Zulte Waregem tapaði 2-0 á heimavelli gegn Rubin Kazan í lokaumferð D-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Tapið þýðir að liðið fellur úr öðru í þriðja sæti riðilsins og er úr leik.
Ólafur Ingi Skúlason spilaði allan leikinn á miðjunni hjá belgíska liðinu sem átti í fullu tré við rússneska liðið. Belgunum hefði dugað jafntefli en tvö mörk Rússanna á síðustu tíu mínútum leiksins gerðu drauminn um sæti í 32-liða úrslitum keppninnar að engu.
Maribor frá Póllandi skaust upp fyrir Zulte í annað sætið með 2-1 sigri á Wigan á heimavelli. Maribor og Zulte hafa bæði 7 stig en Maribor stendur betur að vígi í innbyrðisviðureignum.
Afar óvænt úrslit litu dagsins ljós í Hollandi þar sem PSV Eindhoven tapaði 0-1 gegn Chornomorets Odesa frá Úkraínu. Með sigrinum nældu þeir úkraínsku í annað sæti riðilsins á kostnað PSV sem er úr leik.
Swansea tapaði 1-0 úti gegn St. Gallen en nær engu að síður öðru sætinu í A-riðli þar sem Kuban náði ekki að leggja Valencia að velli á Spáni.
Maccabi Tel-Aviv tryggði sér annað sætið í F-riðli með sigri á Bordeaux. Apoel tapaði úti gegn Eintracht Frankfurt sem hafði þegar tryggt sér toppsæti riðilsins.
Liðin tólf sem komin eru áfram úr riðlum A-F eru:
Valencia
Swansea
Ludogorets Razgrad
Chornomorets Odesa
Salzburg
Esbjerg
Rubin Kazan
Maribor
Fiorentina
Dnipro Dinpropetrovsk
Frankfurt
Maccabi Tel-Aviv
Lokastöðuna í öllum riðlunum má sjá hér.
Evrópuævintýri Ólafs Inga úti | PSV óvænt úr leik
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti





Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti


Vörn Grindavíkur áfram hriplek
Fótbolti
