„Þetta var bara eins og í bíómynd“ Fanney Birna Jónsdóttir og Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 3. desember 2013 11:01 "Við erum ekki vön svona á Íslandi. Menn með byssur að skjóta hvor á annan,“ segir Kristbjörg. Mynd/Stefán „Maður er svo vanur að eitthvað sé í gangi úti í garði að við héldum bara áfram að sofa. Svo vöknuðum við um þrjú leytið við svakaleg læti og sáum þá lögreglubílana og það var verið að skjóta og brjáluð læti,“ segir Kristbjörg Jónsdóttir, dagmamma og íbúi í Hraunbæ 22. Hún fylgdist með atburðum gærdagsins þegar Sævarr Rafn Jónasson var skotinn niður af sérsveitarmönnum eftir að hafa látið illum látum í Hraunbæ aðfararnótt mánudagsins. „Þetta var ekkert smá sko, lögreglan þurfti skýla sér bak við bílana hérna úti á planinu og við heyrðum þegar lögreglumaðurinn datt niður tröppurnar, svefnherbergið er alveg við næsta stigagang og hann slóst upp við handriðið og rúllaði niður tröppurnar,“ segir Kristbjörg. Hún fylgdist með sérsveitinni alvopnaðri út úm eldhúsgluggann hjá sér og segir að hún hafi upplifað sig eins og í bíómynd - nema þetta var ískaldur raunveruleikinn fyrir utan gluggann hjá henni. „Okkur grunaði strax að þetta væri hann. Við höfum séð hann áður vera með læti. Aumingjans maðurinn að fá ekki hjálp í stað þess að vera settur í íbúðahverfi. Börnin okkar eru mikið að spá í þessu núna. Hvort það sé svona hættulegt að vera á Íslandi, hvort þeir séu fleiri og hvort þau þurfa að vera hrædd,“ segir Kristbjörg áhyggjufull. Hún segir engan hafa talað við þau meðan þetta var í gangi né hafi þeim verið boðin áfallahjálp. „Ég held það væri fínt ef einhver talaði við krakkana um þetta, en þetta er kannski svo einstakt að það kann enginn að taka á þessu. Við erum ekki vön svona á Íslandi. Menn með byssur að skjóta hvor á annan,“ segir Kristbjörg að lokum. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
„Maður er svo vanur að eitthvað sé í gangi úti í garði að við héldum bara áfram að sofa. Svo vöknuðum við um þrjú leytið við svakaleg læti og sáum þá lögreglubílana og það var verið að skjóta og brjáluð læti,“ segir Kristbjörg Jónsdóttir, dagmamma og íbúi í Hraunbæ 22. Hún fylgdist með atburðum gærdagsins þegar Sævarr Rafn Jónasson var skotinn niður af sérsveitarmönnum eftir að hafa látið illum látum í Hraunbæ aðfararnótt mánudagsins. „Þetta var ekkert smá sko, lögreglan þurfti skýla sér bak við bílana hérna úti á planinu og við heyrðum þegar lögreglumaðurinn datt niður tröppurnar, svefnherbergið er alveg við næsta stigagang og hann slóst upp við handriðið og rúllaði niður tröppurnar,“ segir Kristbjörg. Hún fylgdist með sérsveitinni alvopnaðri út úm eldhúsgluggann hjá sér og segir að hún hafi upplifað sig eins og í bíómynd - nema þetta var ískaldur raunveruleikinn fyrir utan gluggann hjá henni. „Okkur grunaði strax að þetta væri hann. Við höfum séð hann áður vera með læti. Aumingjans maðurinn að fá ekki hjálp í stað þess að vera settur í íbúðahverfi. Börnin okkar eru mikið að spá í þessu núna. Hvort það sé svona hættulegt að vera á Íslandi, hvort þeir séu fleiri og hvort þau þurfa að vera hrædd,“ segir Kristbjörg áhyggjufull. Hún segir engan hafa talað við þau meðan þetta var í gangi né hafi þeim verið boðin áfallahjálp. „Ég held það væri fínt ef einhver talaði við krakkana um þetta, en þetta er kannski svo einstakt að það kann enginn að taka á þessu. Við erum ekki vön svona á Íslandi. Menn með byssur að skjóta hvor á annan,“ segir Kristbjörg að lokum.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira