Handbolti

Guðjón Valur: Þú gætir kannski sent Barcelona númerið mitt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/Vilhelm
Guðjón Valur Sigurðsson tók á því í lyftingum á meðan félagar hans í karlalandsliðinu æfðu í Austurbergi í morgun. Hornamaðurinn glímir við meiðsli á kálfa og er óvíst hvort hann verði klár í slaginn á Evrópumeistaramótinu í Danmörku í janúar.

„Ég verð annaðhvort klár eða ekki. Ég hef ekki áhuga á að meta líkurnar, ég vil það ekki. Ég geri bara allt sem ég get til þess að verða klár. Þetta snýst ekki bara um guð og lukkuna heldur líka hvað maður gerir og leggur á sig.“

Samningur Guðjóns Vals við Kiel rennur út í vor. Hornamaðurinn hefur þegar hafnað samningstilboði þýska félagsins og bendir flest til þess að hann rói á önnu mið.

„Það er eitthvað farið að skýrast en ekkert sem ég má segja frá,“ segir landsliðsfyrirliðinn. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Barcelona á Spáni en hefur hann fengið einhver símtöl frá Spáni?

„Þú getur kannski sent þeim númerið mitt,“ sagði hornamaðurinn léttur.

„Þetta er ekkert NASA leyndarmál. Mér er bara ráðlagt og beðinn um að segja sem minnst bæði hjá Kiel og annars staðar. Við bíðum bara og sjáum til.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×