Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 25-22 | Rauð jól í Hafnarfirði Sigmar Sigfússon skrifar 14. desember 2013 11:31 Mynd/Stefán Haukar eru deildabikarmeistarar eftir þriggja marka sigur á erkifjendum sínum í FH. Haukar voru sterkari heilt yfir í leiknum í dag. FH-ingar áttu í vandræðum að leysa sóknaleik sinn gegn sterkri vörn Hauka og Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, átti stórleik í markinu. Sigurbergur Sveinsson átti frábæran leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Það verða rauð jól í Hafnarfirðinum þetta árið. Haukarnir mætti mun grimmari til leiks og náðu forystu snemma í leiknum. Varnarleikur þeirra rauðklæddu gerði FH-ingum erfitt fyrir. Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, fylgdi góðri vörn sinna manna og varði vel. Haukar voru duglegir að refsa með hraðaupphlaupsmörkum og voru eldsnöggir fram. FH-ingar voru klaufar í sókn á löngum köflum og fengu til að mynda dæmd á sig skref í tveimur sóknum í röð. Sigurbergur Sveinsson var frábær í leiknum og skoraði hvert markið á eftir öðru í öllum regnboganslitum. Ágúst Elí Björgvinsson, markmaður FH, áttu virkilega góðan leik í marki FH með 16 varða bolta. Frábær kafli hjá Haukum undir lok fyrri hálfleiks kom þeim í góða stöðu og fóru þeir með fimm marka forystu til búningsklefa. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og voru komnir með sjö marka forystu eftir sex mínútna leik. FH-ingar áttu fína spretti inn á milli og minnkuðu muninn en bilið var of mikið. Það var augljóst að leikurinn í gær við Eyjamenn hafi setið í FH-mönnum. Þeir hvítklæddu virkuðu þreyttir í dag. Lengra komust FH-ingar ekki í leiknum og Haukar sigldu þessum bikar í höfn og eru deildabikarmeistarar 2013. Patrekur: Mikið af hæfileikaríkum leikmönnum„Við mættum klárir í þennan leik. FH-ingar lentu í erfiðum leik í gær sem kostaði þá mikla orku. Á meðan við gátum rúllað mikið á liðinu gegn Fram,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég var mjög ánægður með kaflann undir lok í fyrri hálfleik ásamt upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Náðum átta mörkum og þannig séð klárum leikinn.“ „Vörnin var góð í dag. Haukar hafa í gegnum tíðina verið með góða vörn en það sem er að koma núna hjá okkur að við erum orðnir fjölbreyttari í sókn.“ „Það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu með mikinn leikskilning. Auðvitað erum við með grunnskipulag og taktík sem við förum eftir en þessir strákar eru mjög góðir einstaklingar. Frábær leikur hjá þeim í dag og ég er virkilega sáttur með fyrsta bikar vetrarins,“ sagði Patrekur að lokum. Einar Andri: Við vorum þreyttir„Ég veit ekki beint hvað fór úrskeiðis. Mér fannst við spila svona þokkalegan leik en vörnin byrjaði ekki nægilega vel og við þurftum að vera hræra í henni allan leikinn“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum þreyttir og vorum að spila fram að miðnætti í gær. Það var mikið um mistök hjá okkur og ég held að við höfum verið með fimmtán tapaða bolta í leiknum. Það er óvenju mikið.“ „Svona heilt yfir fannst mér við leggja allt í þetta og vera ansi nálægt því að koma okkur inn í leikinn eftir þessa tvo skelfilegu kafla hjá okkur.“ „En Haukaliðið var sterk hérna í dag. Samt sem áður klúðruðum við þessu sjálfir með slæmum kafla hjá okkur,“ sagði Einar að lokum. Sigurbergur: Frábær sigur„Algjör karaktersigur og við mættum ákveðnir til leiks alveg frá byrjun. Við höfum verið betri aðilinn gegn FH undanfarið og það hélt áfram í dag. Framan af leiknum vorum við miklu betri á öllum sviðum fannst mér,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskytta Hauka, eftir leikinn. „Við fórum að gefa aðeins eftir í lokin sem er kannski eðlilegt enda mikið álag á mönnum. Þetta getur verið sveiflukennt en þegar upp er staðið er þetta frábær sigur hjá okkur,“ sagði Sigurbergur, augljóslega mjög sáttur með sigur sinna manna. Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Haukar eru deildabikarmeistarar eftir þriggja marka sigur á erkifjendum sínum í FH. Haukar voru sterkari heilt yfir í leiknum í dag. FH-ingar áttu í vandræðum að leysa sóknaleik sinn gegn sterkri vörn Hauka og Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, átti stórleik í markinu. Sigurbergur Sveinsson átti frábæran leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Það verða rauð jól í Hafnarfirðinum þetta árið. Haukarnir mætti mun grimmari til leiks og náðu forystu snemma í leiknum. Varnarleikur þeirra rauðklæddu gerði FH-ingum erfitt fyrir. Giedrius Morkunas, markmaður Hauka, fylgdi góðri vörn sinna manna og varði vel. Haukar voru duglegir að refsa með hraðaupphlaupsmörkum og voru eldsnöggir fram. FH-ingar voru klaufar í sókn á löngum köflum og fengu til að mynda dæmd á sig skref í tveimur sóknum í röð. Sigurbergur Sveinsson var frábær í leiknum og skoraði hvert markið á eftir öðru í öllum regnboganslitum. Ágúst Elí Björgvinsson, markmaður FH, áttu virkilega góðan leik í marki FH með 16 varða bolta. Frábær kafli hjá Haukum undir lok fyrri hálfleiks kom þeim í góða stöðu og fóru þeir með fimm marka forystu til búningsklefa. Haukar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og voru komnir með sjö marka forystu eftir sex mínútna leik. FH-ingar áttu fína spretti inn á milli og minnkuðu muninn en bilið var of mikið. Það var augljóst að leikurinn í gær við Eyjamenn hafi setið í FH-mönnum. Þeir hvítklæddu virkuðu þreyttir í dag. Lengra komust FH-ingar ekki í leiknum og Haukar sigldu þessum bikar í höfn og eru deildabikarmeistarar 2013. Patrekur: Mikið af hæfileikaríkum leikmönnum„Við mættum klárir í þennan leik. FH-ingar lentu í erfiðum leik í gær sem kostaði þá mikla orku. Á meðan við gátum rúllað mikið á liðinu gegn Fram,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég var mjög ánægður með kaflann undir lok í fyrri hálfleik ásamt upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Náðum átta mörkum og þannig séð klárum leikinn.“ „Vörnin var góð í dag. Haukar hafa í gegnum tíðina verið með góða vörn en það sem er að koma núna hjá okkur að við erum orðnir fjölbreyttari í sókn.“ „Það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu með mikinn leikskilning. Auðvitað erum við með grunnskipulag og taktík sem við förum eftir en þessir strákar eru mjög góðir einstaklingar. Frábær leikur hjá þeim í dag og ég er virkilega sáttur með fyrsta bikar vetrarins,“ sagði Patrekur að lokum. Einar Andri: Við vorum þreyttir„Ég veit ekki beint hvað fór úrskeiðis. Mér fannst við spila svona þokkalegan leik en vörnin byrjaði ekki nægilega vel og við þurftum að vera hræra í henni allan leikinn“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum þreyttir og vorum að spila fram að miðnætti í gær. Það var mikið um mistök hjá okkur og ég held að við höfum verið með fimmtán tapaða bolta í leiknum. Það er óvenju mikið.“ „Svona heilt yfir fannst mér við leggja allt í þetta og vera ansi nálægt því að koma okkur inn í leikinn eftir þessa tvo skelfilegu kafla hjá okkur.“ „En Haukaliðið var sterk hérna í dag. Samt sem áður klúðruðum við þessu sjálfir með slæmum kafla hjá okkur,“ sagði Einar að lokum. Sigurbergur: Frábær sigur„Algjör karaktersigur og við mættum ákveðnir til leiks alveg frá byrjun. Við höfum verið betri aðilinn gegn FH undanfarið og það hélt áfram í dag. Framan af leiknum vorum við miklu betri á öllum sviðum fannst mér,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskytta Hauka, eftir leikinn. „Við fórum að gefa aðeins eftir í lokin sem er kannski eðlilegt enda mikið álag á mönnum. Þetta getur verið sveiflukennt en þegar upp er staðið er þetta frábær sigur hjá okkur,“ sagði Sigurbergur, augljóslega mjög sáttur með sigur sinna manna.
Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira