"Harmsaga veiks manns“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 3. desember 2013 14:43 „Þetta er þriðja barnið sem móðir okkar, komin á níræðisaldur missir. Við höfum haft um nóg að hugsa,“ segir Anna Jóna Jónasdóttir, systir Sævarrs Rafns Jónassonar. Sævarr lést í gær eftir skotbardaga við sérsveit lögreglunnar í Árbænum.Veikindasagan löng Anna Jóna segir að veikindasaga hans sé löng en þegar Sævar bjó úti í Noregi vissu þau lítið sem ekkert af honum nema að hann væri á kafi í neyslu. „Hann var sendur heim til Íslands frá lögreglunni í Noregi um miðjan níunda áratuginn og það var enginn sem tók á móti honum í Keflavík. Trúlega tók hann bara rútu í bæinn. Hann dúkkar svo upp hjá Samhjálp og fékk þar inni, ég veit ekki hvort og hvar hann fékk húsaskjól,“ segir Anna Jóna. Hún segir hann hafa átt mjög bágt á þessu tímabili og svo verður honum á.Sviptur sjálfræði „Hann fer upp í einhvern fána hjá bandaríska sendiráðinu og var í framhaldinu tekinn og settur inn á geðdeild. Þar var hann sviptur sjálfræði,“ segir Anna Jóna. Eftir dvöl á geðdeild fékk Sævarr aðstöðu á áfangaheimili á Miklubraut. Anna Jóna segir að þar hafi honum liðið þokkalega. „Þar var síðan talið að hann væri það fær að hann gæti séð um sig sjálfur. Sem var ekki rétt. Hann fékk félagslega íbúð á Barónsstíg. Það gekk skelfilega. Það var bara alveg hryllilegt. Hann olli því engan veginn að sjá um sig sjálfur. Við hringdum í félagsmálayfirvöld og báðum um að það yrði farið í íbúðina og skoðað en það var ekkert gert,“ segir Anna Jóna.Tilraun sem misheppnaðist Þessi tilraun til að gera Sævarri kleift að fóta sig einn í lífinu í félagslegu íbúðinni tókst alls ekki. „Hann var síðan settur inn á Klepp og aftur sviptur sjálfræði. Þetta var fyrir einhverjum árum síðan. Honum var haldið þarna inni, af því hann var svo veikur. Hann neitaði að taka lyfin sín í töfluformi og var þess vegna sprautaður með lyfjum,“ segir Anna Jóna um ástandið á bróður sínum. Hana minnir að Sævarr hafi verið á Kleppi í rúmt ár. „Hann er síðan settur þaðan út. Það sem okkur fannst verst var að hann var náttúrulega lyfjalaus eftir það. Vildi ekki taka lyfin á töfluformi. Hann fór beint á Starengi og leið þokkalega þar til að byrja með. Eftir eitt og hálft, tvö ár fór að halla undan fæti á Starengi og þá er hann settur í þessa blokk þar sem að ferill hans endaði,“ segir Anna Jóna.Ástandið var skelfilegt Hún segir ástandið á bróður sínum á þessum tíma hafi verið skelfilegt. „Íbúðin í Árbænum var orðin eins og á Barónsstígnum. Hann var mikið veikur maður en hann var settur út í lífið aftur án samráðs við okkur og án lyfja. Ég myndi segja að þetta sé harmsaga veiks manns,“ segir Anna Jóna.Lífið var ekki neinn dans Anna Jóna er verulega döpur yfir því hvernig haldið var á málum bróður hennar í kerfinu. „Það var eins og hann fyndi það að hann væri alls staðar fyrir og ekkert væri hlustað. Við erum bara ósköp þakklát fyrir að hann varð engum að bana. Þetta er skelfilegur atburður. Okkur þótti bara betra fyrst þetta þurfti að fara svona að hann lét lífið frekar en einhver fjölskyldumaður. Lífið hans var ekki neinn dans, þetta hefur verið ósköp erfitt,“ segir Anna Jóna. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
„Þetta er þriðja barnið sem móðir okkar, komin á níræðisaldur missir. Við höfum haft um nóg að hugsa,“ segir Anna Jóna Jónasdóttir, systir Sævarrs Rafns Jónassonar. Sævarr lést í gær eftir skotbardaga við sérsveit lögreglunnar í Árbænum.Veikindasagan löng Anna Jóna segir að veikindasaga hans sé löng en þegar Sævar bjó úti í Noregi vissu þau lítið sem ekkert af honum nema að hann væri á kafi í neyslu. „Hann var sendur heim til Íslands frá lögreglunni í Noregi um miðjan níunda áratuginn og það var enginn sem tók á móti honum í Keflavík. Trúlega tók hann bara rútu í bæinn. Hann dúkkar svo upp hjá Samhjálp og fékk þar inni, ég veit ekki hvort og hvar hann fékk húsaskjól,“ segir Anna Jóna. Hún segir hann hafa átt mjög bágt á þessu tímabili og svo verður honum á.Sviptur sjálfræði „Hann fer upp í einhvern fána hjá bandaríska sendiráðinu og var í framhaldinu tekinn og settur inn á geðdeild. Þar var hann sviptur sjálfræði,“ segir Anna Jóna. Eftir dvöl á geðdeild fékk Sævarr aðstöðu á áfangaheimili á Miklubraut. Anna Jóna segir að þar hafi honum liðið þokkalega. „Þar var síðan talið að hann væri það fær að hann gæti séð um sig sjálfur. Sem var ekki rétt. Hann fékk félagslega íbúð á Barónsstíg. Það gekk skelfilega. Það var bara alveg hryllilegt. Hann olli því engan veginn að sjá um sig sjálfur. Við hringdum í félagsmálayfirvöld og báðum um að það yrði farið í íbúðina og skoðað en það var ekkert gert,“ segir Anna Jóna.Tilraun sem misheppnaðist Þessi tilraun til að gera Sævarri kleift að fóta sig einn í lífinu í félagslegu íbúðinni tókst alls ekki. „Hann var síðan settur inn á Klepp og aftur sviptur sjálfræði. Þetta var fyrir einhverjum árum síðan. Honum var haldið þarna inni, af því hann var svo veikur. Hann neitaði að taka lyfin sín í töfluformi og var þess vegna sprautaður með lyfjum,“ segir Anna Jóna um ástandið á bróður sínum. Hana minnir að Sævarr hafi verið á Kleppi í rúmt ár. „Hann er síðan settur þaðan út. Það sem okkur fannst verst var að hann var náttúrulega lyfjalaus eftir það. Vildi ekki taka lyfin á töfluformi. Hann fór beint á Starengi og leið þokkalega þar til að byrja með. Eftir eitt og hálft, tvö ár fór að halla undan fæti á Starengi og þá er hann settur í þessa blokk þar sem að ferill hans endaði,“ segir Anna Jóna.Ástandið var skelfilegt Hún segir ástandið á bróður sínum á þessum tíma hafi verið skelfilegt. „Íbúðin í Árbænum var orðin eins og á Barónsstígnum. Hann var mikið veikur maður en hann var settur út í lífið aftur án samráðs við okkur og án lyfja. Ég myndi segja að þetta sé harmsaga veiks manns,“ segir Anna Jóna.Lífið var ekki neinn dans Anna Jóna er verulega döpur yfir því hvernig haldið var á málum bróður hennar í kerfinu. „Það var eins og hann fyndi það að hann væri alls staðar fyrir og ekkert væri hlustað. Við erum bara ósköp þakklát fyrir að hann varð engum að bana. Þetta er skelfilegur atburður. Okkur þótti bara betra fyrst þetta þurfti að fara svona að hann lét lífið frekar en einhver fjölskyldumaður. Lífið hans var ekki neinn dans, þetta hefur verið ósköp erfitt,“ segir Anna Jóna.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira