Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld kosinn Íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum Íþróttafréttamanna en þetta var jafnframt í þriðja sinn sem Gylfi er meðal fjögurra efstu í kjörinu.
Gylfi er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem nær því að verða þrisvar sinnum meðal þeirra fjögurra efstu í kjörinu fyrir 25 ára aldur. Gylfi varð í öðru sæti í kjörinu árið 2010 og svo í fjórða sætinu í fyrra. Hann verður 25 ára gamall á næsta ári.
Þrír aðrir knattspyrnumenn og ein knattspyrnukona höfðu náð tvisvar sinnum inn á topp fjögur fyrir 25 ára aldurinn. Það voru þau Arnór Guðjohnsen, Ásgeir Sigurvinsson, Eyjólfur Sverrisson og Margrét Lára Viðarsdóttir.
Sundmaðurinn Guðmundur Gíslason á metið en hann varð sjö sinnum meðal fjögurra efstu í kjörinu áður en hann varð 25 ára gamall. Örn Arnarson náði því sex sinnum.
Oftast inn á topp fjögur fyrir 25 ára aldur
7 - Guðmundur Gíslason, Sund
6 - Örn Arnarson, Sund
4 - Vala Flosadóttir, Frjálsar Íþróttir
4 - Geir Hallsteinsson, Handbolti
3 - Bjarni Stefánsson, Frjálsar Íþróttir
3 - Vilhjálmur Einarsson, Frjálsar Íþróttir
3 - Jón Þ. Ólafsson, Frjálsar Íþróttir
3 - Erlendur Valdimarsson, Frjálsar Íþróttir
3 - Gylfi Þór Sigurðsson, Knattspyrna
3 - Eðvarð Þór Eðvarðsson, Sund
2 - Gústaf Agnarsson, Kraftlyftingar
2 - Margrét Lára Viðarsdóttir, Knattspyrna
2 - Hilmar Þorbjörnsson, Frjálsar Íþróttir
2 - Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Sund
2 - Ingunn Einarsdóttir, Frjálsar Íþróttir
2 - Ágústa Þorsteinsdóttir, Sund
2 - Haukur Gunnarsson, Frjálsar Íþróttir (ÍF)
2 - Ásgeir Sigurvinsson, Knattspyrna
2 - Arnór Guðjohnsen, Knattspyrna
2 - Valbjörn Þorláksson, Frjálsar Íþróttir
2 - Aron Pálmarsson, Handbolti
2 - Einar Vilhjálmsson, Frjálsar Íþróttir
2 - Eyjólfur Sverrisson, Knattspyrna
2 - Úlfar Jónsson, Golf
