Innlent

"Datt alls ekki í hug að þetta væri byssa“

Kristján Már Unnarsson og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Oddný Vestmann er íbúi við Hraunbæ þar sem 59 ára karlmaður hóf skothríð í nótt. Lögreglan réðst inn og skaut manninn og yfirbugaði hann. Hann lést af skotsárum skömmu eftir komuna á bráðamóttöku Landspítalans.

„Ég hélt þetta væri flugeldur eða eitthvað. Datt alls ekki í hug að þetta væri byssa,“ segir Oddný, en hún hafði heyrt háværa sprengingu í svefnrofanum.

„Um hálf sex má segja að hér hafi upphafist skothríð,“ segir Oddný en hún heyrði greinilega að skotin komu bæði innan úr íbúð og utan frá.

„Ég varð bara skelfingu lostin,“ segir Oddný, en nágrannar hennar komu upp og sóttu hana og var hún hjá þeim þar til hlutir fóru að skýrast.

Tökumaður Stöðvar 2 var mættur á svæðið um sexleytið í morgun ásamt fréttamanni, en viðtalið við Oddnýju má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður svo farið ítarlega í málið, en fréttastofa tók fjölmörg viðtöl við sjónarvotta í morgun.


Tengdar fréttir

Skotum rigndi yfir sérsveitarmenn - hitti einn í höfuðið

Byssumaðurinn í Hraunbænum lét skotum rigna yfir sérsveitarmenn lögreglunnar þegar þeir gerðu tilraun til að ryðjast inn í íbúðina. Lögreglan harmar atburðinn og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins.

Íbúi við Hraunbæ: Heyrði um fimmtíu skot

„Það voru fjörutíu löggur fyrir utan. Ég hafði engar áhyggjur af þessu,“ segir íbúi við Hraunbæ, þar sem lögregla yfirbugaði byssumann í morgun.

Umsátursástand í Árbæ - skotið á lögreglumenn

Umsátursástand er í Árbæjarhverfi í Reykjavík þar sem maður virðist hafa skotið af byssu. Allt tiltækt lið lögreglu er á staðnum og hefur verið opnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir íbúa á svæðinu sem hafa verið látnir yfirgefa heimili sín. Maðurinn virðist staddur í blokk í Hraunbænum. Stóru svæði í hverfinu hefur verið lokað.

Myndband: Lögreglumenn skjóta á íbúð mannsins

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá sérsveitarmenn frá lögreglunni þegar aðgerðin í Árbæ stóð sem hæst. Meðal annars sést hvar lögreglumenn skjóta að því er virðist reyk- eða táragassprengjum inn í íbúð mannsins sem hafði lokað sig af í íbúð sinni.

Búið að yfirbuga manninn

Búið er að yfirbuga manninn sem skaut af byssu við Árbæ í morgun og er búið að aflétta lokun sem var í stórum hluta hverfisins. Lögreglan tilkynnti íbúum sem höfðu verið fluttir í Árbæjarkirkju þetta nú fyrir skömmu. Ekki er vitað hvort maðurinn sé særður.

„Hann er að koma út“

Nágrannar byssumannsins í Hraunbæ fylgdust með þegar sjúkrabílar fluttu hann á brott.

Skaut tvo lögreglumenn

Einn lögreglumaður særðist í aðgerðum lögreglunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra í Hraunbæ í Árbæ í morgun. Hinn slapp með skrekkinn.

Árbæjarkirkja veitti 10 manns áfallahjálp

"Það er óhætt að segja að þetta hafi verið óvenjulegt morgunverk og óskemmtilegt,“ segir sóknarprestur í Árbæjarkirkju sem tók á móti íbúum í stigagangi byssumannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×