Karlalið KR í körfubolta hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino's-deild karla í kvöld er liðið vann öruggan sigur á grönnum sínum Valsmönnum að Hlíðarenda.
Þegar tíu umferðir eru liðnar af Íslandsmótinu hafa KR-ingar fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Liðið féll sem kunnugt er úr bikarnum gegn Njarðvíkingum en hafa ítrekað sagt í viðtölum að hungrið í Íslandsmeistaratitilinn sé þeim mun meira fyrir vikið.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fylgdist með gangi mála að Hlíðarenda í kvöld og tók þessar fínu myndir.
Valur engin fyrirstaða fyrir KR | Myndasyrpa

Tengdar fréttir

Njarðvík lá í Hólminum | Úrslit kvöldsins
Snæfell og Þór unnu góða sigra í 10. umferð Domino's-deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

Benedikt: Ætla að sleppa því að hrósa Ragga
„Við vissum að ef við myndum sýna sama töffaraskap í fjórða leikhluta myndum við taka þetta en ef við værum eitthvað litlir í okkur myndi þetta vera erfitt," segir Benedikt Guðmundsson.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór 78-88 | Ragnar með stórleik í Röstinni
Þórsarar unnu sanngjarnan tíu stiga sigur á Grindavík í tíundu umferð Dominos deild karla í Röstinni í kvöld. Þórsarar leiddu stærstan hluta leiksins og unnu að lokum sannfærandi sigur.