutla honum, upp í rúm og einhver þarf að vaka yfir honum, svæfa hann bara,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Jonathan Walters, leikmaður Stoke, hafði átt skelfilegan leik gegn Chelsea. Walters skoraði tvö sjálfsmörk og klúðraði víti. – 12. janúar 2013. „Það er eins og hann sjái ekki varnarmennina." Guðmundur Benediktsson um Lionel Messi, leikmann Barcelona, í leik gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu þann 13. mars. „Ef ég ætti bara einhver pening, þá myndi ég bjóða persónulega í Luis Suarez. Ég veit ekki hvað ég myndi gera við hann, en ég myndi samt bjóða í hann,“ sagði Guðmundur í lýsingu þegar Suarez átti enn einn frábæra leikinn fyrir Liverpool þann 4. desember gegn Norwich.
Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2013 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti