Í sýnishorninu má sjá íslensku leikurunum Ólafi Darri Ólafssyni og Gunnari Helgasyni bregða fyrir, ásamt því að íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men hljómar undir.
Kvikmyndin var að hluta til tekin upp á Íslandi, en það er Ben Stiller sem fer með aðalhlutverkið ásamt því að leikstýra kvikmyndinni.
Sýnishornið er hið glæsilegasta og má sjá hér að neðan. Myndin verður frumsýnd á jóladag í Bandaríkjunum og 3. janúar hér á Íslandi.