Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 20-25 | Gróttustúlkur kláruðu Val Guðmundur Marinó Ingvarsson í Strandgötu skrifar 13. desember 2013 10:59 Gróttustúlkur fagna sigrinum í kvöld. Myndir/Daníel Grótta mætir Stjörnunni í úrslitum deildarbikars kvenna í handbolta eftir að liðið lagði Val 25-20 í undanúrslitum í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-10. Það var jafnræði með liðunum framan af leik en þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af leiknum fór sóknarleikur Vals að hiksta gegn öflugri vörn Gróttu. Grótta breytti stöðunni úr 5-5 í 6-11 á ellefu mínútna kafla. Grótta felldi Val á eigin bragði. Liðið lék góða vörn og Íris Björk Símonardóttir var frábær í markinu. Liðið keyrði hraðaupphlaupin af krafti og kom sér í góða stöðu en fjórum mörkum munaði í hálfleik 14-10. Guðný Jenný Ásmundsdóttir lék ekki með Val og munar um landsliðsmarkvörðinn. Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir átti ágætis kafla í markinu en gerði sig of oft seka um slakar sendingar fram völlinn. Valur lék öfluga vörn í seinni hálfleik en náði ekki minnka muninn að neinu ráði því Íris Björk Símonardóttir fór á kostum í marki Gróttu og hreinlega lokaði markinu á löngum köflum. Grótta náði mest sex marka forystu í seinni hálfleik og þó Valur hafi náð að minnka muninn í þrjú mörk þegar rúm mínúta var eftir náði liðið aldrei að gera leikinn spennandi. Íris Björk: Áfangi að taka stóra skrefið og vinna ValMynd/Daníel„Mér fannst við vilja þetta aðeins meira og þetta snýst um það í handbolta,“ sagði Íris Björk Símonardóttir sem fór á kostum í marki Gróttu í kvöld. „Í 50 mínútur spiluðum við frábæra vörn og þetta gekk allt sóknarlega, að lokum. Sóknarleikurinn var brösulegur á tímabili en það er af því að við erum að spila á móti hörku vörn og frábærum markmanni henni Sigríði (Arnfjörð).“ Íris Björk varði 28 skot þegar liðin mættust í deildinni í október og virðist líða mjög vel á móti Val. „Ég veit ekki hvað þetta er. Við höfum náð að gíra okkur upp í geðveiki á móti Val. Baráttan hefur verið brjáluð á móti þeim í þessum tveim leikjum. Þegar staðan er þannig þá spilar maður betur. „Það er áfangi fyrir okkur að hafa loksins tekið stóra skrefið og unnið Val. Við gerðum jafntefli síðast og töpuðum svo með einu fyrir Fram í hörkuleik. Það var gott að vinna loksins,“ sagði Íris sem býst við hörkuleik þar sem allt geti gerst spili Grótta af sama krafti og nái upp sömu vörn. Úrslitaleikurinn á milli Gróttu og Stjörnunnar hefst klukkan 13:00 í Strandgötunni í Hafnarfirði á morgun laugardag. Óskar Bjarni: Vantaði metnað til að vinna þennan leikMynd/Daníel„Þær voru grimmari og betri. Við vorum lengi til baka sem er mjög óvanalegt hjá Val. Við vorum líka lengi fram og gerðum mikið af tæknifeilum þegar við reyndum að hlaupa fram,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarþjálfari Vals. „Við töpum ellefu boltum í hraðaupphlaupum þar sem við erum að meta vitlaust. Íris sló okkur aðeins út af laginu þannig að sóknarleikurinn varð hálf lamaður. Það vantaði orkuna og kraftinn í okkur. Það var enginn sem átti stórleik hjá okkur á meðan það voru margar hjá þeim sem voru góðar. „Varnarleikurinn var fínn. Við áttum að fá meira út úr hraðaupphlaupunum því bæði 5-1 og 6-0 gekk ágætlega. „Grótta átti þetta skilið. Þær vildu þetta miklu meira heldur en Valur hér í kvöld.“ Segja má að Grótta hafi fellt Val á eigin bragði með því að leika frábæra vörn, fá góða markvörslu og keyra upp hraðann. „Það voru líka miklu fljótari til baka. Þær komast líka upp með að reyna að hoppa í sóknarfráköst og ná samt að stoppa okkur. Við vorum ekki góðar og þær voru fínar, ég tek það ekki af þeim. „Mér fannst lítil orka í þessum leik hjá okkur. Mér fannst við ekki hafa metnað til að vinna þennan leik og fá Stjörnuna á morgun. Á meðan Grótta kom með því hugarfari að fara í úrslitaleikinn,“ sagði Óskar Bjarni. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Grótta mætir Stjörnunni í úrslitum deildarbikars kvenna í handbolta eftir að liðið lagði Val 25-20 í undanúrslitum í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-10. Það var jafnræði með liðunum framan af leik en þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af leiknum fór sóknarleikur Vals að hiksta gegn öflugri vörn Gróttu. Grótta breytti stöðunni úr 5-5 í 6-11 á ellefu mínútna kafla. Grótta felldi Val á eigin bragði. Liðið lék góða vörn og Íris Björk Símonardóttir var frábær í markinu. Liðið keyrði hraðaupphlaupin af krafti og kom sér í góða stöðu en fjórum mörkum munaði í hálfleik 14-10. Guðný Jenný Ásmundsdóttir lék ekki með Val og munar um landsliðsmarkvörðinn. Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir átti ágætis kafla í markinu en gerði sig of oft seka um slakar sendingar fram völlinn. Valur lék öfluga vörn í seinni hálfleik en náði ekki minnka muninn að neinu ráði því Íris Björk Símonardóttir fór á kostum í marki Gróttu og hreinlega lokaði markinu á löngum köflum. Grótta náði mest sex marka forystu í seinni hálfleik og þó Valur hafi náð að minnka muninn í þrjú mörk þegar rúm mínúta var eftir náði liðið aldrei að gera leikinn spennandi. Íris Björk: Áfangi að taka stóra skrefið og vinna ValMynd/Daníel„Mér fannst við vilja þetta aðeins meira og þetta snýst um það í handbolta,“ sagði Íris Björk Símonardóttir sem fór á kostum í marki Gróttu í kvöld. „Í 50 mínútur spiluðum við frábæra vörn og þetta gekk allt sóknarlega, að lokum. Sóknarleikurinn var brösulegur á tímabili en það er af því að við erum að spila á móti hörku vörn og frábærum markmanni henni Sigríði (Arnfjörð).“ Íris Björk varði 28 skot þegar liðin mættust í deildinni í október og virðist líða mjög vel á móti Val. „Ég veit ekki hvað þetta er. Við höfum náð að gíra okkur upp í geðveiki á móti Val. Baráttan hefur verið brjáluð á móti þeim í þessum tveim leikjum. Þegar staðan er þannig þá spilar maður betur. „Það er áfangi fyrir okkur að hafa loksins tekið stóra skrefið og unnið Val. Við gerðum jafntefli síðast og töpuðum svo með einu fyrir Fram í hörkuleik. Það var gott að vinna loksins,“ sagði Íris sem býst við hörkuleik þar sem allt geti gerst spili Grótta af sama krafti og nái upp sömu vörn. Úrslitaleikurinn á milli Gróttu og Stjörnunnar hefst klukkan 13:00 í Strandgötunni í Hafnarfirði á morgun laugardag. Óskar Bjarni: Vantaði metnað til að vinna þennan leikMynd/Daníel„Þær voru grimmari og betri. Við vorum lengi til baka sem er mjög óvanalegt hjá Val. Við vorum líka lengi fram og gerðum mikið af tæknifeilum þegar við reyndum að hlaupa fram,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarþjálfari Vals. „Við töpum ellefu boltum í hraðaupphlaupum þar sem við erum að meta vitlaust. Íris sló okkur aðeins út af laginu þannig að sóknarleikurinn varð hálf lamaður. Það vantaði orkuna og kraftinn í okkur. Það var enginn sem átti stórleik hjá okkur á meðan það voru margar hjá þeim sem voru góðar. „Varnarleikurinn var fínn. Við áttum að fá meira út úr hraðaupphlaupunum því bæði 5-1 og 6-0 gekk ágætlega. „Grótta átti þetta skilið. Þær vildu þetta miklu meira heldur en Valur hér í kvöld.“ Segja má að Grótta hafi fellt Val á eigin bragði með því að leika frábæra vörn, fá góða markvörslu og keyra upp hraðann. „Það voru líka miklu fljótari til baka. Þær komast líka upp með að reyna að hoppa í sóknarfráköst og ná samt að stoppa okkur. Við vorum ekki góðar og þær voru fínar, ég tek það ekki af þeim. „Mér fannst lítil orka í þessum leik hjá okkur. Mér fannst við ekki hafa metnað til að vinna þennan leik og fá Stjörnuna á morgun. Á meðan Grótta kom með því hugarfari að fara í úrslitaleikinn,“ sagði Óskar Bjarni.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira